Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. febrúar 2008 Siglingaleiðir við Ísland Ny rðr i le ið Sy ðr i l ei ð ÖRYGGISMÁL Íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við siglingum risaolíuskipa við Ísland hið fyrsta. Innan fárra ára er búist við að hundruð slíkra skipa sigli hjá land- inu, sum hver með allt að 100 þús- und tonna olíufarma. Sigling skip- anna umbyltir núverandi áhættumati og viðbúnaði vegna bráðamengunaróhappa hér á landi. Þetta kom fram á sjötta stefnu- móti Stofnunar Sæmundar fróða og umhverfisráðuneytisins í gær þar sem höfðu framsögur fulltrúar frá Landhelgisgæslunni og Umhverfisstofnun. Þar var fjallað um nýja tegund flutninga við Íslandsstrendur þar sem stór tank- skip fara frá olíuvinnslusvæðum Rússa í Murmansk og vestur um haf. Skip þessi bera allt að 100 þúsund tonnum af hráolíu í hverri ferð og flutningarnir eru í grennd við viðkvæm vistsvæði fugla og fiska, þar sem erfitt er um vik að veita aðstoð ef eitthvað fer úrskeiðis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfir- maður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni, er nýkominn frá Noregi þar sem hann heimsótti skipaumferðarmiðstöðina í Vardo, sem Landhelgisgæslan hefur víð- tækt samstarf við samkvæmt nýgerðum samningi. Kom fram að á síðasta ári fóru 212 olíuflutninga- skip hlaðin olíu frá Murmansk- svæðinu með um tíu milljónir tonna af hráolíu. Áætlað er að flytja allt að 100 milljónir tonna frá þessu svæði árið 2015 og hlut- fallslega má gera ráð fyrir að 17- 22 milljónir tonna fari um íslenska lögsögu um borð í 370 til 480 risa- olíuskipum. „Stjórnvöld hafa tekið ákvarðanir til að Ísland sé betur undir það búið að bregðast við þessari skipaumferð. Nýtt varð- skip er í smíðum, ný eftirlitsflug- vél er væntanleg og vaktstöð sigl- inga fylgist með og aflar upplýsinga um alla skipaumferð umhverfis Ísland. Við höfum áhyggjur af þróuninni og þurfum að vera tilbúin þegar umferð skip- anna eykst verulega hér við land.“ Kristján Geirsson, fagstjóri á stjórnsýslusviði Umhverfisstofn- unar, segir að sigling skipanna umbylti núverandi áhættumati og geri kröfu um að viðbúnaður vegna bráðamengunaróhappa hér á landi verði aukinn. „Það er hægt að auka siglingaöryggi með afmörkun siglingaleiða og svæða sem skipum ber að forðast.“ Hann segir ljóst að endurskoða þurfi viðbragðsáætlanir sem byggt hefur verið á hér á landi og meng- unarvarnabúnað til aðgerða á sjó. „Það er alveg ljóst að fljótlega þarf að taka ákvarðanir um hvern- ig brugðist verður við þessum auknu siglingum.“ Spurður hvað hægt sé að gera ef risaolíuskip verður vélarvana norður af landinu ef aðstæður eru mjög óhagstæðar segir Ásgrímur að fátt sé til ráða. „En eftirlit og upplýsingasöfnun um skipin eru hugsuð til þess að skipin sigli ekki um þessi erfiðu hafsvæði við slík skilyrði.“ Hann segir ljóst að nýtt varðskip geti ekki dregið stærstu risaolíuskipin og óskastaðan væri að tvö slík skip væru í eigu Land- helgisgæslunnar. svavar@frettabladid.is Bregðast skal við siglingum risaolíuskipa Siglingar risaolíuskipa við landið kallar á viðbrögð. Siglingarnar hafa umbylt núverandi áhættumati og viðbúnaði vegna bráðamengunaróhappa við landið. Leiðir risaolíuskipanna eru markaðar með rauðu en hefð- bundin siglingaleið flutningaskipa hér við land með gulu. Stjórnvöld hafa gert ráðstafanir vegna aukinna siglinga en frekari viðbúnað þarf. Aðgerðir þarf strax þar sem umferð- in mun margfaldast á næstu sjö til tíu árum, að ætlað er. LÖGREGLUMÁL Viðskiptavinir á bensínstöðinni Select í Hraunbæ náðu ránsfeng af tveimur mönnum sem rétt áður höfðu ógnað starfs- mönnum stöðvarinnar með hnífi. Tveir menn komu inn á Select um klukkan hálftólf í fyrrakvöld og höfðu í hótunum við starfsmenn. Fengu þeir peningar og sígarettur og hlupu burt með fenginn. Kölluðu þá starfsmennirnir til viðskipta- vina sem voru að taka bensín að stöðva ræningjana. Viðskiptavin- irnir, tveir karlmenn, náðu ráns- fengnum af ræningjunum sem hins vegar sluppu sjálfir út í nóttina og hafa ekki náðst ennþá að sögn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. - gar Ræningjar ógnuðu starfsfólki á bensínstöð: Viðskiptavinirnir náðu ránsfeng af ræningjum SELECT Bensínstöðvarræningjar sluppu en skildu fenginn eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.