Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 98
38 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er alveg rosalega stolt af stráknum mínum og ég horfi alltaf á þættina hans. Hann hefur náð afskaplega langt í sínu fagi og ég var eiginlega allt- af klár á því að honum myndi takast það enda er hann mjög fylginn sér.“ Sigríður Lúthersdóttir er móðir Egils Arnar Egilssonar, Eagle Egilsson, sem var til- nefndur annað árið í röð til ASC-fagverð- launanna í Bandaríkjunum. Egill vinnur við gerð þáttanna CSI: Miami. „Um upphæðir vil ég ekki upplýsa en bróðurparturinn rennur til Stefáns Mána en Forlagið fær sín umboðs- laun,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu. Við upphaf bókasýningarinnar í Frankfurt síðastliðið haust tryggði bókaforlagið þýska Ullstein sér bókina Skipið eftir Stefán Mána á undan öllum öðrum með forkaupstil- boði á útgáfuréttinum. En að sögn Jóhanns Páls voru það ekki bara þýskir útgefendur sem hrifust af bókinni, í Frakklandi var áhuginn gífurlegur og að lokum varð að efna til uppboðs um útgáfuréttinn. Eftir sviptingar var það hið kunna forlag Gallimard sem hreppti hnossið. Nú í vikunni var svo gengið frá útgáfu- samningi við sænska forlagið Albert Bonnier, en áður hafði útgáfurisinn Gyldendal keypt útgáfurétt í Dan- mörku og forlagið Motto í Tékklandi. „Það er ævinlega svo að þegar fleiri útgefendur bítast um útgáfurétt bóka og þær fara á uppboð þá leiðir það til betri samnings og hærri fyrirfram- greiðslna,“ segir Jóhann Páll spurður nánar út í hvort þetta kapp útgefenda ytra hljóti ekki að gefa væna fúlgu í aðra hönd. Jóhann vill sem minnst um það segja. Hann segir öllu skipta að útgefandinn sé öflugur og fær um að gefa viðkomandi bók út með faglegum hætti. „Enginn franskur útgefandi ætti að vera í betri aðstöðu en Gallimard til þess enda virtasti útgefandi í Frakklandi og áhugi þeirra á Skipinu gríðarlegur. Það tryggir að þeir muni halda bókinni vel fram og leggja sig fram um kynninguna.“ Um hvort þessi velgengni Stefáns Mána komi útgefandanum reynda á óvart segist hann ekki geta sagt það. „Þó að ég standi ávallt tveimur fótum á jörðinni þegar kemur að útrás og heimsfrægð enda engu að treysta í því sambandi og það þarf að fara saman góð bók, heppni og vönduð kynning erlendis ef allt á að ganga upp. Stefán Máni er að mínu viti fram- úrskarandi höfundur og gríðarlega öflugur þannig að ég hef metið það svo frá upphafi að hann ætti mikla möguleika á erlendum bókamarkaði og það er sannarlega gaman að sjá að sú trú var ekki út í bláinn.“ Stefán Máni er að leggja síðustu hönd á nýja bók og skilar handriti í mars. Jóhann Páll segir ekki tímabært að upplýsa um efni hennar en segir „Mánann“ ekki hafa slegið slöku við síðan Skipið kom út. „Og mun sýna það og sanna að hann er einhver kraft- mesti höfundur þjóðarinnar í dag.“ jakob@frettabladid.is JÓHANN PÁLL: EVRÓPSK STÓRFORLÖG KAUPA SKIPIÐ Heimsfrægð blasir við Stefáni Mána STEFÁN MÁNI Útgáfusamningar eru fyrirliggjandi við Ullstein, Gallimard, Albert Bonnier, Gyldendal og Motto. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓHANN PÁLL Máninn er gríðar- lega öflugur og á mikla mögu- leika á erlendum bókamarkaði. „Kvikmyndahandrit og eftirherm- ur… jájá, það er bara allt að frétta,“ segir hinn snjalli söngvari Karl Örvarsson – Kalli Örvars. En hann hefur nú skrifað kvikmynda- handrit sem kvikmyndaframleið- endur hafa sýnt áhuga. „Þessu laust niður í hausinn á mér á sínum tíma. Ég vaknaði einn morguninn skellihlæjandi vegna bíómyndar sem ég var að horfa á í draumi. Meira að horfa á fremur en að taka þátt í. Konan spurði mig hvers vegna ég væri hlæjandi og ég sagði sem var: Nú, út af mynd- inni sem ég var að horfa á.“ Kvikmyndin lifði skýr í kolli Kalla og í fyrra, á þessum dimmu drungalegu vetrarmánuðum, fékk Kalli brjósklos. Gat ekki sinnt vinnu en ákvað að taka sig til og skrifa handritið upp. „Svo meldaði ég mig við ein- hverja mógúla. En þetta er allt í þróun og bígerð – engar endanleg- ar niðurstöður um hvert þetta fer nákvæmlega. En viðbrögðin eru mjög góð. Mönnum virðist full alvara með að þetta geti orðið að mynd í fullri lengd með tíð og tíma.“ Handritið fjallar um íslenska smákrimma en Kalli telur kveikjuna að draumnum þá þegar hann las um að einhver krimminn hefði brotist inn en löggan ekki þurft að hafa mikið fyrir því að finna hinn seka – rakti förin í snjónum beint heim til viðkom- andi. „Það er svo lágur standardinn á íslenskum glæpamönnum. En félagarnir tveir sem myndin fjall- ar um fara í helgarferð til Bret- lands þar sem þeir hitta alvöru glæpamenn af gamla skólanum. Þetta verður svo til þess að þeir koma til Íslands og halda nám- skeið fyrir íslenska krimma. Vilja hækka standardinn. Hvað er það sem við þurfum? Jú, gott kúbein. Og svo framvegis. Svo eru töflu- fundir í skemmu uppi á Höfða. Sýnd gröf yfir árangur breskra glæpamanna,“ segir Kalli og telur sig þegar vera búinn að kjafta af sér um of af þessari kvikmynd sem hann dreymdi og íslenskir bíóhúsagestir fá vonandi að líta hið fyrsta. - jbg Dreymdi heila bíómynd KARL ÖRVARSSON Hefur skrifað kvik- myndahandrit samkvæmt forskrift úr draumalandinu. Trommarinn Jóhann Bachmann, sem oftar en ekki er kenndur við Skítamóral, á von á barni með kærustu sinni, Írisi Aðalsteins- dóttur. Parið kynntist í Kaup- mannahöfn á síðasta ári, en Hanni dvaldist í Danmörku bróðurpart- inn af síðasta ári, eftir að hann fluttist þangað ásamt bróður sínum, Haraldi Bachmann. Þegar hann snéri heim var Íris með í för. „Þetta er fyrsta barnið okkar saman, en við eigum bæði börn fyrir. Það er auðvitað mikil spenna og rosaleg hamingja með þetta á heimilinu,“ segir Hanni kátur. Hann á fyrir dótturina Emblu Dögg, sem verður tíu ára í sumar, en Íris á soninn Tristan Breka, sem er að verða fimm ára. „Það er ágætt að hafa þetta svona, á fimm ára fresti,“ segir Hanni og hlær við. Erfinginn er væntanlegur í heiminn í júlí, en Hanni segir þau Írisi ekki hafa fengið að vita neitt um kyn ennþá. Hanni hefur snúið aftur til starfa í Rafkaupum, þar sem hann hefur áður unnið, en til stóð að hann færi í ljósahönnunarnám í Danmörku. „Við frestuðum því og komum heim í staðinn. En ég vinn við að selja og hanna lýsingar í hús. Við erum með tvo ljósahönnuði hérna sem ég er að læra af,“ útskýrir Hanni. - sun Hanni pabbi í annað sinn MIKIL HAMINGJA Hanni Bachmann og kærasta hans, Íris Aðalsteins- dóttir, eiga von á fyrsta barni sínu saman í sumar. Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 Allt á sinn stað ... © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 2.870,- ANTONIUS geymslulausnir B44xD54, H70 cm ... í þvottahúsinu Hvað er að frétta? Ég er að æfa í Höllu og Kára sem er nýtt íslenskt verk eftir Hávar Sigurjónsson sem við ætlum að frumsýna í Hafnarfjarðarleik- húsinu næsta laugardagskvöld. Augnlitur: Mógrænn. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Góðir. Hvaðan ertu? Borin og barnfædd í Þingholtunum. Ertu hjátrúarfull? Já, svona í hófi held ég. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Forbrydelsen, ekki séns að ég missi af einum þætti. Uppáhaldsmatur: Franskur matur slær allt út, þeir gera einföldustu máltíð að veislu. Fallegasti staðurinn: Einu sinni fór ég til Capri. Þar er fallegt. iPod eða geislaspilari: Hvorugt, held fast í vinyl- inn. Hvað er skemmtilegast? Að leika á móti Erling Jóhannessyni... hann drepur mig úr hlátri. Hvað er leiðinlegast? Að rífast. Helsti veikleiki: Hárið á mér er hlandgult á litinn í augnablikinu. Helsti kostur: Hvað hárið á mér vex hratt. Helsta afrek: Dóttir mín. Mestu vonbrigðin: Að hafa hætt í ballettinum... var bara sex ára og vildi fá táskó strax. Hver er draumurinn? Að fara til Suður-Frakklands í sumar og sleikja sólina... dásemd. Hver er fyndnastur/fyndnust? Ég á miða á Ladda í kvöld. Hann er snillingur! Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hóflaus neysla og einstaklingshyggja landans. Hvað er mikilvægast? Að tapa ekki sjálfum sér. HIN HLIÐIN VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR LEIKKONA Franskur matur slær allt út 5.10.77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.