Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 10
10 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR VÍSINDI Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað tvo erfðabreytileika sem stýra einum af grunnþáttum þróunar mannsins. Um er að ræða áhrif á svokallaða umröðun erfðamengis- ins, sem verður þegar sáðfrumur og egg myndast. „Í stuttu máli þá uppgötvuðum við erfðavísi sem hefur áhrif á það hvernig mannskepnan er að þróast áfram,“ segir Kári Stefánsson, for- stjóri fyrirtækisins. „Samkvæmt Biblíunni þá vorum við sett saman fyrir ansi löngu síðan en staðreynd- in er að það er ekki búið að ljúka þessu verkefni enn. Skaparinn er eins og venjulegur verktaki; lýkur ekki verkefninu á þeim tíma sem hann lofar. Við erum enn að verða til, og í greininni lýsum við erfða- vísi sem hefur töluverð áhrif á það hvernig það á sér stað.“ Aðspurður hvaða áhrif upp- götvunin geti haft segir Kári nær ómögulegt að segja til um það. „Það er erfitt að segja hvað það er sem hefur endanlega áhrif á mig eða þig eða lífið almennt, það eina sem ég get sagt er að á þessu augnabliki er þetta býsna merkileg uppgötvun.“ - sþs „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf til- hlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ „Vigdís Hrefna Pálsdóttir er vandvirk leikkona. Hún nálgast viðfangsefni sitt nánast vísindalega og var túlkun hennar á Litháisku konunni heillandi." **** Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. í kvöld kl. 20 Sun. 3. febrúar kl. 20 Lau. 9. febrúar kl. 20 Sun. 10. febrúar kl. 20 Midasala: 555 2222. www.midi.is „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjónvarpsins“ „Það er alltaf mikil stemming í Hafnarfjarðarleikhúsinu, kannski vegna þess að áhorfendur og leikarar eru nær hver öðrum en í stóru leikhúsunum, og þessi sýning er engin undantekning.“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið. EFNAHAGSMÁL „Ástandið breytist ekki sjálfkrafa. Það þarf mikla pressu og mikinn þrýsting utan frá til,“ sagði Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra á hádegis- fundi Félags kvenna í atvinnu- rekstri (FKA) og Auðar í krafti kvenna í gær. Var umræðuefni fundarins hvernig fjölga mætti konum í stjórnum og öðrum áhrifastöðum. „Kannski þarf einhvers konar yfirvofandi hótanir um lagasetn- ingar og drastískar aðgerðir eins og kynjakvóta til að eitthvað breytist,“ sagði ráðherrann. Á fundinum fjallaði viðskipta- ráðherra um stöðuna í dag og hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Hann sagði framtakið glæsilegt og skipta heilmiklu máli. Þá sagðist hann sannfærður um að þolin- mæði gagnvart hlutskipti og hlut- föllum kvenna í stjórnum í atvinnulífinu væri á þrotum og tími aðgerða runninn upp. Hundrað konur lýsa sig reiðu- búnar til að setjast í stjórnir fyrir- tækja í auglýsingu sem birtist í fjölmiðlum í gær. Er þar vísað til þess að innan við tíu prósent stjórnarsæta í stærstu fyrirtækj- um á Íslandi séu skipuð konum. Telja konurnar að hvorki fyrir- tækin né samfélagið hafi efni á óbreyttri stöðu. Fundinn sóttu um 150 konur og kom þar fram að nöfnum kvenna í auglýsingunni hefði verið safnað á einum sólarhring. Því mætti sjá að auðvelt ætti að vera að fá konur til að taka að sér ábyrgðarstöður og að tengslanet kvenna væri að styrkjast. - ovd Ráðherra ræðir lagasetningu vegna hlutskiptis kvenna í stjórnum fyrirtækja: Þolinmæði fólks er á þrotum FRÁ FUNDINUM Á NORDICA Vel á annað hundrað kvenna komu saman til að ræða hvernig fjölga mætti konum í stjórnum og áhrifastöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KLIFURKÖTTUR Hinn lipri Mark Asel klifrar upp reipi meðan hann heldur stöðugri flösku á enninu á sér. Gjörningurinn er hluti af veðmáli í þýska þættinum „Wetten, dass..?“ sem gæti útlagst á íslensku „Þorið þið að veðja..?“ Þátturinn gengur út á að veðja á hin ýmsu uppátæki. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Tveggja vikna nærri stöð- ug snjókoma í mið- og austurhluta Kína, þar sem slíkt veður er sjald- gæft, hefur að mestu lamað allt mannlíf þar. Umferð hefur stöðv- ast, uppskera eyðilagst og tugir manna hafa farist, bæði í umferð- arslysum og vegna hruns húsa. Spáð er áframhaldandi hríðar- byljum sem einnig hafa víða valdið rafmagnsleysi. Flugvöllum hefur þurft að loka og lestarsamgöngur hafa legið niðri. Áhrif á uppskeru ársins hafa einnig orðið hrikaleg, að því er Chen Xiwen, framámaður í Komm- únistaflokknum segir. Hu Jintao, forseti landsins og leiðtogi Kommúnistaflokksins, heimsótti bæði kolanámu og skipa- miðstöðvar í norðurhluta landsins þar sem hann hvatti verkafólk til dáða. „Félagar, þið vitið allir að það hafa orðið alvarlegar náttúruham- farir í suðrinu sem hefur haft áhrif á líf fólks,“ sagði hann við kolanámumennina. „Við vonumst því til þess að þið getið beitt hinum sérstaka anda ykkar sem kola- námumenn í baráttu við náttúru- hamfarirnar og byggt á þeirri hefð að koma náunganum til hjálpar, framleiða meiri kol og leggja ykkur fram við að efla efnahags- lífið.“ - gb Óveður og fannfergi í Kína lamar þjóðfélagið: Kínaher berst við náttúruhamfarir HERINN MOKAR SNJÓ Kínverska herliðið hefur verið kallað til bjargar þar sem fann- fergið er til trafala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Giorgio Napolitano Ítalíuforseti vill að mynduð verði bráðabirgðastjórn á Ítalíu. Stjórnin á að starfa þangað til þingið hefur afgreitt breytt kosningalög, en að því búnu verði boðað til kosninga. Franco Marini, forseti þingsins, fékk á miðvikudagskvöld það hlutverk að fá þingflokkana til þess að mynda slíka stjórn. Napolitano hefur síðustu daga rætt við formenn flokkanna til að kanna möguleikann á myndun bráðabirgðastjórnar. Romano Prodi forsætisráðherra sagði af sér í síðustu viku eftir að stuðn- ingsyfirlýsing við stjórn hans var felld í öldungadeild þingsins. Hægri flokkarnir vilja að kosningar verði haldnar strax, en vinstri flokkarnir vilja breyta kosningalögunum fyrst. - gb Stjórnarkreppan á Ítalíu: Vill bráða- birgðastjórn Grein frá vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar: Skilja betur hvernig maðurinn þróast KÁRI STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.