Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 58
ATVINNA 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR38 Einar Skúlason hefur sinnt starfi framkvæmda- stjóra Alþjóðahússins í Reykjavík síðastliðin tæp fimm ár. „Starfið mitt gengur út á að stýra daglegu starfi Al- þjóðahússins og sjá til þess að starfsemin sé í sam- ræmi við vilja stjórnarinn- ar. Standa við þá samninga sem við höfum gert við sam- starfsaðila og stjórna þess- um tuttugu starfsmönnum sem starfa hér ásamt um 240 verktökum,“ segir Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins. Einar er með BA-gráðu í stjórn- málafræði auk þess sem hann lauk MBA-námi frá Edinborgarháskóla í Skot- landi skömmu áður en hann tók við starfinu árið 2003. Alþjóðahúsið er einka- hlutafélag og sjálfseignar- stofnun. Húsið er í senn upplýsingamiðstöð og mál- svari fyrir innflytjendur, jafnframt sem veittar eru upplýsingar um málefni inn- flytjenda. „Við erum með tvo ráðgjafa í fullu starfi auk lögfræðings sem veitir innflytjendum upplýsingar og aðstoð við ýmis mál,“ út- skýrir Einar, og segir frum- kvæðið að stofnun húss- ins hafa komið frá Reykja- víkurborg. „Borgin rak á sínum tíma nýbúamiðstöð í Skerjafirði sem var undir Íþrótta- og tómstundaráði. Síðan vildu menn víkka út starfsemina og þá komu inn sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu: Kópavogur Hafnarfjörður, Seltjarnar- nes og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Ríkið var einnig með í undirbún- ingsferlinu en dró sig út og síðan stofnaði félagsmála- ráðuneytið Fjölmenningar- setur á Ísafirði í staðinn. Hins vegar kom ríkið að Al- þjóðahúsinu í fyrsta sinn í fyrra. Þá fengu við örlítið af fjárlögum og gerðum samn- ing við félagsmálaráðuneyt- ið,“ segir Einar. Týpískur dagur hjá Ein- ari snýst mikið um fundar- hald, bæði innanhúss og utan. „Innanhúsfundirnir snúast til dæmis um starfs- mannamál og þau verkefni sem við erum með í gangi hverju sinni. Utanhúsfund- irnir eru síðan um ýmis sam- starfsverkefni, stefnumótun og upplýsingamiðlun. Þetta er umsvifamikil starfsemi og heilmikið umstang bæði varðandi rekstur og starfs- mannahald. Síðan er þetta mikil pólitík og hugmynda- fræði. Þess vegna er líka mikilvægt að átta sig á því hvað er að gerast í samfélag- inu hverju sinni,“ segir Einar og bætir við: „Samfélagsleg verkefni eru það skemmti- legasta við starfið. Og ég vildi að ég hefði meiri tíma til þess að velta fyrir mér hvað er að gerast, sjá fyrir ákveðna þróun og reyna að hafa jákvæð áhrif á mál inn- flytjenda á Íslandi. Enda er margt sem þarf að breyta til að ná jöfnum rétti,“ útskýrir Einar og segir það leiðinleg- asta við starfið að hafa ekki nægilegt fjármagn. „Það versta er að geta ekki fram- kvæmt allar þær góðu hug- myndir sem rata inn á borð til mín og þurfa sífellt að vera stífur í peningamálum og halda aftur, til að rekstur- inn gangi upp.“ Alþjóðahúsið er að sögn Einars fjármagnað með 25 prósenta framlagi frá ríki og sveitarfélögum sem eru í samstarfi við húsið. Rest- inni er sjálfaflað með sölu á þjónustu á borð við nám- skeiðahald og túlkaþjónustu. „Við túlkum á 60 tungumál- um og ráðum til þess verk- taka og tökum umboðslaun. Síðan erum við með ýmis námskeið, meðal annars ís- lenskunámskeið fyrir útlend- inga og námskeið fyrir fyr- irtæki og stofnanir um fjöl- menningarleg samskipti sem við sérsníðum að starfsemi hvers og eins,“ segir Einar sem er á leið til Danmerkur eftir helgi í spennandi erinda- gjörðum. „Fram undan er fundur hjá nýskipaðri nefnd með fulltrúum allra Norður- landanna. Þessi nefnd mun síðan veita norræna menn- ingarsjóðnum ráðgjöf um hvernig nálgast megi betur nýja íbúa Norðurlandanna og það verður spennandi að sjá hvað kemur fram á þess- um fundi,“ segir Einar. rh@frettabladid.is Í spennandi erindagjörðum Einar Skúlason segir að sér finnist samfélagsleg verkefni skemmti- legust. 0 ÍS LE N SK A S IA .I S L Y F 4 06 07 0 1. 20 08 - Lifið heil www.lyfja.is Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðar- fullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki. Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og drífandi starfsmanni í starf forstöðumanns Verslana- og markaðssviðs. Á verslana- og markaðssviði eru 5 starfsmenn. Starfs- og ábyrgðarsvið Yfirumsjón með daglegum rekstri verslana Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins, sölu- og markaðsmálum, útliti verslana og vöruframsetningu. Mótun markaðsstefnu, framkvæmd hennar og gerð sölu- og markaðsáætlana. Yfirumsjón með innkaupum annarra vara en lyfseðilsskyldra lyfja og birgðastýring. Eftirlit með að rekstur verslana Lyfju hf. sé samkvæmt áætlun og brugðist sé við frávikum. Sýna frumkvæði að nýjungum í rekstri og leita leiða til hagræðingar. Seta í framkvæmdastjórn Lyfju hf. Menntun og hæfniskröfur Háskólapróf á sviði viðskipta. Menntun og/eða þekking í lyfjafræði er kostur. Reynsla af rekstri er æskileg. Reynsla og þekking á markaðsmálum. Færni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna með ólíkum hópum fólks. Öryggi í framkomu og geta til að halda kynningar á yfirvegaðan og skipulagðan hátt. Góð yfirsýn yfir smásölumarkaðinn, reynsla á því sviði er æskileg. Geta til að taka skjótar ákvarðanir. Góð tölvukunnátta og gott vald á töluðu og rituðu máli. Í boði er stjórnunarstarf hjá leiðandi fyrirtæki, starf sem hentar metnaðarfullum einstaklingi sem vill ná árangri í starfi. Nánari upplýsingar veitir Hallur Guðjónsson, starfsmannasviði, sími 530-3800, hallur@lyfja.is og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til hans. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Forstöðumaður Verslana- og markaðssviðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.