Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 68
32 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Sala á geisladiskum hefur dregist töluvert saman síðustu fimm ár eða svo, en á sama tíma hefur sala á gömlu góðu svörtu 33 1/3 snúninga vínyl-plötunum aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að það er orðið mjög algengt að gefa nýjar plötur út á vínyl samhliða útgáfu á geisla- disk og á mp3-skrám til niðurhals. Þegar geisladiskurinn kom á almennan markað fyrir rúmlega 20 árum var sérstaklega talað um hvað hljómurinn á honum væri tær og fullkominn, en í dag eru flestir þeirrar skoðunar að geisladisknum hafi ekki tekist að ná þessum hlýja og djúpa hljóm sem einkennir vín ylinn. Hljómgæði geisladisksins hafa reyndar batnað mikið, en í staðinn fyrir að nýjungar eins og Audio DVD og SACD nái fótfestu er það gamli vínyllinn sem heillar. Menn eru jafnvel farnir að dásama snarkið og smárispurnar sem einkenna mikið spilaðar vínylplötur. Enn er sala á vínyl-plötum bara brot af heildarsölu á tónlist. Geisla- diskurinn hefur enn yfirburði. Samkvæmt nýlegri grein í Time er hlutur hans á bandaríska markaðnum tæp 90%, sala á MP3-skrám um 10% og sala á vínyl innan við eitt prósent. Í sömu grein er talað um að þar sem vínyllinn seljist að stórum hluta í smáverslunum sem eru utan við söluskráningarkerfi þá sé hlutur hans sennilega nokkuð stærri í heildinni en þessar tölur gefa til kynna. Í Bretlandi er vínyllinn í mikilli uppsveiflu. Ný stórverslun Rough Trade á Brick Lane í Austur- London er t.d. að miklu leyti stíluð inn á vínyl-sölu og talsmenn Virgin Megastore og HMV segja að nýjar plötur með ungum listamönnum eins og Arctic Monkeys og The Raconteurs seljist betur hjá þeim á vínyl heldur en á geisladiskum. Vínylútgáfa hér á landi er mjög lítil, en eins og útgáfa á plötu Sprengjuhallarinnar Tímunum okkar á vínyl sýnir þá eru menn farnir að prófa sig áfram. Ástæðurnar fyrir endurkomu vínylsins eru nokkrar. Vondur hljómur iPodsins er ein, en önnur er að vínylplatan þykir heillandi hlutur. Umslögin eru stór þannig að myndirnar á þeim njóta sín og vínylplatan sjálf er sveipuð fortíðarljóma. Maður þarf greinilega að fara að taka gamla vínylsafnið upp úr geymslukössunum og fjarlægja bókastaflana af plötuspilaranum... Enn eitt kombakkið KOMBAKK Það er opinbert. Svarta vínylplatan er komin aftur! Kumpánarnir kátu í ofur- stuðsveitinni Hot Chip eru tilbúnir með sína þriðju breiðskífu, Made in the Dark. Steinþór Helgi Arn- steinsson hlýddi á nýjustu afurð Íslandsvinanna. Hot Chip spilaði fyrst hérlendis á Airwaves-hátíðinni árið 2004, þá nær algjörlega óþekkt. Í dag eru þessir tónleikar með þeim eftir- minnilegustu í sögu hátíðarinnar enda greip um sig Hot Chip-æði meðal landans eftir tónleikana. Fyrir utan Ísland þekktu hins vegar fáir sveitina og ef spurt var um Hot Chip í plötubúðum, til dæmis í Lond- on, ráku flestir upp undrunarsvip. Þetta var áður en Hot Chip skrifaði undir samning við plöturisann EMI. Tilraunakenndari hjá risanum Fyrsta platan undir merkjum EMI (fyrsta plata Hot Chip, Coming on Strong, var gefin út af Moshi Moshi en seinna endurútgefin af DFA) var The Warning sem naut gríðarlegra vinsælda á árinu 2006, ekki síst fyrir sakir ofurslagarans Over and Over. Engum blöðum er um það að fletta að The Warning var töluvert poppaðri en fyrirrennari hennar. Platan var þó jafnframt mun ágeng- ari og jafnvel tilraunakenndari. Allar ásakanir um að Hot Chip hefði selt sálu sína djöflinum með því að ganga til liðs við EMI áttu þess vegna við engin rök að styðjast. Meira lýðræði Höfuðpaurar Hot Chip hafa frá upphafi verið þeir Alexis Taylor (sá litli) og Joe Goddard (sá þybbni með krullurnar). Hafa þeir tveir yfirleitt séð algjörlega sjálfir um að semja lögin og ráðið því hvernig lögin birtust á plasti. Á tónleikum er lögunum hins vegar breytt mikið því eins og kom fram í viðtali í Fréttablaðinu í fyrra, rétt fyrir tón- leika Hot Chip með Björk í Laugar- dalshöllinni, þá vilja hinir þrír í sveitinni koma fram sínum hug- myndum á tónleikum. Á nýju skíf- unni, Made in the Dark, fengu hins vegar allir fimm meðlimir Hot Chip að leggja eitthvað til málanna í upp- tökuferlinu. Goddard og Taylor eru samt sem áður enn aðallagahöfund- arnir. Vilja gera „Radiohead-plötu“ Í þessu fyrrnefnda Fréttablaðs- viðtali kom einnig fram að Taylor og Goddard voru akkúrat á þeirri stundu staddir fyrir framan tölvuna að semja lög fyrir nýja plötu. Átti platan að líta dagsins ljós seint á árinu (2007), samkvæmt Goddard. Sú varð hins vegar ekki raunin en þess í stað fáum við strax í febrúar eina af plötum ársins 2008. Hot Chip líkar ekkert sérstaklega vel að vera stjórnað af plötufyrir- tæki eins og kemur fram í nýjasta hefti Uncut. Sögðust meðlimir sveitarinnar helst vilja gera „Radiohead-plötu“ þar sem þeir þyrftu ekki að vera undir þrýstingi frá einum eða neinum. Robert Wyatt mikill aðdáandi Við fyrstu hlustanir virðast Hot Chip drengirnir enn og aftur hafa snarað fram einstakri poppsnilld. Lagasmíðarnar eru fjölbreyttari og áhrif frá ýmsum tónlistarstefnum eru töluvert meira áberandi en áður. Andlegt kæruleysi er enn til staðar í textasmíðunum og piltarnir halda áfram að fjalla um ástina, lífið og tilveruna á alvarlegan hátt með kímnina að vopni. Ekki skrýtið að gamla brýnið Robert Wyatt finn- ist Hot Chip vera ein besta sveit dagsins í dag og kalli tónlist þeirra „folk-tónlist iðnvæðingarinnar“. Popptónlist er besta formið Þungarokkssveitin Celestine, sem segist vera sú þyngsta á Íslandi, gefur á næstunni út frumraunina At The Borders of Arcadia. Sveit- in var stofnuð árið 2006 og stóð vinna við plötuna yfir í átta mán- uði. Trommari Celestine, Ólafur Arnalds, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á síðasta ári, stjórnaði upptökum á plötunni. Að sögn gítarleikarans Josephs C. Muscat er bjart framundan hjá Celestine. Meðal annars kemur út erlendis sjö tommu vínylplata síðar á árinu í samstarfi við þýsku sveitina Actress og ætlar Celest- ine að spila í Danmörku og Þýska- landi til að fylgja henni eftir. „Þetta er bara byrjunin. Við stefn- um mjög hátt eins og flestir en við erum alla vega komnir á gott skrið,“ segir Joseph. At the Borders of Arcadia verð- ur gefin út í Bandaríkjunum hjá litlu plötufyrirtæki sem nefnist Milkweed Records og hjá breska fyrirtækinu Sound Devastation Records. „Ef þú ætlar að fara í þennan geira og stefna á einhvern pening er eins gott að þú verðir einn af þeim stærstu. Við stefnum að því að verða stærri en svona bönd hafa verið hérna heima,“ segir hann. Celestine stefnir á útgáfutónleika hér heima áttunda febrúar. - fb Þyngstir á Íslandi Ammæli Sykurmolanna er eitt af ástsælustu rokklög- um þjóðarinnar enda það lag sem kom Sykurmolun- um á kortið og opnaði gluf- una sem íslenskar hljóm- sveitir hafa troðið sér inn um á alþjóðamarkað æ síðan. Bandaríska framúr- stefnu-rokksveitin Mars Volta setti í vikunni sína útgáfu af laginu á netið hjá Amazon.com. Þetta er gert í tengslum við nýja plötu þeirra, The Bedlam In Goliath, en Ammæli er þó ekki að finna á þeirri plötunni. Lagið er mjög líkt frumútgáfunni með Sykurmol- unum fyrir utan að það hefur fengið að liggja um stund í sýrubaði Mars Volta. „Mér finnst þetta assgoti flott hjá þeim,“ segir Einar Örn Bene- diktsson, annar söngvari Molanna. „Ég held að þetta séu hressir strákar og þetta er rosalega vel gert hjá þeim.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ammæli kemur út með öðrum. „Það er til útgáfa með japönsku söngkonunni Hajime Chitose sem er mjög sérstök og alveg æðisleg,“ segir Einar. Einnig má geta þess að hljómsveitin Dimma sigraða Sykurmolaábreiðukeppni Rásar 2 þegar Sykurmolarnir komu saman aftur árið 2006. Einar Örn segir annað Sykurmola-kombakk ekki vera fyrirhugað – „allavega ekki í bráð“. Mars Volta taka Ammæli CELESTINE Hljómsveitin Celestine gefur á næstunni út sína fyrstu plötu. MYND/KALLI ASSGOTI GÓÐIR Einar Örn er ánægður með Mars Volta. Hljómsveitin My Bloody Valent- ine, færeyski tónlistarmaðurinn Teitur, sænska sveitin At the Gates og hin bandaríska Yeasayer hafa allar boðað komu sína á Hróarskeldu- hátíðina næsta sumar. My Bloody Valentine er að koma saman eftir langt hlé og eru þetta því góð tíðindi fyrir aðdáendur sveitarinnar. Áður höfðu Radio- head og The Chemical Brothers tilkynnt um þátttöku sína á hátíðinni, sem fer fram dagana 3. til 6. júlí. Nánari upplýsingar má finna á roskilde-festival.is. Valentine á Hróarskeldu MY BLOODY VALENT- INE Hljómsveitin My Bloody Valentine spilar á Hróarskeldu í ár. > Í SPILARANUM Vampire Weekend - Vampire Weekend The Whigs - Mission Control SamAmidon - All is Well Evangelicals - The Evening Descends Nada Surf - Lucky VAMPIRE WEEKEND NADA SURF > Plata vikunnar Ghostface Killah - The Big Doe Rehab ★★★★ „Wu-Tang meðlimurinn Ghost- face Killah fylgir eftir plötu- tvennunni Fishscale og More Fish með ágætis plötu sem stenst þó ekki samanburð við meistaraverkið Fishscale.“ TJ Á FLUGI Drengirnir fimm í Hot Chip ætla að halda áfram að leggja undir sig poppheiminn með sinni þriðju breiðskífu en hún nefnist Made in the Dark og er væntanleg í plötubúðir í næstu viku. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.