Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 92
32 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR sport@fretta- Kjartan Henry Finnbogason skrifaði undir þriggja ára samning við norska 1. deildar liðið Sandefjord í fyrradag eftir að hafa verið til reynslu hjá liðinu í stuttan tíma. „Þetta gerðist allt svo fljótt að ég er í smá sjokki yfir þessu. Ég kom til æfinga hjá liðinu á þriðju- dag og strax á fimmtudag var farið að tala um samning og ég skrifaði undir á föstudag. Ég var ekkert viss um að félagið væri til í að borga allar þær uppeldisbætur sem Glasgow Celtic fór fram á, en þetta fór allt á besta veg og gekk greiðlega fyrir sig,“ sagði Kjartan Henry sem hafði farið víða á reynslu eftir að hafa yfirgefið herbúðir Celtic. „Þetta er búið að vera langt sumar og ég gerði kannski smá mistök með því að vera að fara til jafn margra félaga og ég gerði. Ég var með hugann við Bristol City upphaflega en fór samt sem áður á reynslu í millitíðinni hjá Brann og Gautaborg og sagði þeim félögum að bíða þar sem ég ætl- aði að skoða dæmið með Bristol City fyrst. En þannig ganga hlutirnir vitanlega ekki fyrir sig í þessum heimi en ég lærði af því,“ sagði Kjart- an Henry sem er ánægður með að vera nú loksins búinn að ná lendingu í sínum málum. „Sandefjord var stofnað árið 1998 og er því mjög ungt félag sem var tvö tímabil í efstu deild í Noregi en féll í 1. deild á síðasta tímabili og er ákveðið að komast strax upp aftur. Ég er því mjög feginn að vera kominn í góðan og spennandi klúbb með flott markmið þar sem ég reikna með því að spila stórt hlutverk. Þess vegna fór ég nú frá Celtic á sínum tíma, þrátt fyrir að mér hafi verið boðinn samningur um að halda áfram hjá félaginu, þar sem ég sá því miður ekki fram á að fá mikið að spila með aðalliðinu þar. Mér fannst ég því þurfa að breyta til og gera eitthvað í mínum málum og ég hugsa að þetta sé rétta skrefið fyrir mig akkúrat núna,“ sagði Kjartan Henry að lokum. KJARTAN HENRY FINNBOGASON: SKRIFAÐI UNDIR SAMNING VIÐ NORSKA 1. DEILDAR FÉLAGIÐ SANDEFJORD Ég reikna með því að leika stórt hlutverk í liðinu Enska úrvalsdeildin Birmingham-Chelsea 0-1 0-1 Claudio Pizarro (79.). Blackburn-Middlesbrough 1-1 0-1 David Wheater (13.), 1-1 M. Derbyshire (75.). Fulham-Arsenal 0-3 0-1 Emmanuel Adebayor (19.), 0-2 Emmanuel Adebayor (38.), 0-3 Tomás Rosický (81.). Portsmouth-Derby 3-1 0-1 Lewin Nyatanga (4.), 1-1 Benjani (38.), 2-1 Benjani (42.), 3-1 Benjani (55.) Reading-Man. United 0-2 0-1 Wayne Rooney (77.), 0-2 C. Ronaldo (90.) Tottenham-Sunderland 2-0 1-0 Aaron Lennon (2.), 2-0 Robbie Keane (90.) Newcastle-Bolton 0-0 STAÐAN Í DEILDINNI Man. United 23 17 3 3 46-11 54 Arsenal 23 16 6 1 46-17 54 Chelsea 23 15 5 3 36-16 50 Liverpool 21 10 9 2 35-14 39 Everton 22 12 3 7 38-22 39 Aston Villa 22 11 6 5 40-28 39 Man. City 22 11 6 5 29-23 39 Portsmouth 23 10 7 6 34-23 37 Blackburn 23 10 7 6 31-30 37 West Ham 21 9 5 7 27-20 32 Tottenham 23 7 6 10 44-40 27 Newcastle 23 7 6 10 27-39 27 Middlesbr. 23 5 7 11 20-37 22 Reading 23 6 4 13 30-49 22 Bolton 23 5 6 12 24-34 21 Birmingham 23 5 5 13 23-34 20 Wigan 22 5 5 12 22-37 20 Sunderland 23 5 5 13 22-42 20 Fulham 23 2 9 12 23-42 15 Derby County 23 1 4 18 11-50 7 MARKAHÆSTIR Cristiano Ronaldo, Man. United 17 Emmanuel Adebayor, Arsenal 15 Benjani, Portsmouth 12 ÚRSLITIN Í GÆR Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Davos 119.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 23. febrúar–1. mars Skíðaferð til Sviss Express ferðir bjóða skíðaferð til Davos í svissnesku Ölpunum. Frábær aðstaða, brekkur við allra hæfi og fagurt umhverfi. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4 stjörnu hóteli og hálft fæði. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Það verða tíu erlendir keppendur sem taka þátt í alþjóðlegu boðsmóti, Reykjavík International, sem fram fer í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal milli 14.30 og 16.30 í dag. Mótið er liður í nýrri íþrótta- hátíð, Reykjavík International, þar sem um 2.000 íþróttamenn keppa í níu ólíkum íþróttagrein- um í Laugardalnum um helgina. Mótið er samstarfsverkefni Frjálsíþróttasambandsins og Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur. Tíu erlendum keppendum frá Noregi, Svíþjóð, Ungverjalandi og Marokkó hefur verið boðið á mótið og munu þeir etja kappi við okkar besta frjálsíþróttafólk í völdum greinum í spretthlaupum, grindahlaupi, langstökki og míluhlaupi. Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum: 60m, 60m grindahlaup, 200m, 400m, 800m, míluhlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp. - óój Reykjavík International 2008: Tíu erlendir keppendur með Á SPRETTINUM Það verður spennandi keppni í Laugardalshöllinni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Staða toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni breyttist ekkert eftir leiki gærdagsins, Manchest- er United er enn á toppnum með jafnmörg stig og Arsenal en betri markatölu og Chelsea er enn fjórum stigum á eftir. Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo tryggðu Manchester United 2-0 útisigur á Reading með mörkum á síðustu þrettán mínút- unum en Ívar Ingimarsson og félagar í vörn Reading höfðu náð að halda aftur af sóknarþunga United fram að því. Mark Rooney kom United yfir eftir frábæra sendingu Carlos Tevez en mark Ronaldo kom eftir hornspyrnu Reading og skyndisókn United þar sem Portúgalinn hljóp með boltann upp allan völlinn og skor- aði sitt 17. deildarmark á tíma- bilinu. Ívar Ingimarsson var búinn að eiga mjög góðan leik og hafði séð til þess að Wayne Rooney hafði varla sést í leiknum þegar hann slapp úr gæslu hans og skoraði. „Við gáfum allt okkar í leikinn en hæfileikar Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo voru of erfiðir að eiga við. Við áttum góða spretti í leiknum og þó að lokatölurnar líti út eins og dæmigerður 2-0 sigur þá var hann það ekki,“ sagði Steve Coppell, stjóri Reading, eftir leikinn. „Við fengum fullt af færum síð- asta þriðjung leiksins en vorum farnir að hafa áhyggjur þegar markið kom ekki. Reading á heið- ur skilinn fyrir að gefast aldrei upp og láta okkur hafa mikið fyrir þessum sigri,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir leikinn. Emmanuel Adebayor skoraði tvö fyrstu mörk Arsenal í 3-0 úti- sigri á nágrönnum sínum í Fulham og Tékkinn Tomás Rosický inn- siglaði síðan sigurinn í lokin. „Við stjórnuðum leiknum allar 90 mínúturnar og sigurinn var aldrei í hættu. Þetta var mjög góð endurkoma hjá mínum mönnum eftir jafnteflið við Birmingham í síðustu viku. Við gáfum nánast engin færi á okkur og skoruðum þrjú mörk á útivelli,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leikinn. Skallamark Claudio Pizarro eftir hornspyrnu á 79. mínútu tryggði Chelsea 1-0 útisigur á Birmingham. „Þetta var mikil- vægur sigur og við áttum hann skilið þótt við spiluðum ekki vel,“ sagði Avram Grant, stjóri Chel- sea. Tottenham hóf og endaði leikinn á mörkum en leikmenn Sunder- land töldu sig eiga meira skilið en að tapa 2-0 á White Hart Lane. „Það er ótrúlegt að við höfum ekk- ert fengið út úr þessum leik. Við komum til baka í seinni hálfleik en markvörðurinn þeirra varði ítrek- að frábærlega,” sagði Roy Keane, stjóri Sunderland, sem gagnrýndi jafnframt varnarleik sinna manna. Tottenham átti fyrri hálfleikinn en lenti í vandræðum í þeim seinni. Benjamin Mwaruwari, sem gengur jafnan undir nafninu Benj- ani, varð fyrsti leikmaðurinn í tvö ár til þess að skora tvær þrennur á sama tímabilinu þegar hann skor- aði öll mörk Portsmouth í 3-1 sigri á Derby. Annað mark Benjani kom eftir stoðsendingu frá Hermanni Hreiðarssyni. ooj@frettabladid.is Toppliðin unnu öll á útivelli í gær Efstu þrjú liðin unnu öll sína leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni þótt bæði Manchester United og Chel- sea hefðu þurft að bíða lengi eftir marki. Benjani skoraði sína aðra þrennu fyrir Portsmouth í vetur. ÍVAR Í BARÁTTUNNI Ívar Ingimarsson reynir hér að stopppa Carlos Tevez í gær. Ívar átti mjög góðan leik í vörn Reading. NORDICPHOTOS/GETTY > Grétar Rafn í byrjunarliði Bolton Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik með Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Grétar lék í stöðu hægri bakvarðar og hjálpaði Bolton-lið- inu að halda hreinu og ná í stig á útivelli gegn Newcastle. Það voru fleiri á vellinum í sínum fyrsta leik því Kevin Keegan stjórnaði þarna liði Newcastle í fyrsta sinn eftir að hafa tekið við stjórastöðu liðsins í þriðja sinn. FÓTBOLTI Kevin Keegan á allt annað en auðvelt verkefni fyrir höndum og það sást vel á hans fyrsta leik í markalausu jafntefli gegn Bolton á heimavelli í gær. Það eru aðeins fjórir dagar síðan Keegan tók við og stuðningsmenn félagsins bjuggust örugglega við miklum mun á liðinu en reyndin var önnur. Newcastle skapaði sér varla færi frekar en liðsmenn Bolton og úr varð steindautt markalaust jafntefli. Newcastle er þar með komið niður í 12. sæti og á enn eftir að skora deildarmark á árinu. „Það var mikilvæg eftirvænting í loftinu en Bolton spilaði skyn- saman og skipulagðan leik og við vorum ekki nægilega góðir til þess að leysa það. Við söknuðum margra leikmanna og við verðum betrim, sérstaklega þegar við höfum náð að auka breiddina í liðinu,“ sagði Kevin Keegan eftir leik. Gary Megson henti Grétari Rafni Steinssyni beint í byrjunar- lið Bolton og Grétar Rafn átti góðan leik, tók Damien Duff í bak- aríið sem endaði með því að Íran- um var skipt út af. Grétar Rafn er greinilega kominn til að vera í hægri bakverðinum í liðinu. - óój Fyrsti leikur Kevins Keegan með Newcastle í gær: Algjört markaleysi VELKOMINN Það var vel tekið á móti Kevin Keegan á St. James´s Park í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.