Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 4
4 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+,  -. /+,0 -. 1+,  -. 2+,  /+,  -. 34+, 32+, 31+, 35+, 6+, /+,  -. 33+, 37+,  32+,  11+,        ! "  #$ !% % &'! ! !  ! '!  !  ' ( )! *$+! % ,-.! $ +&& !   ! $  &( ) /   ,0(   .&' +  1 %  !! &1  % $ % /-! ' ! $# * . !!% #   !( 2 &-  - &     *!   !+.&&!# %!  *&%( )34 524 2 1 $&1 % $ ,- (   +$ #(    8 8     8  98    "        :" 8     6 !! (  $7 !+1 !  8 9   :   ;  : 8 8 = = > = < <   ?  ? ? 9  DÓMSMÁL Saga Capital fjárfest- ingabanki hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafnaði kröfu bankans um að verða skráður eigandi allra hluta í fjárfestingafélaginu Insolidum ehf., til Hæstaréttar. Félagið er í eigu Daggar Pálsdóttur, varaþing- manns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar. „Ég tel mjög þarft að fá dóm Hæstaréttar í þessu máli,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Saga Capital. „Við munum leggja fram kæru í byrjun næstu viku og samkvæmt reglum fá varnaraðilar vikufrest til að skila greinargerð á móti. Síðan er von á dómi Hæsta- réttar og á ferlið að taka tiltölulega skamman tíma.“ Héraðsdómur Reykjavíkur: Saga Capital áfrýjar FRAMKVÆMDIR Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, segir Landsvirkjun vilja ná lend- ingu í máli Arnarfells í næstu viku en verktakafyrirtækið hefur umsjón með gerð Hraunaveitu á Kárahnjúkum. Fyrirtækið hefur átt í fjárhagserfiðleikum og standa viðræður yfir við stærstu lánar- drottnana sem eru Landsbankinn og Lýsing. Ef málið leysist ekki verður að sögn Sigurðar leitað á náðir annarra verktakafyrir- tækja. „Þetta snýst um fjárhagsstöðu Arnarfells og afkomu fjármögn- unaraðila í framhaldinu,“ segir Sigurður. Hann segir verkið hafa verið á áætlun um áramótin. „Við gátum því leyft tímanum að líða og andað rólega en fljótlega þurf- um við að komast að niðurstöðu. Fyrsti kosturinn er að leysa málið til að komast sem mest hjá töfum en ef það gengur ekki verðum við að leita á önnur mið.“ Tæpar tvær vikur eru síðan um 100 erlendir starfsmenn Arnar- fells áttu að koma til landsins en komu þeirra hefur tvívegis verið frestað vegna stöðu mála. Eins þurfti Arnarfell að fá lán hjá Landsvirkjun í vikunni til að geta borgað starfsmönnum laun. Sigurður segir svipaða erfiðleika hafa komið upp síðastliðið sumar en það mál hafi verið leyst, meðal annars með aðstoð Landsvirkjun- ar. Sigurður segir um það bil einn þriðja eftir af öllu verkinu sem samið var um. - ve Óvissa ríkir um framkvæmdir Arnarfells við Kárahnjúka: Enn ósamið við lánadrottna SIGURÐUR ARNALDS Fljótlega þarf að komast að niðurstöðu. Mikið um óhöpp í snjónum Bíll valt á Hellisheiði um miðjan dag í gær en þar var hálka og skafrenning- ur. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist nokkuð. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi hefur verið mikið um útafakstra í umdæmi hennar undanfarna daga. Enginn þeirra hefur þó valdið slysum. LÖGREGLUFRÉTTIR Ölvun í Miðborginni Tvær líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Að sögn lögreglu voru þær minni háttar og enginn var handtekinn. Þá stöðvaði lögreglan sjö ökumenn sem grunaðir eru um ölvunarakstur. ALÞINGI Ríkið aðstoði sveitarfélög Þingmenn fjögurra flokka vilja að ríkið aðstoði Langanesbyggð og Vopna- fjörð við að undirbúa og kanna þörf á starfrækslu þjónustumiðstöðvar sem gæti annast helstu þjónustu við skip sem leita olíu á Drekasvæðinu. Tillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi. SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða segir úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna gegn íslenska ríkinu alvarlegan áfellisdóm yfir kvótakerfinu. „Í þeirri baráttu að ná fram rétti sínum, sem eigendur sjávarjarða hafa ólöglega verið sviptir, munu samtökin taka mið af þessum úrskurði Sameinuðu þjóðanna,“ segir stjórnin í yfirlýsingu og bætir við að íslensk stjórnvöld virði hvorki þinglýstan eignarrétt eigenda sjávarjarða né atvinnurétt til útræðis. Samningur Sameinuðu þjóðanna hafi því verið brotinn á eigendum sjávarjarða. - gar Eigendur sjávarjarða: Áfellisdómur um kvótakerfið VIÐSKIPTI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt í gær í heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Katar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fer fyrir opinberri 25 manna viðskiptasendinefnd sem verður með í för. Hópurinn sækir ráðstefnu um orkugjafa framtíðarinnar í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um og munu forseti og ráðherra flytja þar ræður. Kaupsýslumenn- irnir munu sækja fundi og heimsækja fyrirtæki í leit að fjárfestingartækifærum. Ferðin stendur í tæpa viku. - bþs Fjallað um orkugjafa framtíðar: Ólafur og Össur til Persaflóaríkja ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Íslands flytur erindi á ráðstefnu um orkugjafa framtíðarinnar. BÚLGARÍA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom til Búlgaríu í fyrradag þar sem hann fékk þarlenda ráðamenn til að semja um nýja gasleiðslu, sem styrkir stöðu Rússa gagnvart Evrópuríkjum og Bandaríkjunum. Gasleiðslan á að liggja frá Rússlandi undir Svartahafið til Búlgaríu og þaðan áfram til Evrópulanda. Rússar þurftu þó að gefa eftir í samningum, því þeir höfðu krafist þess að eiga 51 prósent í gasleiðslunni um Búlgaríu, en niðurstaðan varð sú að Búlgarar ættu 50 prósent og Rússar 50 prósent. - gb Pútín Rússlandsforseti: Semur um gas til Búlgaríu STJÓRNMÁL Trúnaðarbréfið sem Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrver- andi þingmaður Framsóknar- flokksins, sendi framsóknarmönn- um í Reykjavík, er vanhugsað og er þeim sem vinna að framgangi flokksins síður til framdráttar. Þetta segir í yfirlýsingu sem stjórn Kjördæmasambands Fram- sóknarflokksins í Reykjavík sendi frá sér í gær. Í bréfinu segir Guðjón Ólafur að flokksstarfið einkennist af upp- gjöf og áhugaleysi en einnig tæpir hann á því að gróusögur gangi fjöllum hærra um að forystumenn flokksins í borgarstjórn hafi keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda króna á kostnað flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Einnig segir hann í bréfinu að „fleiri og fleiri hafi gefist upp, hætt að starfa og sumir jafnvel sagt sig úr flokknum.“ Guðjón Ólafur segist hafa fengið mikil viðbrögð við bréf- inu. „Það hafa fjölmargir haft samband við mig og þakkað mér fyrir að ljá máls á þessu en einn- ig hafa sumir sagst hafa orðið fyrir vonbrigðum með það,“ segir hann. „Við verðum ekkert varir við það að framsóknarmenn séu að gefast upp. Mér finnst frekar vera sóknarhugur í mönnum,“ segir Guðni Ágústsson, formað- ur flokksins. „Það eru tólf þús- und manns í flokknum um allt land og ekki ber á því að menn séu að segja sig úr honum þannig að ég veit ekkert hvert Guðjón Ólafur er að fara með þessum málflutningi.“ En hvað gekk Guðjóni til með skrif- unum? „Ég var einfaldlega að þakka sam- starfið því ég hef hætt starfi sem þingmað- ur og svo vildi ég óska fólki velfarnaðar eins og tíðkast um áramót,“ segir hann. „Hins vegar var ég svo upptekinn um hátíðirnar að ég gat ekki sent jólakort svo þessi leið varð fyrir valinu.“ Hann segist ekki vera að fara fram með neinar ásakanir í bréfinu og ótt- ast ekki að staða sín í flokknum muni veikjast eftir ritun þess. Aðspurður um fatakaup flokks- manna sem ber á góma í bréfinu segir Guðni. „Framsóknarflokk- urinn sem slíkur hefur ekki komið að neinum fatakaupum svo ég viti. Ég veit hins vegar ekki hvað menn gera í hverju framboði fyrir sig. Sjálfsagt ræða menn fatnað og útlit í Fram- sókn eins og í öðrum flokkum.“ jse@frettabladid.is Guðjón Ólafur sendi bréfið í stað jólakorta Stjórn Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík segir í yfirlýsingu að bréf Guðjóns Ólafs Jónssonar sé vanhugsað. Guðjón Ólafur segir að bréfið komi í stað jólakorta. Guðni Ágústsson formaður vísar innihaldi þess á bug. GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON Formaður Framsóknarflokksins segist ekki skilja hvað Guðjóni Ólafi hafi gengið til með því að senda bréfið. GENGIÐ 18.1.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,6062 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,1 65,42 127,54 128,16 95,14 95,68 12,761 12,835 11,884 11,954 10,098 10,158 0,605 0,6086 102,76 103,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Laxafiðrildi 33% afsláttur 998 kr.kg Gott á sunnudegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.