Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 47
skömmuð fyrir að eyða of miklum peningum, ekki ennþá allavega!“ Hún segist líka getað sparað fólki peninga. „Það er oft miklu meiri hagræðing í því að fá arki- tekt til að hanna fyrir sig heldur en að gera hlutina sjálfur og þurfa svo að fá hjálp til að laga það. Fyrir fimm árum þótti það lúxus að vera með arkitekt í vinnu hjá sér en núna þykir þetta eðlilegur hlutur.“ Eru arkitektar ekki stundum eins og sálfræðingar? „Jú, það kemur fyrir en mér finnst það bara skemmtilegur þáttur af starfinu. Í gegnum störf mín hef ég eign- ast mikið af vinum. Það er engin drottnunarárátta í mér þótt ég sé að stýra fólki. Hjón eru oft mjög ósammála og þá er maður á milli og reynir að finna góðar lausn- ir. Stundum er maður í hlutverki hjónabandsráðgjafa og það er allt- af gaman þegar það kemst niður- staða í það,“ segir hún og þegar Hanna Stína er spurð að því hvort það hafi aldrei gerst neitt hrikalegt segir hún svo ekki vera. „Það hefur allavega aldrei neinn skilið út af mér,“ segir hún og hlær. Að hugsa út fyrir rammann Eitt af einkunnarorðum Hönnu Stínu er að hugsa út fyrir ramm- ann. „Það er alltaf gaman að vinna fyrir fólk sem þorir og líka fyrir fólk sem treystir manni skilyrðis- laust, þá kemur besta útkoman. Það eru alls ekki allir sem þora. Sumir vilja bara vera hefðbundnir og það er bara gott mál, þá dregur maður úr. En ég reyni alltaf að finna leiðir svo allir verði ánægðir og ég líka.“ Síðustu ár hefur borið mikið á hvít- um sprautulökkuðum innréttingum og svörtum borðplötum úr graníti. Ertu ekkert orðin þreytt á þessu eldhúsútliti? „Bæði og. Það er gott að finna hluti sem einhverjum fjölda líkar og er sáttur við, en per- sónulega finnst mér fólk hafa farið offari í þessu, þótt fjölföldun sé mesta hrósið fyrir þann sem hann- aði upphaflega. Mér finnst svart og alveg snjóhvítt ekki passa sérstak- lega vel saman þó að ég hafi hann- að flott eldhús sem eru þannig. Ég vil frekar milda hvíta litinn á móti svarta eða nota gráan á móti hvítu eða að nota þriðja efnið með sem dempar þetta aðeins, en það gæti breyst eins og annað,“ segir hún og er alveg komin á flug. Þegar hún er spurð út í næstu tískustrauma yppir hún öxlum. „Þetta er rosa- lega erfið spurning. Vildi óska þess að ég ætti tímavél og gæti séð fram í tímann. Þá væri ég farsæl- asti hönnuður landsins. En ég hef á tilfinningunni að bæsaður viður eigi eftir að koma sterkari inn ásamt háglansandi sprautulökk- uðum innréttingum í náttúruleg- um litum og jafnvel með smá sans- eringu. Ég held að þjóðin fari að verða móttækilegri fyrir sterkum litum og ég hef trú á þessu retro- útliti í bland við nýtísku hönnun. Ég er samt ekki að tala um kónga- bláan à la 1994 heldur hlýrri liti.“ Er þjóðin ekki alltaf að spegla sig í nágrannanum? „Núna vill fólk vera allt öðruvísi en nágrann- inn. Sumir eru svo langt leiddir að vilja bara vera öðruvísi til að vera öðruvísi. Það er smá munur á þessu tvennu. Þótt ég sé fylgjandi því að hugsa út fyrir rammann þá verður maður stundum að reyna að fá fólk inn í rammann aftur þegar það vill vera svo mikið öðruvísi að það veit ekki lengur hvað það vill. Ég hræð- ist það að endurtaka sjálfa mig í verkefnum. Ég reyni eins og ég get að koma alltaf með eitthvað nýtt. Ég vil ekki fá þann stimpil á mig að ég sé alltaf að gera það sama.“ martamaria@365.is 1. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR • 9 1 Gullveggurinn er gerður úr dúk sem er vanalega settur sem hljóðein- angrandi efni undir gólfefni, en í þessu tilviki notaður sem veggfóður og límdur beint á vegginn. Skrifborðið er leðurklætt og úr aski. 2 Óeldhúslegt eldhús úr smiðju Hönnu Stínu, hvítlakkaðar innréttingar og marmari eru í aðalhlutverki. Stólarnir eru eftir India Mahdavi sem er einn af uppáhaldshönnuðum hennar. 3 Hlýlegt og stílhreint fjölskyldueldhús með eikarinnréttingum og stein- borðplötu. 4 Afgreiðsluborð í versluninni Sence er leðurklætt og í bakgrunninn er fal- legt tréverk sem minnir á stulaberg. 5 Hanna Stína leggur mikið upp úr lýsingu eins og sést á þessu heimili. MYNDIR/VALLI/VILHELM 2 3 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.