Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 43
ATVINNA SUNNUDAGUR 6. janúar 2008 27 Íslenska hagkerfið hefur vaxið gríðarlega á síð- ustu árum en erfitt er að viðhalda slíku án þess að verðbólga láti á sér kræla og erlent vinnuafl komi til. Lítið atvinnu- leysi, mikil eftirspurn eftir vinnuafli og almenn þensla á vinnumarkaði hafa skilað sér í launa- hækkunum. Fólk sem kemur hingað að vinna hefur hægt á launaskriði, en þó gert mikið gagn. „Það sem við höfum venju- lega séð í uppsveiflu er mjög miklar hækkanir hjá ákveðn- um hópi iðnaðarmanna en þær hafa allar verið miklu hófsamari en áður,“ segir Þórólfur Matthíasson, próf- essor við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, þegar hann er inntur eftir því hvort flæði erlends vinnuafls hingað til lands hafi haldið niðri launum. En telur Þórólfur það gott? „Já, ég held að það sé nú á margan hátt ágætt að það sé jafnvægi í þróun launa að því tilskildu að jafnræð- is sé gætt, þannig að fyrir- tæki standi jafnfætis sama hvort þau nota innlenda eða erlenda starfsmenn.“ Þórólfi finnst trúlegt að einhverjir hefðu haft hærri laun á einhverjum tíma- punktum hefðu útlendingar ekki komið hingað að taka að sér laus störf, en slíkt sé erfitt að meta. „Aftur á móti hefur maður líka heyrt sögur af því að ís- lensku starfsmennirnir séu allir orðnir verkstjórar eða hafi færst upp hjá fyrir- tækinu sem þeir vinna hjá. Þeir hafa kannski fengið þægilegri og ábyrgðarmeiri störf og hærri laun,“ segir Þórólfur og bætir við að erf- itt sé að gera svona reikn- inga upp. Einnig mætti spyrja hvernig íslenskt atvinnulíf liti út ef ekki hefði komið til þetta mikla erlenda vinnuafl frá Austur-Evrópu og Asíu? „Það eru náttúrlega tak- mörk fyrir því hvað gefinn hópur starfsmanna getur framleitt. Framleiðslan hefði orðið minni og verð- breytingarnar hefðu orðið meiri en þær þó hafa orðið. Ég held að fáir myndu mót- mæla því,“ segir Þórólfur. Fyrirtækjum finnst best að geta gengið að ótakmörk- uðu magni af starfsmönn- um á ríkjandi kjörum. Það hefur ekki gengið eftir að öllu leyti á Íslandi því nokk- ur launapressa hefur verið á kerfinu eins og sést í þróun launavísitölu Hagstofunnar, sem sýnir breytingar á laun- um á almennum og opinber- um vinnumarkaði á milli mánaða. Í nóvember 2007 var árshækkunin síðustu 12 mánuðina 8,3 prósent. Fréttamaður veltir fyrir sér hvað muni gerast ef og þegar atvinnuleysi eykst á ný, hvort íslensk stjórnvöld muni þá reyna að losa sig við útlendingana og hvernig þá? „Það skiptir máli hvort hinir erlendu starfsmenn koma frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins eða ann- ars staðar frá. Þeir sem eru frá EES þurfa ekki atvinnu- leyfi svo það er ekki hægt að afturkalla eða þjarma að þeim með neinum hætti. Svo eru það þeir sem eru utan EES, þeim hefur verið gert erfitt fyrir að fá at- vinnuleyfi eftir því sem mér skilst, til dæmis fólki frá Filipps eyjum og Taílandi,“ segir Þórólfur. Hins vegar má gera ráð fyrir að flísist úr erlendu vinnuafli þegar stórum framkvæmdum á vegum er- lendra fyrirtækja lýkur. Áður var EES klúbb- ur ríkra landa, en það er breytt og straumur fólks með annan uppruna en nor- rænan eða keltneskan hing- að til lands er staðreynd. „Norðurlöndin hin hafa meiri reynslu af aðstreymi erlends verkafólks. Reynsla þeirra er að upp koma ýmis félagsleg vandamál sem kostnaðarsamt getur verið að glíma við. Það er til dæmis mun dýrara að hafa nemendur af erlendu bergi brotna í skóla en innlenda nemendur vegna þess að það þarf að aðlaga kennslu- efni og kenna þeim þeirra móðurmál ef vel á að vera,“ segir Þórólfur. niels@frettabladid.is Hófsamari launahækkanir Þórólfur Matthíasson kennir þjóðhagfræði og vinnumarkaðsfræði. KÓPAVOGSBÆR TÍBRÁR tónleikar í Salnum starfsárið 2008-2009 • Auglýst er eftir umsóknum um þátttöku í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum, fyrir starfsárið 2008-2009. Umsóknum um tónleikahald þurfa að fylgja upplýsingar um kjörtíma flytjenda, ferilskrár og efnisskrár, ásamt myndum, símanúmerum og netföngum. Umsóknir sendist til Tómstunda- og menningarsviðs, Fannborg 2, 200 Kópavogur eða með tölvupósti til Sigurbjargar H. Hauksdóttur sigurbjorg@kopavogur.is. Valið er úr umsóknum og öllum svarað að vali loknu. Umsóknir skulu berast fyrir 10. janúar 2008. Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs Fyrirtæki/gildistími starfsleyfi s í árum: 12 Almenn skilyrði Sértæk skilyrði Heimilisfang Stjörnugrís hf. X X Vallá, Kjalarnesi Stjörnugrís hf. X X Saltvík, Kjalarnesi Auglýsing um starfsleyfi stillögur Með vísan til 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða mengandi starfssemi, munu starfsleyfi stillögur neðangreinds fyrirtækis liggja frammi hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 6. janúar til 6. febrúar 2008. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skrifl egar og sendast Umhverfi ssviði Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík, fyrir 6. febrúar 2008 Umhverfi ssvið Reykjavíkurborgar Upphaf vorannar 2008 Dagskóli Mánudaginn 7. janúar verða stundatöflur afhentar frá kl. 09:00-13:00 í mötuneyti nemenda. Viðtalstími útskriftarefna verður frá kl. 13:00-16:00 sama dag. Töfluviðtöl verða þriðjudag og miðvikudag frá kl. 08:00-16:00. Kennsla í dagskóla hefst síðan fimmtudaginn 10. janúar samkvæmt stundatöflum. Kvöldskóli Föstudaginn 11. janúar kl. 15:00-19:00 verður staðbundin innritun í Kvöldskóla FB. Netinnritun er í gangi og eru nemendur hvattir til að nýta sér hana. Kennsla í kvöldskólanum hefst mánudaginn 14. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.