Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 6. janúar 2008 17 sína í samfélögin. Tengsl fólks við menningu fortíðarinnar séu því enn sterk á báðum stöðvum. „Ísland var ein fyrsta fjölmenn- ingarþjóð heims. Hingað kom fólk víðs vegar að, svo sem frá Írlandi, Skotlandi, Noregi, Danmörku og Lapplandi svo dæmi séu tekin. Með fólkinu fluttist einnig hópur kynjavera og sagna sem döfnuðu með fólkinu sem síðar varð þjóð,“ segir hann. Verurnar fengu að lifa óvenju góðu lífi á Íslandi, þar sem klerkar innrættu Íslendingum ekki jafn mikinn guðsótta og tíðkaðist til að mynda annars staðar á Norður- löndum. En það sem eftir eimir af þjóðtrú og sagnaarfi nágranna- landanna er einnig athyglisvert. Verur sem hljóta ekki náð Íslend- inga „Í nágrannalöndum okkar voru sagðar sögur af verum eins og búálfum, í formi gardvorder, nis- ser og tomter, en þær bárust ekki hingað með landnámsmönnum af mismunandi ástæðum. Rætur þeirra vætta rista því grunnt í menningu Íslendinga og það kemur því ekki á óvart að tiltrú á slík fyr- irbæri mælist fremur lítil hér á landi, miðað við aðrar hulduverur sem lengi hafa lifað í sögum á Íslandi.“ Terry nefnir máli sínu til stuðnings að í nýrri könnun félags- vísindadeildar um þjóðtrú töldu aðeins um níu prósent þeirra sem svöruðu líklegt eða víst að blóm- álfar væru til og aðeins ellefu pró- sent töldu tilvist búálfa líklega eða vissa. Þótt einhverjum gæti þótt þau hlutföll há segir Terry svo ekki vera þegar litið er til þess hve opnir Íslendingar eru fyrir ósýni- legum verum sem eiga tryggari stað í menningu og tungutaki þjóð- arinnar, eins og draugar, svipir, huldufólk og einstaklingsfylgjur. En er það svo skrýtið að Íslending- ar skuli trúa á slíkar verur? Terroristar og Kölski „Útlendingar gera stundum grín að Íslendingum vegna þess hve opnir þeir eru fyrir tilvist ósýni- legs veruleika. Sannleikurinn er þó sá að það hefur líklega bjargað alls konar fólki frá upphafi að gera ráð fyrir tilveru einhvers jafnvel þó það sjái það ekki með berum augum. Veiðimaður sem gerir ráð fyrir að hætta geti hugsanlega leynst á bak við stóran stein á jú meiri möguleika á að lifa daginn af en sá sem fer beint á bak við hann án þess að velta því fyrir sér hvort hugsanlega geti þar leynst hætta,“ útskýrir hann. Þá bendir Terry á að frá land- námi hafi fólk sagt börnum sínum sögur af nykrinum, sem byggi í tjörnum og gæti dregið þau út í vatnið. Slíkar sögur hafi auðvitað orðið til þess að börn vöruðu sig á vatninu og þurftu foreldrar því síður að óttast að þau drukknuðu. Veröldin hefur ekki breyst svo mikið: Fólk í nútímanum, og ekki síst í nágrannalöndum, beiti enn svipuðum aðferðum til að forða börnum sínum undan hættu. Það banna þeim að fara út að leika eða gefa sig á tal við ókunnuga því við hvert fótmál virðist hryðjuverka- menn, barnaníðingar og fjölda- morðingjar leynast. „Það er líka svolítið hlægilegt að þeir sem gera grín að þjóðtrú Íslendinga eru oft bókstafstrúar- menn á orð guðs, eða eru sann- færðir um að terroristar leynist úti um allt,“ segir Terry og hlær en bendir á að slíkur samanburður geti farið öfugur ofan í fólk. Veröldin breytist hægt Um aukinn áhuga á þjóðfræði í Háskóla Íslands í dag segir Terry: „Ég held að fólk sé farið að skilja betur að þjóðfræði snýst ekki aðeins um aldna bændur sem kveða rímur á föðurlöndum.“ Hann útskýrir að þjóðfræði eigi alveg jafn mikið við nú á tímum og hún gerði í liðinni tíð, og það sama gildi um trú og þjóðtrú. Nýir guðir hafi orðið til. Fólk hengi til dæmis upp mynd af Johnny Depp þar sem for- faðir þess hefði sett upp íkon af dýrlingi. Menn fari reglulega í bíó og fylgist hljóðir með ævintýrum risavaxinna hetja á tjaldi. Segja megi að slíkt eigi margt sameigin- legt með kirkjuferðum fyrr á tímum þar sem fólk hlustaði á sögur prestsins í andtakt. Hetjur fornaldar, svo sem þær sem birtist í Bjólfskviðu, eigi einnig margt sameiginlegt með John McClane sem berst við ógnvalda í Die Hard. Sögurnar eru svipaðar. Um leið eru ókennilegir draugar og forynj- ur að taka á sig ný form. Nú eru þau orðin terroristar frá löndum sem við þekkjum ekki. Veröldin breytist hægt, og ekki síst í sam- bandi við þjóðtrú og þjóðsögur. Hingað kemur mikið af fjölmiðlafólki og ferðamönnum sem halda að Íslending- ar fari reglulega út í móa að kvöldlagi til að fylgjast með litlum vængjuðum og stóreygðum álf- um dansa einhvers konar hipphopp eða vikivaka í kringum steina. hefst mánudaginn 14. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.