Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 95
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 35 EM í handbolta C-riðill Ungverjaland-Þýskaland 24-28 (12-13) Ferenc Ilyes 4, Tamas Mocsai 4, Balazs Laluska 4 - Torsten Jensen 5, Markus Baur 5/4, Pascal Heinz 4. Johannes Bitter varði 12 skot Hvíta Rússland-Spánn 31-36 (15-18) Barys Pukhouski 8/1, Ivan Brouka 6/2 - Albert Rocas 11/9, Alberto Entrerrios 9. STAÐAN Þýskaland 2 2 0 0 62-50 4 Ungverjaland 2 1 0 1 59-56 2 Spánn 2 1 0 1 64-66 2 Hvíta Rússl. 2 0 0 2 57-70 0 D-riðill Ísland-Slóvakía 28-22 (16-5) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 7 (12/1), Alexander Petersson 5 (9), Logi Geirsson 4 (9), Róbert Gunnarsson 4 (6), Ásgeir Örn Hall- grímsson 2 (4), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (5/2), Hannes Jón Jónsson 1 (1), Jaliesky Garcia Padron 1 (1), Einar Hólmgeirsson 1 (6), Vignir Svavarsson 1 (1). Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 9 (21/4) 43%, Birkir Ívar Guðmundsson 6 (16/2) 38%. Hraðaupphlaup: 13 (Guðjón 5, Alexander 5, Logi, Ásgeir, Vignir). Fiskuð víti: 3 (Róbert 2, Guðjón) Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Slóvaka (skot): Radoslav Kozlov 7/5 (12/6), Frantisek Sulc 5 (11), Vlastimil Funak 2 (3), Michal Baran 2 (4), Martin Stranovsky 2 (3), Csaba Szucs 2 (2), Radoslav Antl 1 (2/1), Peter Dudas 1 (3). Varin skot: Richard Stochl 17/2 (45/3) 38%. Hraðaupphlaup: 5 Fiskuð víti: 6 Utan vallar: 14 mínútur. Svíþjóð-Frakkland 24-28 (13-18) Martin Boquist 4, Kim Andersson 4/1, Dalibor Doder 4 - Oliver Girault 5, Luc Abalo 5, Nikola Karabatic 5/1, Bertrand Gille 4, Jerome Fernand ez 4, Daniel Narcisse 4. STAÐAN Frakkland 2 2 0 0 60-55 4 Svíþjóð 2 1 0 1 48-47 2 Ísland 2 1 0 1 47-46 2 Slóvakía 2 0 0 2 53-60 0 Stjörnudagur KKÍ Karlalandsliðið-Úrvalslið 137-136 (74-68) Stig Íslands: Páll Axel Vilbergsson 28 (hitti úr 12 af 15 skotum), Hlynur Bæringsson 19 (10 frák., 12 stoðs.), Magnús Þór Gunnarsson 15 (hitti úr 5 af 8 3ja stiga, 8 stoðs.), Jóhann Árni Ólafsson 13, Hreggviður Magnússon 13, Helgi Már Magnússon 12 (hitti úr 4 af 7 3ja stiga), Brynjar Þór Björns- son 12 (hitti úr 4 af 6 3ja stiga), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10, Hörður Axel Vilhjálmsson 9, Kristinn Jónasson 4, Sveinbjörn Claessen 2. Stig Iceland Express: Cedric Isom 29 (hitti úr 12 af 18 skotum), Jonathan Griffin 27, Tommy Johnson 14, Bobby Walker 12, Darri Hilmarsson 10, Joshua Helm 9, Dimitar Karadzovski 9, Justin Shouse 8, Damon Bailey 7, Óðinn Ásgeirsson 6, Fanney Freyr Helgason 5. Kvennalandsliðið-Úrvalslið 74-68 Stig Íslands: Signý Hermannsdóttir 17 (12 frák., 4 varin), Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 (7 frák.), Hildur Sigurðardóttir 6 (9 frák., 6 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 6, Unnur Tara Jónsdóttir 6, Jovana Lilja Stefánsdóttir 6, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 5, Sigrún Ámunda- dóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 2 (9 frák.), Fanney Lind Guðmundsdóttir 2. Stig Iceland Express: Monique Martin 30 (9 frák.,5 stolnir, 23 mín.), Molly Peterman 12, Kesha Watson 10 (4 stoðs.), Tiffany Roberson 9 (14 frák., 10 stoðs.), Ólöf Helga Pálsdóttir 9, Kiera Hardy 8 (6 frák. 4 stoðs.), Rannveig Randvers- dóttir 6, LaKiste Barkus 5, Telma Björk Fjalars- dóttir 4, Pálína Gunnlaugsdóttir 3 (4 stoðs.), Þórunn Bjarnadóttir 2, Íris Sverrisdóttir 2. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Karlalandsliðið vann eins stigs sigur, 137-136, á úrvals- liði Iceland Express-deildar karla í Stjörnuleik karla í gær en kvenna- liðið varð að sætta sig við 22 stiga tap, 78-100, fyrir samskonar úrvalsliði úr Iceland Express-deild kvenna. Stjörnuleikir KKÍ voru að þessu sinni æfingaleikir landslið- anna og því ekki um dæmigerða stjörnuleiki að ræða að þessu sinni. Karlalandsliðið hafði betur á æsispennandi lokamínútum en úrvalsliðið var allan leikinn að vinna upp frábæra byrjun lands- liðsins sem var 39-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Hörður Axel Vilhjálmsson fór mikinn í fyrsta leikhluta og tróð þá meðal annars þrisvar sinnum í körfuna með miklum tilþrifum. Páll Axel Vilbergsson brenndi varla af skoti hjá landsliðinu og lék mjög vel eins og Magnús Þór Gunnarsson. Besti maður liðsins var þó Hlynur Bæringsson sem náði glæsilegri þrennu, skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hlynur innsiglaði líka sigurinn á vítalínunni í lokin. Þórsarinn Cedric Isom og Jonathan Griffin reyndu mikið og skoruðu saman 56 stig fyrir úrvals- liðið en sex leikmenn liðsins skor- uðu á bilinu 9 til 14 stig. Bæði lið skoruðu 20 þriggja stiga körfur en landsliðið nýtti sín langskot betur, 49 prósent gegn 44 prósentum og það átti mikinn þátt í sigrinum. Alltof erfitt próf Kvennalandsliðið lék sinn fyrsta leik undir stjórn Ágústs Björg- vinssonar þótt ekki hefði verið um opinberan landsleik að ræða. Íslenska landsliðið fékk alltof erf- itt fyrsta próf því úrvalsliðið var mun sterkara og vann öruggan sigur. Landsliðsstúlkurnar gáfust þó aldrei upp og áttu nokkra góða spretti og komu muninum niður í 3 stig í þriðja leikhluta og 12 stig í þeim fjórða en nær komust þær ekki. Landsliðsfyrirliðinn Signý Hermannsdóttir, Kristrún Sigur- jónsdóttir og Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir voru atkvæðamestar í landsliðinu en hjá úrvalsliðinu var Monique Martin illviðráðan- leg og Tiffany Roberson var aðeins einu stigi frá þrefaldri tvennu en auk stiganna 9 var hún með 14 fráköst og 10 stoðsend- ingar. Hinn 17 ára Ólafur Ólafsson frá Grindavík vann troðslu- keppnina sem fram fór í hálfleik á karlaleiknum. Ólafur hafði betur í úrslitum á móti þeim Tahirou Sani úr ÍR, Herði Axel Vilhjálmssyni úr Njarðvík og Bobby Walker í Keflavík. - óój Landsliðin voru í sviðsljósinu á Stjörnudegi Körfuknattleikssambandsins í Íþróttahúsinu í Keflavík í gær: Hlynur með þrennu í eins stigs sigri SIGURTROÐSLAN Grindvíkingurinn Ólaf- ur Ólafsson tryggir sér sigur í troðslu- keppninni. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN HANDBOLTI Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari leyfði sér að brosa eftir leikinn í gær enda hans menn komnir með annan fótinn áfram í keppninni en tap hefði þýtt að Ísland væri líklega á leið heim á morgun. „Ég var mjög svekktur með síð- ari hálfleikinn en hann sýndi að ef við spilum ekki af fullum krafti þá getum við ekki rassgat í hand- bolta. Við spiluðum stórkostlegan fyrri hálfleik þar sem vörnin var frábær og markvarslan í hágæða- klassa. Svo byrjar síðari hálfleik- urinn hryllilega, menn gera tóma vitleysu og það fór gríðarlega í taugarnar á mér,“ sagði Alfreð en hann veit sem er að hans menn þurfa að gera betur í dag. „Því miður datt markvarslan aftur niður en við virðumst alltaf bara fá markvörslu í hálftíma. Ég var gríðarlega ánægður með Hreiðar í fyrri hálfleik og sagði við hann í hálfleik að hans verð- laun væru að standa sig líka vel í síðari hálfleik og stimpla sig inn í alþjóðlegan klassa. Hann hvarf og það var sorglegt fyrir hann þar sem hann var frábær í fyrri hálf- leik,“ sagði Alfreð. Alfreð var ánægður með vörn- ina og þá sérstaklega Sigfús. „Það gerði Fúsa greinilega gott að vera við það að detta úr hópnum sem og vera sendur til Noregs að hreyfa sig. Hann er búinn að vera vax- andi og ég hef haldið honum við efnið með því að spyrja hvort það slokkni á honum í þriðja leik eins og á síðasta HM eða hvort hann ætli að halda áfram á sömu braut.“ Alfreð játar að tapið gegn Svíum hafi lagst þungt á menn og því hafi þungu fargi verið létt af mönnum í gær. „Það var ekki bara tapið heldur hvernig við töpuðum. Ef menn vinna saman þá náum við árangri en ef ekki þá getum við gleymt þessu. Það var margt jákvætt í þessu og ég er talsvert kátari núna,“ sagði Alfreð sem reiknar ekki með því að nota Ólaf Stefáns- son í dag. „Frakkarnir eru frábærir og hvergi veikan hlekk að finna þar. Það verður mikil prófraun að mæta þeim.“ – hbg Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason sagði leikinn í gær skref í rétta átt: Getum ekkert ef við spilum ekki af fullum krafti ÖSKRAR Á STRÁKANA Alfreð Gíslason hvatti strákana óspart á hliðarlínunni og lét þá oft heyra það þegar þeir gerðu vitleysur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Íslensku áhorfendurnir voru hreint út sagt stórkostlegir í gær, sungu og trölluðu allan leikinn undir íslenskum tónum sem voru mikið spilaðir á leiknum. Teitið hélt áfram eftir leik þar sem Íslendingarnir söfnuðust saman á Monte Cristo-barnum. Þá stóð til að Eiríkur Hauksson tæki lagið en hann hafði lofað því ef Ísland myndi leggja Slóvaka. - hbg Stemning í Þrándheimi: Eiki tók lagið ÁFRAM ÍSLAND Eiríkur Hauksson var í stúkunni og tók lagið eftir leik. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Það var ekki hátt risið á Zoltan Heist, þjálfara Slóvaka, í gær og vonbrigðin voru mikil. „Þetta var ekki eðlilegur leikur hjá okkur. Þegar menn fréttu að Ólafur Stefánsson yrði ekki með Íslandi héldu strákarnir að þetta yrði eitthvað auðvelt en það var svo sannarlega ekki raunin,“ sagði Heist. „Við erum með ungt lið sem vantar stöðugleika. Það er meiri breidd í íslenska liðinu og við áttum ekki möguleika eftir fyrri hálfleikinn þó svo að menn hafi barist vel í þeim síðari.“ - hbg Þjálfari Slóvaka eftir leikinn: Vanmátu Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.