Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 14
14 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði héraðsdóms um að tveir Litháar sem í síðustu viku voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun í húsasundi við Laugaveg skuli sitja í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Mennirnir hafa setið í varð- haldi síðan brotið var framið í nóvember síðastliðnum. Gæslu- varðhaldsvistin mun koma til frádráttar þeim tíma sem þeir þurfa að afplána. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki á það hættandi að sleppa mönnunum þar til þeir hefja afplánun, og á það hefur Hæstiréttur fallist. - sh Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Nauðgarar sitja áfram í fangelsi BJARTSÝNI Þessi líbanski maður má heita bjartsýnn að hafa tekið með sér regnhlíf út í bylinn sem geisaði í fjallahéruðum skammt frá Beirút 29. janúar. Enda veitti hún lítið skjól. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA, AP Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti á mánudag að hún myndi í næsta mánuði birta formlega afsökunarbeiðni til frumbyggja landsins fyrir að börn þeirra voru á fyrri tíð mörg hver flutt nauðug burt frá foreldr- um sínum. Ástralíustjórn hefur ekki áður beðist afsökunar á þessu fram- ferði, en Kevin Rudd forsætisráð- herra hafði lofað því í kosninga- baráttunni í nóvember að þetta skyldi verða eitt af hans fyrstu verkum ef hann næði sigri. Christine King, talsmaður frumbyggja, fagnaði þessum tíðindum. - gb Ný ríkisstjórn Ástralíu: Frumbyggjar fá afsökunarbeiðni KEVIN RUDD HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun og Matvælastofnun hafa sent frá sér viðvörun vegna sölu á hættulegum fitubrennsluhylkjum á netinu. Upplýsingar hafa borist í gegn- um viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) um sölu á fæðubótarefninu Therma Power sem inniheldur efedrín. Það er á lista Lyfjastofn- unar sem ávana- og fíkniefni. Hylk- in eru einkum ætluð þeim sem stunda líkamsrækt og eru ætluð til þess að auka fitubrennslu, að því er segir í viðvöruninni. Enn frem- ur kemur fram að danska matvæla- stofnunin hefur tilkynnt um 36 ára mann sem dó af hjartaslagi eftir að hafa tekið inn þessi hylki. Með réttarkrufningu var staðfest að í hinum látna fannst mikið af efe- dríni og dánarorsök var blóðtappi í hjarta. Þrjú önnur tilvik hafa verið tilkynnt um alvarlegar aukaverk- anir. Hylkin höfðu verið pöntuð í gegnum netið. Samkvæmt upplýs- ingum á netinu innihéldu hylkin efedrín, synefrín og koffín. Dönsk yfirvöld hafa nú sent út viðvörun til annarra Evrópulanda í gegnum RASFF, þar sem varað er við hylkjunum. Neytendur eru hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart vörum, sem seldar eru á netinu eða í póst- verslun. - js THERMA POWER Fitubrennsluhylkin sem varað er við. Lyfjastofnun og Matvælastofnun senda frá sér viðvörun: Varað við hættulegum fitu- brennsluhylkjum á netinu Vilja stofna framhaldsskóla Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við mennta- málaráðuneytið um stofnun fram- haldsskóla í bænum. MOSFELLSBÆR Umferðarslys á Akranesi Alls voru þrettán umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. Yfirlögregluþjónn segir þetta vera mjög mörg óhöpp en þau megi flest rekja til slæmra aksturs- skilyrða. LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Suðurnesjum tók þrjá ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á þriðjudaginn. Voru þeir allir stöðvaðir við reglubundið eftirlit. Hefur slíkum handtökum fjölgað nokkuð og þakka lögreglumenn það nýjum fíkniefnagreiningartækjum. VIÐSKIPTI Nýskráningum hlutafé- laga og einkahlutafélaga fjölgaði um 15 prósent á síðasta ári sam- anborið við árið á undan. Alls voru 3.674 hlutafélög og einka- hlutafélög skráð á árinu 2007, og árið því nýtt metár í nýskráning- um. Aukningin var mest á Vestur- landi, en í fyrra voru 45 prósent fleiri hlutafélög stofnuð í lands- hlutanum en árið 2006. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hag- stofu Íslands. Nær öll nýstofnuðu félögin voru einkahlutafélög. Af 3.674 félögum voru aðeins 27 hluta- félög. Í árslok 2007 voru rúmlega 28 þúsund hlutafélög og einkahluta- félög skráð. Innan við helmingur þeirra, um 13 þúsund félög, borguðu laun á árinu. Mikinn meirihluta nýskráðra félaga er að finna á höfuðborgar- svæðinu, um 72 prósent. Á lands- byggðinni er fjöldinn mestur á Suðurnesjum og Suðurlandi en fæst félög voru stofnuð á Norður- landi vestra. Nýskráðum félögum fjölgaði milli ára í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra, þar sem skráningum fækkaði um 38 prósent, og á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um fjögur prósent. Flestar nýskráningar á síðasta ári voru vegna félaga í rekstri eignarhaldsfélaga. Alls voru 790 eignarhaldsfélög skráð á árinu, rúmur fimmtungur allra skráðra félaga. Árið 2006 voru þau aðeins sjö prósent nýskráðra félaga. - bj Metár í nýskráningum hlutafélaga og einkahlutafélaga hér á landi á síðasta ári: Mest aukning á Vesturlandi > Fjöldi nýskráðra hlutafélaga og einka- hlutafélaga 2003-2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 2003 2004 2005 2006 2007 4000 3000 2000 1000 0 23 89 31 91 25 17 29 38 36 74 Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Golf F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.