Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 74
38 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Einn besti handknatt- leiksmaður Svía frá upphafi, Magnus Wislander, fylgdist vel með íslenska landsliðinu á EM þar sem hann var sjálfur að vinna. Hann var eðlilega ekki hrifinn af íslenska liðinu á mótinu. Aðspurð- ur segist Wislander ekki hafa áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu hjá Íslandi en gefur félaga sínum Magnus Andersson, sem HSÍ hefur rætt við um starfið, fín með- mæli. „Undirbúningur íslenska liðsins fyrir EM gekk greinilega ekki sem skyldi. Ég talaði við Alfreð úti í Noregi og hann var ekki sáttur við hvernig undirbúningurinn gekk. Svo var leikurinn við Svíþjóð mjög mikilvægur og það var erfitt fyrir Ísland að tapa leiknum. Ég veit ekki hvað var að hjá íslenska lið- inu í Noregi. Í Þýskalandi var hóp- urinn mjög samheldinn og liðið barðist alveg gríðarlega. Ég sá ekki þennan sama baráttuanda hjá liðinu í Noregi og það munar svo sannarlega um það. Svo var Ólafur Stefánsson ekki góður gegn Svíþjóð og mér finnst oft eins og íslenska liðið sé ekki gott þegar Ólafur finnur sig ekki. Fyrir mér var markvarslan ekki endilega aðalvandamálið hjá Íslandi. Markverðirnir vörðu kannski ekki eins og Kasper Hvidt en þeir voru allt í lagi fannst mér. Það kom mér nokkuð á óvart hversu slakt íslenska liðið var á EM,“ sagði Wislander við Fréttablaðið í gær en hann er að þjálfa sænska liðið Redbergslid um þessar mundir. Nafn hans er eitt af þeim sem hafa komið upp í umræðunni síð- ustu daga í tengslum við landsliðs- þjálfarastarf Íslands. Sjálfur segist Wislander ekki vera spennt- ur fyrir starfinu. „Ég hef mikið að gera hér í Sví- þjóð og er líklega að framlengja samning minn við Redbergslid sem rennur út í sumar. Ég yrði ekkert sérstaklega spenntur ef ég fengi símtal frá HSÍ,“ sagði Wis- lander sem segir það ekki vitlaust skref hjá HSÍ að kanna hug nafna síns Andersson sem hann spilaði með í sænska landsliðinu til fjölda ára. „Ég tel að hann sé góður þjálf- ari. Er með góða taktík og kann að leggja upp leiki gegn sterkum andstæðingum. Hann ætti vel að geta gert fína hluti með íslenska landsliðið færi hann þangað,“ sagði Wislander. henry@frettabladid.is Hef ekki áhuga á starfinu Sænska handboltagoðsögnin Magnus Wislander segist ekki hafa áhuga á starfi landsliðsþjálfara Íslands en segir að nafni sinn Andersson gæti verið góður kostur fyrir íslenska liðið. Hann hreifst ekki af íslenska landsliðinu á EM. KOMINN Í GEGN Hinn fjölhæfi Magnus Wislander skorar hér mark gegn Íslandi á EM 2002 án þess að Ólafur Stefánsson fái rönd við reist. FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS Markahrókurinn Garðar Gunnlaugsson verður áfram í her- búðum sænska liðsins Norrköping þrátt fyrir áhuga annarra liða upp á síðkastið. „Það komu nokkrar fyrirspurnir um mig á síðustu dögun- um áður en janúarglugganum var lokað en Norrköping setti í raun of háan verðmiða á mig til að eitthvað gæti orðið úr því,“ sagði Garðar sem verður að öllu óbreyttu samn- ingslaus hjá sænska liðinu í lok næsta tímabils. „Það má segja að samningaviðræður mínar við félagið séu komnar á klaka eins og er en forráðamenn félagsins hafa eindregið sagst vilja halda mér áfram hjá félaginu. Þjálfari liðsins, sem er reyndar líka yfirmaður knattspyrnumála hjá Norrköping, hefur ennfremur tjáð mér það að hann sé mjög ánægður með mig og hann mun því örugglega reyna að þrýsta á mig að skrifa undir nýjan samning áður en núgildandi samningur rennur úr gildi í lok næsta tímabils. Ég geri mér svo sem alveg grein fyrir því að ég er að taka ákveðna áhættu með því að skrifa ekki undir nýjan samning, þar sem ég mun ekki geta farið í annað lið á næstunni eftir að janúarglugganum var lokað, en ég ætla mér eðlilega ekki að skrifa undir nýjan samning ef félagið kemur ekki almennilega til móts við kröfur mínar. Svo einfalt er það nú,“ sagði Garðar sem var markakóngur í sænsku 1. deildinni á síðasta tímabili og hlakkar til þess að fá að spreyta sig í efstu deildinni. „Það er mikill hugur í Norrköping að ná að festa sig í sessi í efstu deildinni í Svíþjóð og félagið er nú þegar búið að fjárfesta í fjórum nýjum leikmönnum fyrir tímabilið. Æfingar standa nú sem hæst og það er fín stemning í mannskapn- um og mér líst bara vel á liðið, en mótið sjálft hefst í lok mars. Ég einbeiti mér að sjálfsögðu 100% að Norrköping eins og ég hef jafnan gert síðan ég kom til félagsins og á persónulegum nótum þá hlakka ég mjög til þess að fá að reyna mig í efstu deildinni í Svíþjóð því hún er klárlega mun meira spennandi en 1. deildin. Hvað sem gerist svo eftir tímabilið verður bara að koma í ljós og ég mun skoða mín mál þegar þar að kemur,“ sagði Garðar að lokum. GARÐAR GUNNLAUGSSON, NORRKÖPING: ÁFRAM HJÁ SÆNSKA LIÐINU ÞRÁTT FYRIR ÁHUGA ANNARRA LIÐA Norrköping setti of háan verðmiða á mig > N1-deild karla aftur í gang N1-deild karla í handbolta hefur verið í dágóðri pásu síðan fyrir jól sem til kom vegna Evrópumótsins í Noregi. Það er því við hæfi að keppnin fari aftur í gang með stórleik þegar topplið Hauka mætir í heimsókn til Íslandsmeistara Vals í Vodafone-höllina að Hlíðarenda í kvöld kl. 20.00. Liðin mættust einmitt í fyrstu umferð N1-deildarinnar fyrr í vetur í Vodafone-höll- inni og þá höfðu Haukarn- ir betur 20-23 en liðin skildu jöfn, 22-22, að Ásvöllum um miðjan nóvember. BADMINTON Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir kom til Írans í nótt eftir sextán tíma ferðalag. Ragna er í þriðja sæti á styrk- leikalista mótsins sem þýðir að hún er talin líkleg til að komast í undanúrslit á mótinu. Mótið, Iran Fajr, er mjög sér- stakt að því leyti að keppni karla og kvenna er skipt algerlega í tvennt, það er karlarnir og kon- urnar keppa ekki á sama stað. Þar sem konurnar keppa má enginn karlmaður koma inn og eru því allir dómarar og starfsmenn konur. Í fyrstu umferð mætir Ragna Achinimeshika Rathnasiri Kap- uru Mudiyanselage frá Srí Lanka en lítið er vitað um getu hennar. Vinni Ragna hana í fyrstu umferð bíður líklega heimamaður frá Íran í annarri umferð. Komist Ragna í átta liða úrslit er von á mjög sterk- um andstæðingi, annaðhvort stúlku frá Malasíu eða Simone Prutsch frá Austurríki sem er númer 68 á heims listanum. Alþjóða badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í gær og þar er Ragna enn í 53.sæti listans og í 19. sæti Evrópubúa. Eftir mótið í Íran keppir hún á Evrópumóti landsliða og svo á mótum í Austurríki, Króatíu og Portúgal. - óój Iran Fajr 2008 badmintonmótið hefst á morgun í borginni Teheran: Ragna kom til Írans í nótt LANGT FERÐALAG Ragna Ingólfs- dóttir er komin alla leið til Írans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SENDU JA WHF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP OG SUPERBAD Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. FRUMSÝND 1. FEBRÚAR FÓTBOLTI Fabio Capello valdi ekki David Beckham í fyrsta landsliðs- hóp sinn en England mætir Sviss í vináttulandsleik 6. febrúar næstkomandi. Ítalski þjálfarinn segir þó að Beckham eigi enn möguleika á að spila sinn 100. landsleik en hann muni skoða hann betur þegar Beckham er farinn að spila með LA Galaxy og kominn í leikæf- ingu, þó svo að hinn 32 ára gamli Beckham segist vera í eins góðri æfingu og mögulegt er eftir að hafa æft með Arsenal upp á síðkastið. Markvörðurinn Paul Robinson er einnig úti í kuldanum en Capello valdi hins vegar nýliðana Gabriel Agbonlahor og Curtis Davies frá Aston Villa og tók Emile Heskey hjá Wigan aftur inn í liðið. Markverðirnir að þessu sinni eru þeir Chris Kirkland, Scott Carson og David James. Capello ákvað enn fremur að leyfa Aaron Lennon, Theo Walcott, Joe Hart og David Wheater að spila frekar mikil- vægan leik með U-21 árs liði Englendinga en æfingaleik gegn Sviss, en þeir kæmu vissulega til greina síðar. - óój Fyrsta landslið Capello: Beckham úti í kuldanum TÍMINN HJÁ REAL Fabio Capello þjálfaði David Beckham hjá Real Madrid í fyrra- vetur. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lið Þróttar í Lands- bankadeild karla fær til sín tvo Brasilíumenn til reynslu. Það gæti því orðið brasilískur sambabolti hjá Þrótti í sumar. „Við fórum í heimsókn til Danmerkur í haust og komust þar í kynni við brasilískan umboðs- menn og báðum þá að skoða ákveðin mál fyrir okkur. Þeir töldu sig vera búnir að finna karaktera sem voru tilbúnir að koma til Íslands,“ segir Gunnar Oddson, þjálfari Þróttar, en leikmennirnir sem um ræðir eru 25 ára sóknarmaður og 24 ára örvfættur kant- eða miðjumaður. „Þeir Brasilíumenn sem voru að spila í Danmörku og komu í gegnum þessa sömu umboðsmenn voru mjög góðir og þess vegna urðum við svona spenntir að hitta þá og athuga hvort þeir gætu skoðað eitthvað fyrir okkur. Þegar mennirnir fást ekki hér þá þarf að finna þá einhvers staðar annars staðar. Við reyndum að manna liðið með íslenskum spilurum en það gekk ekki alveg,“ sagði Gunnar sem bíður spenntur eftir komu Brassanna. „Þetta verður örugglega gott krydd í okkar hóp,“ sagði hann í léttum tón að lokum. - óój Brassar í reynslu hjá Þrótti: Gott krydd í okkar hóp SPENNTUR Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, vonast til að nýju Brasilíumenn- irnir styrki liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.