Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 16
16 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
taekni@frettabladid.is
Vefurinn: Metacritic
Vefur sem tekur saman kvikmynda-, tónlist-
ar- og bókagagrýni hvaðanæva að á inter-
netinu.
www.metacritic.com
Stríð geisar á internetinu. Hópur
tölvuþrjóta, sem kalla sig Nafn-
lausir (e. Anonymous) hefur lagt
til atlögu gegn Vísindakirkjunni
og einsetur sér að koma henni á
kné. Þeir hafa meðal annars gert
mörg vefsetur kirkjunnar óvirk,
stolið leynilegum gögnum úr
tölvum safnaðarmeðlima og
faxað kolsvörtum síðum á skrif-
stofur kirkjunnar til að eyða
bleki.
Tölvuþrjótarnir sjálfskipuðu
eru mörg þúsund talsins. Þeir
eiga það sameiginlegt að halda til
á spjallborðum á internetinu þar
sem allir eru nafnlausir. Þar eru
árásirnar oft skipulagðar.
Í bréfi, sem var sent Vísinda-
kirkjunni fyrir hönd hópsins,
segir að það sem hafi hrundið
árásinni af stað hafi verið aðgerð-
ir kirkjunnar vegna myndbands
þar sem Tom Cruise, leikari og
einn frægasti meðlimur kirkj-
unnar, talar um mikilfengleik og
mikilvægi kirkjunnar. Mynd-
bandinu, sem átti aðeins að vera
fyrir augu safnaðarmeðlima
kirkjunnar, var lekið á internetið
en lögfræðingar hennar létu fjar-
lægja það af mörgum vefsíðum,
meðal annars YouTube, með hót-
unum. Þrjótarnir segjast hafa
fengið nóg af ritskoðun kirkjunn-
ar, og hófu aðgerðir sínar.
Talsmenn kirkjunnar hafa lítið
tjáð sig um árásirnar, en beðið
lögregluyfirvöld í
Bandaríkjun-
um að hefja
rannsókn á
árásum
gegn vef
hennar.
Hann hefur
verið fluttur
til fyrirtækis
sem sérhæfir
sig í vörnum
gegn árás-
um tölvu-
þrjóta.
- sþs
Allt frá 2002 hefur Vaktin.
is kynt undir samkeppni
milli tölvuverslana á Ís-
landi með verðsamanburði
á tölvuvörum. Stofnandinn
segir viðbrögð fyrirtækja
við vefnum hafa verið mjög
misjöfn. Eitt hafi gengið
svo langt að kæra hann til
samkeppnisyfirvalda.
„Þetta byrjaði þegar ég var sjálf-
ur að fara að kaupa mér tölvu árið
2002,“ segir Kristján Kristjáns-
son, einn af stofnendum Vaktar-
innar. „Ég hef alltaf verið tölvu-
nörd og frekar viljað setja tölvuna
saman sjálfur úr stökum hlutum,
þannig að ég tók niður verð úr
öllum búðunum og setti á netið
sem Excel-skjal. Áður en ég vissi
af var hellingur af fólki búinn að
heimsækja síðuna, og þar fæddist
hugmyndin.“
Á Vaktin.is má finna verðsaman-
burð á tölvuvörum milli ýmissa
verslana, og er sú verslun sem
selur hvern hlut ódýrast merkt
sérstaklega. Meðal þeirra vara
sem eru kannaðar á síðunni eru
örgjörvar, skjákort, harðir diskar,
vinnsluminni og tölvuskjáir.
„Við höfum fengið mikil við-
brögð frá verslunum vegna Vakt-
arinnar, bæði góð og slæm,“ segir
Kristján, sem seldi vefinn nýlega
til Guðjóns Rúnarssonar, annars
stofnanda síðunnar. „Það eru til
dæmis nokkrar verslanir sem hafa
beinlínis orðið til út af síðunni,
með því að koma sér á kortið í
gegnum okkur í staðinn fyrir að
eyða milljónum á mánuði í mark-
aðssetningu.“
Hann segir önnur fyrirtæki hafa
tekið verr í síðuna, og eitt gengið
svo langt að kæra hana til sam-
keppnisyfirvalda. „Þetta var
gamall viðskiptamaður sem var
orðinn örvæntingarfullur og vildi
bara láta loka okkur,“ segir Kiddi,
sem vill ekki gefa upp hvaða fyrir-
tæki átti þar í hlut. Ekkert varð úr
kærunni.
„Vaktin hefur vissulega aukið
samkeppnina á markaðnum, það
er ekki hægt að neita því á nokkurn
hátt,“ segir Guðbjartur Nilsson,
framkvæmdastjóri tölvuverslun-
arinnar Kísildals.
Hann segir erfitt að svara ját-
andi eða neitandi hvort verslunin
væri til ef ekki væri fyrir Vaktina,
en hún hafi tvímælalaust haft mót-
andi áhrif. „Ég held það sé hvergi
harðari samkeppni eða lægri
álagning á nokkrum markaði en
tölvuvörumarkaðnum. Það er að
hluta til vegna Vaktarinnar.“
salvar@frettabladid.is
Vaktin stendur vaktina
STENDUR VÖRÐ Kristján segir ævintýrið hafa byrjað þegar hann hafi sjálfur ætlað að
kaupa og setja saman tölvu fyrir um sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
TÖLVUVÖRUR Á Vaktinni er verð á
tölvuvörum borið saman milli verslana.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Íslenska fjölspilunarleiknum EVE Online
verður brátt dreift í gegnum Steam,
vinsæla leikjaveitu á netinu. Búast má
við að áskrifendum leiksins fjölgi við það
þar sem um þrettán milljónir leikja-
spilara um allan heim hafa aðgang að
Steam.
„Við vorum að tilkynna þetta fyrir
nokkrum dögum en þetta er ekki
enn komið í gang,“ segir Hilmar
Veigar Pétursson, framkvæmda-
stjóri CCP, framleiðanda leiks-
ins. „Þessari tilkynningu fylgdi
nokkur fjölmiðlaumfjöllun
sem við höfum að einhverju
leyti séð skila sér í auknum
áskrifendafjölda en um miðjan
febrúar, þegar leikurinn dettur
inn á Steam, þá sjáum við betur
hvaða áhrif þetta hefur.“
Aðspurður hvað fleira sé að
frétta af EVE þessa dagana segir
Hilmar leikinn halda áfram
að vaxa og ýmsar breytingar
séu planaðar á árinu. Þó
geti hann ekki sagt frá
þeim að svo stöddu.
„Við verðum með
tilkynningu á leikja-
hönnuðaráðstefnu
í Bandaríkjunum
í febrúar, þangað
til get ég lítið
sagt.“
Eins er Hilmar
þögull sem gröfin
um stöðuna á World of Darkness, nýjum
fjölspilunarleik sem CCP er að gera. „Það
er ýmislegt að frétta af honum en ekkert
sem við gefum upp.“
Húsnæðismál hafa lengi verið þrándur
í götu CCP, bæði hér heima og erlendis,
vegna þess hve fyrirtækið er fljótt að
sprengja utan af sér rýmið. Hilmar segir að
verið sé að undirbúa stækkun á húsnæði
fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum,
og þrengslin séu farin að segja til sín í
Sjanghæ í Kína.
„Við vorum síðan að taka fjórðu hæð-
ina í notkun í Grandagarðinum, og það
rýmkaði aðeins um starfsemina. Þetta er
orðið mjög fínt hjá okkur hérna heima,
enda held ég að okkur verði ekki leyft að
byggja fleiri hæðir á húsið.“
TÆKNISPJALL: HILMAR VEIGAR PÉTURSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI CCP
EVE Online gufuknúinn um miðjan febrúar
Nettruflanir í Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu
Miklar truflanir hafa verið á nettengingum í Mið-Austurlöndum og Suður-
Asíu undanfarna daga, eftir að sæstrengur í Miðjarðarhafinu varð fyrir
skemmdum. Indland hefur nú aðeins um helming af sinni venjulegu band-
vídd og Egyptaland fjörutíu prósent. Truflana hefur einnig orðið vart í Katar,
Sameinuðu furstadæmunum, Kúvæt og Sádi-Arabíu auk fleiri landa.
Yahoo í vandræðum, segir upp þúsund manns
Netfyrirtækið Yahoo hefur sagt þúsund starfsmönnum sínum upp í kjölfar
tilkynningar um töluverða minnkun á hagnaði á síðasta ársfjórðungi.
Hlutabréfaverð í fyrirtækinu
lækkaði um meira en tíu
prósent eftir þessar fréttir,
og hefur ekki verið lægra í
þrjú ár.
Vinsæll ofbeldisleikur kominn með útgáfudag
Grand Theft Auto IV, nýjasti leikurinn í leikjaröðinni vinsælu, kemur út 29.
apríl. Rockstar Games, framleiðandi leiksins, sendi frá sér tilkynningu þess
efnis í vikunni. Leikurinn kemur út samtímis fyrir Xbox 360 og PlayStation 3
leikjatölvurnar.
Evrópskt geimfar í loftið
Verið er að leggja lokahönd á stærsta
geimfar sem evrópska geimferðastofnunin,
ESA, hefur smíðað. Það heitir Automated Transfer
Vehicle (ATV), og verður skotið á loft í lok febrúar
eða byrjun mars. Það leggur síðan að í
Alþjóðlegu geimstöðinni nokkrum vikum
síðar, og færir íbúum hennar matarbirgðir
og eldsneyti.
Löglegt niðurhal hjá Qtrax, en engin lög í boði
Kálið er ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Á þessu fengu aðstandendur
tónlistarþjónustunnar Qtrax að kenna í vikunni, en þeir höfðu lofað ókeypis
og löglegu niðurhali fyrir hvern sem er í gegnum vefsvæði þeirra. Samið
hefði verið við fjögur stærstu útgáfufyrirtæki heims og yfir 25 milljónir laga
yrðu í boði, gegn því að notandinn hefði nokkrar auglýsingar fyrir augunum
á tölvuskjánum. Hugmyndin varð að engu þegar talsmenn útgáfufyrirtækj-
anna tilkynntu að þau hefðu alls ekki samið við Qtrax. Aðstandendur Qtrax
segja að um misskilning sé að ræða, og ætla að leiðrétta hann sem fyrst.
Tölvuþrjótar segjast hafa fengið nóg af ritskoðun:
Ætla að knésetja
Vísindakirkjuna Fjórir umsjónarmenn vefsíðunn-ar The Pirate Bay hafa verið
handteknir í Svíþjóð. Þeir eru
ákærðir fyrir að ýta undir brot á
höfundarréttarlögum með því að
aðstoða notendur við að skiptast á
gögnum. Þeirra bíður allt að
tveggja ára fangelsisvist verði
þeir sakfelldir.
Vefinn, sem má finna á slóðinni
www.thepiratebay.org, nota
milljónir manns til að skiptast á
kvikmyndum, tölvuleikjum,
forritum og öðrum gögnum með
hjálp Torrent-tækninnar. Segja
má að vefurinn virki á svipaðan
hátt og hinn íslenski Torrent.is,
sem var lokað fyrir áramót eftir
lögbannsbeiðni frá Smáís. Ekkert
höfundarréttarvarið efni er
geymt á netþjónum vefjarins, en
hann gerir fólki kleift að senda
það á milli sín.
Meðal verka sem nefnd eru í
ákærunni eru platan Let It Be
með Bítlunum, Intensive Care
með Robbie Williams og kvik-
myndin um Harry Potter og
eldbikarinn.
- sþs
The Pirate Bay í Svíþjóð:
Vefræningjar
handteknir
TÆKNIHEIMURINN