Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 74
MENNING 54 E ndurvinnsla er hug- tak sem skýtur upp kollinum á flestum stigum samfélags- legrar umræðu, og kannski var ívitnunarstefna póstmódernismans angi af þeirri umræðu. Nú skilst mér að takmörk séu fyrir því hve oft er hægt að endurnýta suma hluti; fróðir menn segja mér að eftir þrjá til fjóra umganga hafi til að mynda flestar gerðir pappírs til- hneigingu til að leysast upp í frumeindir sínar. Ég veit ekki hver þolmörkin eru þegar bækur eru annars vegar. Kannski má halda áfram að endurvinna sömu texta og myndir og setja á prent svo lengi sem einhverj- ir eru fyrir hendi til að kaupa afurðirnar. Þess vegna er enn ekki útséð um það hvort bókin Erró í tímaröð; Líf og list, eftir Danielle Kvaran kemur til með að gera í blóð- ið sitt fyrir útgefandann. Trú- lega hjálpar að gefa grafík- þrykk með bókinni, eins og Erró hefur gert af alkunnu örlæti. Vissulega er þetta ásjálegur annáll og auðflettanlegur, ýmiss konar útlitsvandi haganlega leystur af auglýs- ingastofunni Næst og Sigurð- ur Pálsson betri en enginn þegar kemur að því að yfir- færa tyrfna franska listfræði á íslensku. Og engu er logið um elju höfundar, sem virðist hafa fínkembt allar heimildir sem til eru um hinn ástsæla listamann, en þær eru legíó. Allt þetta hefur PBB rétti- lega tíundað í umsögn sinni hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Og hægt að taka undir ýmislegt annað sem hann segir um fálæti lands- manna um þennan einstaka listamann sem Erró er. Meðan ég man, væri ekki hægt að finna stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir veggmynd- ina sem fjarlægð var úr Kringlunni? Til gagns eða ógagns Engu að síður hlýtur íslensk- ur listunnandi, sem fylgst hefur með ferli Errós og gert sér far um að eignast helstu bækur um líf hans og list, að velta fyrir sér hvort svari kostnaði að bæta nýjum annál í safnið. Því fyrir eru nokkrar nýlegar bækur um listamann- inn á íslensku, þær eru langt í frá ófáanlegar, og innihalda megnið af því efni, bæði texta og myndir, sem finna má í annálnum. Hér á ég t.d. við doðrant Marcs Augé (1994), risastóran „katalóg“ Erró- safnsins í Listasafni Reykja- víkur (1998) og bók L.R. um Erró frá 2001. Einnig er auð- velt að komast yfir glæsileg- an katalóg Jeu de Paume- safnsins vegna sýningar Errós í París árið 2000, þar sem er að finna styttri útgáfu af títtnefndum annál Danielle Kvaran um listamanninn. Það efni sem höfundur hefur sjálf lagt í púkkið verð- ur tæplega til þess að auka á heimildagildi annálsins fram yfir þau ritverk sem hér hafa verið nefnd. Það felst aðal- lega í bréfum sem nokkrir franskir gagnrýnendur og franskir vinir listamannsins hafa skrifað höfundi til birt- ingar, og upplýsingum sem eru á mörkum þess að vera smásmugulegar. Er til dæmis nauðsynlegt að vita af því að ein grafíkmynd eftir Erró hafi ratað á tiltekna bók á því herrans ári 1964? Ekki verður heldur séð hvernig þessi annáll getur gagnast áhugafólki sem ekki hefur aðgang að öðrum bókum um listamanninn. Þeir sem ein- ungis hafa áhuga á myndum hans verða sér vísast úti um eldri bækurnar með sínum stóru litprentunum. Þeir sem vilja kynna sér ýmsa listheim- speki og umfjallanir um lista- manninn á alvarlegum nótum velja sér frumheimildir þar sem textar eru birtir í heild sinni, en ekki í bútum. Og þeir sem langar að lesa um ævi listamannsins í stærra sam- hengi eru örugglega ekki á höttunum eftir upptalningu staðreynda og nafnaskrá. Um áreiðanleika annála Nú er annáll í eðli sínu jafn brigðull texti og hin svokall- aða „túlkandi ævisaga“. Hins vegar gefur lesandinn sér að höfundur ævisögunnar velji úr staðreyndum og túlki þær eftir eigin höfði – til þess hefur hann bessa- og skálda- leyfi – en annálaritarinn, sá sem gefur sig út fyrir að draga einungis saman staðreyndir, ávinnur sér sjálfkrafa óskor- að traust lesandans. Við trúum því sem sagt að minnist ann- álaritarinn ekki á eitthvað, hafi það einfaldlega ekki gerst. Sennilega er þetta sál- fræðilegt fyrirbæri. Því segi ég þetta, að ekki er hægt að ráða annað af annál Danielle Kvaran, þar sem dregin er saman margháttuð umfjöllun um verk Errós í hart- nær hálfa öld, að ekki hafi Íslendingur brotið til mergjar verk listamannsins af skyn- samlegu viti, eins og sagt er, fyrr en 1986, þegar maður að nafni Gunnar B. Kvaran fylgir úr hlaði sýningu hans á Tvíær- ingnum í Feneyjum. Og þá undanskil ég ýmisleg viðbrögð blaðamanna og gagnrýnenda við verkum Errós í íslenskum dagblöðum fyrstu árin heima á Íslandi, þegar fáar aðrar prentheimildir voru fyrir hendi. Nú er auðvitað eðlilegt að fyrst verið er að halda til haga fræðilegum greinum um lista- manninn í svona annál, þá fari mest fyrir framlagi erlendra, fyrst og fremst franskra, list- fræðinga og listgagnrýnenda. Erró hefur jú búið og starfað úti í Frans í hartnær hálfa öld; og þar hafa góðir menn á borð við Alain Jouffroy, Pierre Till- man og Jean-Jacques Lebel verið óþreytandi að fjalla um verk hans og kynna þau fyrir umheiminum. En að gefa í skyn með þögn- inni að allan þennan tíma, ég tala nú ekki um eftir að lista- maðurinn hóf aftur að sýna reglulega á Íslandi á áttunda áratugnum, hafi enginn íslensk- ur listspekúlant, ekki Bragi Ásgeirsson, Matthías Johann- essen, Eiríkur Þorláksson, Hannes Sigurðsson, sá sem þetta skrifar og sjálfsagt fleiri, haft uppi nógu marktækar skoðanir á myndlist Errós til að vera tækar á bók, verður til þess að draga verulega úr heimildargildi annálsins, a.m.k. fyrir lesendur hér uppi á Íslandi. Ekki veit ég hvort þessa ávöntun ber að skrifa á fáfræði eða hroka höfundar. Að lokum eitt innslag af persónulegum toga. Fyrir nokkrum árum ritaði undir- ritaður ævisögu Errós í náinni samvinnu við listamanninn. Í þessa ævisögu vitnar Dani- elle Kvaran nokkrum sinnum beinum orðum, a.m.k. einu sinni í löngu máli, og allt í lagi með það. Oftar endursegir hún ýmsar upplýsingar sem birtust fyrst í þessari ævi- sögu. Ekkert er heldur við það að athuga. Hins vegar er sérkennilegt, að þegar höfundur þakkar með nafni öllum höfundum „sem vitnað er til í þessari krónólógíu og ennfremur öllum sem hafa komið með sitt innlegg með einum eða öðrum hætti“, þá á hún engar þakkir afgangs til handa höf- undi áðurnefndrar ævisögu. Hér er sniðgengin það sem í fræðasamfélaginu er nefnd „fagleg háttvísi“ og kostar ekki neitt. ENDURVINNSLAN Á ERRÓ Erró – í tímaröð eftir Danielle Kvaran kom út síðla árs 2007. Erró er staddur hér á landi og áritaði í gær eintök af bókinni fyrir áhugasama en fyrstu kaupendur verksins fengu grafíkverk í kaupbæti. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er höfundur fjölda rita um íslenska myndlist og hönnun. Nýleg verk hans eru Lifandi silfrið – um skartgripi Ásdísar Sveinsdóttur Thor- oddsen og Mikines, en fram undan er stórsýning á verkum færeyska meistarans í Listasafni Reykjavíkur sem Aðalsteinn stjórnar. Ný bók Danielle Kvaran um feril Errós hefur vakið nokkra aðdáun, en Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð- ingur og höfundur ævisögu listamanns- ins sem kom út 1982, hefur athuga- semdir við verkið. MYNDLIST AÐALSTEINN INGÓLFSSON Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15, 101 Reykjavik Sími 545 1400, www.thjodmenning.is Veitingar á virkum dögum. Sýningar - leiðsögn - verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Leiðsögn á íslensku um handritasýninguna í hádeginu kl. 12.10 á fi mmtudögum. Leiðsögn á ensku um handrita- sýninguna kl. 15.30 á mánudögum og föstudögum. Í versluninni: Myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur – Sameign. Opinber rými. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Handan um höf – Helgi Hálfdanarson Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir Ferðalok – Jónas Hallgrímson 1807–1845 Surtsey – jörð úr ægi SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.