Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 13 UMRÆÐAN Framsóknarflokkurinn Bókin um Guðna fyrr-verandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústs- sonar og harðri lífsbar- áttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftar- legu átök í Framsóknarflokkn- um. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokks- ins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem for- maður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýð- ræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við for- mennsku í Framsókn þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undar- legt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknar- flokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við for- mennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formað- ur. (Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðis- reglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni úti í bæ til þess að taka við for- mennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennsk- unnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðs- son valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel, að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón- ína Bjartmarz. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi for- maður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftar- legum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki for- mannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabarátt- unni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórn- málaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þótt einhver sé kosinn for- maður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. For- maður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. For- maður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokks- þing og flokksstjórnir og flokks- félögin, sem eiga að marka stefn- una og ákveða hana. Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni, af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur. UMRÆÐAN Sjávarútvegsmál Er ekki bara allt í góðu? Sjávarút- vegsráðherra vor held- ur áfram að fegra allt þetta kerfi með öllum tiltækum ráðum og er trúr sínum mönnum og skopast að staðreynd- um frá þeim sem bera hag fólksins í landinu fyrir brjósti og afkomenda þeirra. Þetta er sama orðalagið og fyrr- um formaður LÍÚ viðhafði. Aldrei hafa verið færðar nokkr- ar sönnur á þetta. T.d. brottkast, hvað ætli dæmin séu mörg í dag þegar árið 2008 er að byrja. Ætli fyrrum formaður LÍÚ sé nokkuð að hugsa um þessa hluti í dag, mörgum árum seinna og mýmörgum dæmum um hluti sem hann fullyrti að ættu sér ekki stað og öllum byggðarlögum sem lepja dauðann úr skel og eiga sér ekki uppreisnar von. Einn albesti stuðn- ingsmaður þessa kerfis fyrir utan Hannes Hólmstein er Illugi Gunnarsson. Greinarhöf- undur þurfti að marglesa grein eftir hann til að skilja hana og sjá hvað hún er fjandsamleg. Leyfi mér að vitna í grein hans. „Aðalatriðið er að nýting nátt- úruauðlinda sem byggð er á séreignarétti er líklegust til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar bæði í bráð og lengd. Séreignaréttur- inn og hvernig hann myndaðist er hornsteinn frjálslyndra stjórnmálaskoðana. Fyrir okkur sjálfstæðismenn er það grund- vallaratriði að ekki sé grafið undan þeim gildum sem sér- eignarétturinn hvílir á.“ Hver fann upp séreignarétt- inn á undan Illuga? Spyr sá sem ekki veit. Skerðing er grafalvarleg. Fólki er sagt upp vinnu, þetta gerist ofaná það sem undan er gengið, kvóti seldur burtu og þessar gríðarlegu upphæðir fara í reiðhallir og aðrar hallir, bara að nefna það. Skyldu þeir sem skerðast, sem eru jú allir kvótahafar, minnka útleigu á heimildum sem þessu nemur t.d. svo fólk héldi vinnunni á heimaslóð. 50% reglan hlýtur að skerðast sem þessu nemur og svo hlýtur veðhæfi að minnka. Hvernig ætli sé tekið á því. Sennilega ekkert mál, nóg er af ranghölum og skúmaskot- um í þessu kerfi til að hagræða. Forstjóri einnar stærstu útgerð- ar landsins kemur helst ekki í fjölmiðil nema að kvarta yfir óöryggi og vill fá vinnufrið. Gæti verið að sá hinn sami hafi notið góðs af þessu kerfi og það styrkt hann og flýtt fyrir útrás? Nei það er ekki hann sem hefur búið við óöryggi heldur er það fólkið úti um allt land sem veit ekki hvort kvótinn er farinn á morgun og einhverjir verða svo ríkir að það vefst fyrir þeim hvað eigi að gera við þessi ósköp. Mótvægisaðgerðir verða aldrei nema kák ef ekki er tekið á vandanum og hann er öllum ljós fyrir löngu síðan og líka sjávarútvegsráðherra en eins og kemur fram í grein Illuga er hann klemmdur af því sem Sjálfstæðisflokkurinn vill. Þó þörfin hafi verið brýn að breyta þessu kerfi og henda því út í hafsauga fyrir löngu er núna nauðsyn. En nú er lag reyndar vegna náttúrulegra aðstæðna sem koma til hjálpar og það er vel. 100% veiðiskylda er lífs- nauðsynleg nú þegar. Þar með er leigubraskið liðin tíð, mesti skandall Íslandssögunnar, og næst kemur framsalið sem hefur þrifist vel og skal engan undra. Með 100% veiðiskyldu kemur algjört bann við fram- sali og skila inn ef ekki tekst að veiða, í staðinn fyrir að geyma á milli ára. Sem verður að telj- ast með ólíkindum þegar litið er til landsbyggðarinnar þar sem enginn má veiða nema að leigja af sægreifa sem er að leika sér einhversstaðar. Ekki þarf að hafa áhyggjur af bönkunum. Þeirra gróði er að mestum hluta erlendis og svo er bara hægt að reikna þetta sem tap. Já, vel á minnst. Hvernig kemur þetta við bankana, skerðingin. Grein- arhöfundur veit hvað það þýðir ef veðhæfi er lélegt sem er við- varandi úti á landi. Meginorsök- in er vegna leigu og framsals á veiðiheimildum. Mesti skandall eins og áður sagði, ekkert gengið eftir sem lagt var upp með en komin auð- stétt sem veit varla aura sinna tal, þetta er árangurinn. Greinar- höfundur fór á fund þegar menn riðu um héruð, kynntu og dásömuðu þetta kerfi og var skýrt tekið fram að það er alltaf hægt að breyta. Svo mörg voru þau orð. En það hefur ekki geng- ið eftir, þess vegna er vandinn svona stór. Það þarf að taka hart á því þegar augljós skemmdar- verk hafa verið unnin á lífskjörum fólks og framtíðar- draumum. Kalla þarf menn til ábyrgðar rétt eins og í nágranna- löndum okkar og víðar og að þeir sýni iðrun sem er hægt að taka trúanlega. Flýtimeðferð á uppreisn æru á ekki að þekkj- ast. Eins og áður segir nú er lag, bankarnir halda að sér höndum, svo er sagt a.m.k. Oft er þörf en nú er bráð nauðsyn að breyta svo það nýtist öllum, ekki fámennum hópi. Höfundur er bílstjóri. JÓNAS SKAFTASON Fiskveiðistjórnun, skerðing og mótvægisaðgerðir BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Heiftarleg átök í Framsókn Frásögn Guðna af valda- baráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringja- ræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.