Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 82
22 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR E nginn bar eða skemmti- staður hefur öðlast jafnmikla frægð á erlendri grund eins og hinn litli og sóðalega sjarmerandi Sirkus á Klapparstíg. Fyrir heimamenn hefur hann náð „költ“ status og hefur verið helgidómur síðustu árin fyrir tónlistarmenn, tískuhönnuði, listamenn, rithöfunda og forvitna ferðamenn. Utandyra er þetta lítið hrörlegt hús málað glaðlegum litum og innandyra eru gömul borð og stólar, jólaseríur, plaköt og alls kyns glingur. Allt frá því að Sirkus breyttist úr litlum frönskum vínbar og var keyptur af Sigríði Guðlaugs- dóttur, betur þekktri sem Siggu Boston, í lok tíunda áratugarins virkaði hann sem segull á skapandi fólk í 101 Reykjavík og tók við af Kaffibarnum sem villtasti nætur- klúbbur borgarinnar. Á nokkrum sveittum fermetrum dönsuðu og drukku tugir manns sem skapaði það andrúmsloft sem ferðamenn kölluðu „hið brjálaða hjarta Reykja- víkur“. Fræg andlit og fastagestir settu sitt mark á staðinn. Þekktir erlendir tónlistarmenn voru tíð sjón við barborðið, til að mynda Raveonettes, Blonde Redhead og Anton New- combe úr Brian Jonestown Massacre. Innlendar hljómsveitir eins og GusGus, Singapore Sling, Trabant og Sigur Rós gerðu staðinn að sínum. Björk þeytti ósjaldan skífum, hélt áramótapartí og tók upp myndband með Spike Jonze á Sirkus. Sirkus var reyndar nefndur Boston af fastagestum eftir eiganda barsins þar til að hinn raunverulegi Boston var opnaður á Laugavegi. Á ári hverju komu hótanir um að það yrði að loka vegna brunahættu eða annarra ástæðna, og brann meira að segja að einhverju leyti fyrir tveimur árum. En Sirkus átti sín níu líf og hélst ótrauður opinn hvað sem á dundi. Í garðinum myndaðist skemmtileg stemning á sumrin þar sem rokkbönd spiluðu eða fatamark- aðir gæddu götuna lífi. Það fannst ekki sú umfjöllun um Ísland á erlendri grund þar sem ekki var talað um Sirkus, „skrýtnasta, skrautlegasta og frumlegasta bar“ sem fólk hafði augum litið. „Því miður mun þessi menningarkimi okkar hverfa,“ segir Sigga Boston. „En það er borgin sem ræður þessu.“ Undirskriftalisti liggur frammi á þessum síðustu dögum Sirkuss þar sem velunnarar geta gert síðustu tilraun um að bjarga barnum frá borgarskipulaginu, og stórskemmti- leg tónleikadagskrá mun eiga sér stað þessar síðustu vikur sem enginn má missa af. Besti bar Reykjavíkur rifinn? Sirkus á Klapparstígnum lokar alfarið dyrum sínum í byrjun febrúar en í hans stað á að reisa verslunarhúsnæði og bílastæði. Anna Margrét Björnsson minnist hinnar frægu stemningar sem hefur ríkt á staðnum, stemningar sem verður sárt saknað ef fram- kvæmdir ganga sem horfir. Myndir eftir Jóa Kjartans. Því miður þá mun þessi menningar- kimi okkar hverfa. En það er borgin sem ræður þessu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.