Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 11
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Ein göngu er tek ið á móti efni
sem sent er frá Skoð ana síð unni
á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein-
ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni
birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða
í báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
M
AD
R
ID
BARCELO
NA
PARÍS
LONDON
MANCHESTER
GLASGOW
MÍLANÓ
AMSTERDAM
MÜNCHEN
FRANKFURT
BERLÍN
KAUPMANNAHÖFN
BERGEN
GAUTABORG
OSLÓ
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
HA
LIF
AX
BO
ST
ONORL
AND
O
MINNE
APOLIS –
ST. PAUL
TORO
NTO
NE
W Y
OR
K
REYKJAVÍK
AKUREYRI
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
99
77
0
1
/0
8
4. dagur – 4. útkall
Halifax á Hagkaupsverði
Kauptu miða á www.icelandair.is í
dag eða í verslunum Hagkaupa í
Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind
eða á Akureyri.
50 FERÐAVINNINGAR
Allir kassastrimlar eru happdrættis-
miðar. Neðst á strimlinum er 7 stafa
númer. Þú ferð inn á www.icelandair.is
og slærð þar inn númerið og færð
samstundis svar við því hvort þú hafir
dottið í lukkupottinn.
Hafið sætisólarnar spenntar
Við kynnum 24 spennandi áfangastaði
Icelandair árið 2008, helgarferðir,
sumarævintýri og sérferðir.
Nýr ferðabæklingur Icelandair,
Mín borg, liggur frammi í öllum
verslunum Hagkaupa.
Þetta er verslunarstjórinn sem talar
Full búð af spennandi Duty Free
tilboðum. Duty Free tilboð á sælgæti
og fleiru.
Ferðadagar
Icelandair
og Hagkaupa
frá 17.–27. jan.
Halifax
Hvert viltu fara?
á 15% afslætti í dag*
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is
* Í dag, 20. janúar, bjóðum við 15% afslátt af öllum fargjöldum á Best Price
og Economy fargjaldaflokkum til Halifax. Ferðatímabil er til og með 31. desember 2008.
Hvar í flokki sem við stöndum, hvar í mannvirðingarstigan-
um sem við erum, þá vona ég að
við getum öll verið sammála um
að flokkspólitískar mannaráðn-
ingar, úthlutun takmarkaðra
gæða, vinagreiðar og mismunun,
byggð á sérgæsku, klíkuskap eða
geðþótta koma ekki aðeins óorði á
stjórnmálin, heldur eru slíkar
ráðningar brot á mannréttindum.
Þær eru leifarnar og arfurinn frá
því spillta gerræði sem tíðkaðist
hér á landi um ár og aldir. Meðan
við vorum ennþá bananalýðveldi.
Jú, jú, það hefur vissulega
dregið úr klíkuskapnum við ráðn-
ingar í opinber embætti. En því
miður, verð ég að segja, gerist það
enn að stjórnvöld eru ásökuð um
að beita slíkum vinnubrögðum.
Og mér finnst það skinhelgi ráða-
manna, þegar þeir neita því, blá-
saklausir í framan, að vinatengsl
eða pólitík hafi nokkuð með það
að gera, hverjum þeir veita störf-
in. Það sjá allir fingraförin og
lygamerkið.
Gagnrýnin er ekki út í bláinn og
kurrið í almenningsálitinu er ekki
að ástæðulausu. Og ekki til að
hundsa. Fólk sér í gegnum pólit-
ísku tengslin, venslin og vin-
áttuna.
Og við skulum líka játa að allir
flokkar, sem hafa komist til valda
og komast enn til valda, eru meira
og minna undir sömu sök seldir.
Hver man ekki eftir því, sem kom-
inn er til ára sinna, hvernig
Alþýðuflokkurinn gamli var
bendlaður við bitlingatalið? Hver
man ekki eftir Þormóðs ramma
málinu eða þegar Síldarverk-
smiðjur ríkisins voru seldar?
Sumir eru enn með óbragð í munn-
inum frá þeirri episódu þegar
skipað var í Hæstarétt ekki margt
fyrir löngu og ættartengslin þóttu
vega þyngst. Eða flokksböndin
hjá Íhaldinu.
Þá er flestum í minni þegar
Framsóknarflokkurinn gerði
grímulausa tilraun til að koma
allsendis óreyndum og alls ókunn-
um manni í fréttastjórastarf hjá
Ríkisútvarpinu. Og auðvitað var
úthlutun fiskikvótans og frjálsa
framsalið ekki til annars en að
hygla bandamönnum og viðhlæj-
endum þáverandi stjórnarflokka í
sjávarútveginum. Sérhagsmuna-
gæsla eins og hún getur verst
orðið. Er þá enn ótalið og óupplýst
hvernig staðið var að sölu ríkis-
bankanna og þá einkum Búnaðar-
bankans. Lyktin af þessu málum
öllum og mörgum öðrum angar
ennþá langar leiðir. Sem undir-
strikar þá staðreynd að það getur
enginn kastað steinum úr sínu pól-
itíska glerhúsi. Stjórnarandstað-
an og þá sérstaklega Framsóknar-
flokkurinn hefur ekki úr háum
söðli að detta án þess að ég vilji
sérstaklega nota smjörklípu-
aðferðina til að þvo hendur núver-
andi ríkisstjórnar. Ég er bara að
minna á að það búa allir í þessu
glerhúsi.
Aðför að mannréttindum
Sem betur fer hefur dregið úr
þessum klíkuskap og valdníðslu í
áranna rás. Þökk sé frelsinu og
gegnsæinu í þjóðfélaginu, fagleg-
um hæfniskröfum og meira
aðhaldi hins almenna borgara.
Þetta snýst ekki um þann sem er
ráðinn, heldur um hina sem ekki
fá að njóta sannmælis. Það hlýtur
nefnilega að vera réttur sérhvers
manns að vera metinn að verð-
leikum en ekki flokkspólitískum
skoðunum.
Auðvitað er það stundum rétt-
lætanlegt að velja til embættis
eða forstöðu, fólk sem er á sömu
línu í pólitík en það er þá til að
hrinda einhverjum pólitískum
verkefnum í framkvæmd. Það á
enginn að gjalda fyrir það að vera
samflokka. Opinberar embættis-
veitingar, hvort heldur í dómara-
sæti, forstöðu í faglegum stofnun-
um eða störf innan stjórnsýslunnar
eiga hins vegar að vera metnar og
ákveðnar í samræmi við mennt-
un, reynslu og hæfni, hvar svo
sem viðkomandi skipar sér í flokk.
Eða viljum við þurfa að kenna
börnunum okkar þá lexíu að ger-
ast höll undir tiltekinn valdamik-
inn stjórnmálaflokk í hagsmuna-
skyni? Til að komst áfram? Til að
fá fyrirgreiðslu í framtíðinni?
Selja sál sína og jafnvel sannfær-
ingu af ótta við að vera ella mis-
munað og útskúfað?
Sú spilling sem fylgir geðþótta-
ákvörðunum er grímulaus aðför
að mannréttindum.
Sannmæli og verðleikar
Einmitt af því að ástandið hefur
lagast og valdamenn komast
sjaldnar upp með valdníðslu við
embættisveitingar ber að hlusta
og taka mark á almenningsálitinu
þegar stöðuveitingar eru annars-
vegar. Þá gagnrýni sem fram
hefur komið að undanförnu ber
að taka alvarlega vegna þess að
hún er krafa um vönduð vinnu-
brögð. Gagnrýnin er krafa um að
ný ríkisstjórn og nýir vindar sem
blása að öðru leyti í stjórnarráð-
inu, láti alla njóta jafnræðis og
pólitísks hlutleysis. Núverandi
ríkisstjórn á að fara á undan með
góðu fordæmi. Til þess er til
hennar stofnað. Breyta til. Hverfa
frá bananalýðveldinu. Það er ein-
mitt í svona málum sem ráða-
menn eru dæmdir af verkum
sínum.
Vitaskuld verður hlutunum
aldrei komið svo fyrir að val í
stöður orki ekki tvímælis. En
aðalatriðið er að rétt og heiðar-
lega sé að þeim staðið. Reglum sé
fylgt og mark sé tekið á hlutlausu
mati. En fyrst og síðast er að
virða þá grundvallarreglu að
mannréttindi séu tekin alvarlega
og hver og einn njóti sannmælis
og verðleika, án þess að flokks-
skírteini þurfi að vera með í far-
teskinu. Málið snýst nefnilega
ekki um þá sem fá stöðurnar
heldur hina sem eru sniðgengnir.
Pólitískar ráðningar
Í DAG | Embættisveitingar
ELLERT B. SCHRAM