Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 39
ATVINNA
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 1911
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
4
06
07
0
1.
20
08
- Lifið heil
www.lyfja.is
Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og
boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því
að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er
starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði
þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi.
Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður.
Við leitum að sjálfstæðu,
skipulögðu og metnaðar-
fullu starfsfólki sem hefur
áhuga á að ganga til liðs
við framsækið og
spennandi fyrirtæki.
Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og drífandi starfsmanni í starf forstöðumanns Verslana-
og markaðssviðs. Á verslana- og markaðssviði eru 5 starfsmenn.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Yfirumsjón með daglegum rekstri verslana Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins, sölu- og
markaðsmálum, útliti verslana og vöruframsetningu.
Mótun markaðsstefnu, framkvæmd hennar og gerð sölu- og markaðsáætlana.
Yfirumsjón með innkaupum annarra vara en lyfseðilsskyldra lyfja og birgðastýring.
Eftirlit með að rekstur verslana Lyfju hf. sé samkvæmt áætlun og brugðist sé við frávikum.
Sýna frumkvæði að nýjungum í rekstri og leita leiða til hagræðingar.
Seta í framkvæmdastjórn Lyfju hf.
Menntun og hæfniskröfur
Háskólapróf á sviði viðskipta.
Menntun og/eða þekking í lyfjafræði er kostur.
Reynsla af rekstri er æskileg.
Reynsla og þekking á markaðsmálum.
Færni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna með ólíkum hópum fólks.
Öryggi í framkomu og geta til að halda kynningar á yfirvegaðan og skipulagðan hátt.
Góð yfirsýn yfir smásölumarkaðinn, reynsla á því sviði er æskileg.
Geta til að taka skjótar ákvarðanir.
Góð tölvukunnátta og gott vald á töluðu og rituðu máli.
Í boði er stjórnunarstarf hjá leiðandi fyrirtæki, starf sem hentar metnaðarfullum einstaklingi
sem vill ná árangri í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Hallur Guðjónsson, starfsmannasviði,
sími 530-3800, hallur@lyfja.is og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til hans.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk.
Forstöðumaður Verslana- og markaðssviðs
Gluggaútstillingar
í verslunum Zöru
í Smáralind og í
Kringlunni
Starfi ð felur í sér alla uppsetn-
ingu á búðargluggum í báðum
verslununum eftir fyrirfram
ákveðnum myndum og reglum
frá Inditex á Spáni.
Viðkomandi þarf að vera nákvæmur,
sjálfstæður, skipulagður, úrræðagóður
og sveigjanlegur.
Skilyrði er að viðkomandi tali mjög góða
ensku.
Áhugi á tísku og færni á verksviði stílista er
skilyrði.
Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2008.
Umsóknir sendist á netfangið
trausti@zara.is
Nánari upplýsingar veita Trausti Reynisson
framkvæmdastjóri Noron S. 6938000 og
Eyrún Dröfn Jónsdóttir verslunarstjóri í
síma 6938002