Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 14
14 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest úrskurði héraðsdóms um
að tveir Litháar sem í síðustu viku
voru dæmdir í fimm ára fangelsi
fyrir hrottafengna nauðgun í
húsasundi við Laugaveg skuli
sitja í gæsluvarðhaldi þar til
áfrýjunarfrestur rennur út.
Mennirnir hafa setið í varð-
haldi síðan brotið var framið í
nóvember síðastliðnum. Gæslu-
varðhaldsvistin mun koma til
frádráttar þeim tíma sem þeir
þurfa að afplána. Héraðsdómur
Reykjavíkur taldi ekki á það
hættandi að sleppa mönnunum
þar til þeir hefja afplánun, og á
það hefur Hæstiréttur fallist. - sh
Hæstiréttur staðfestir úrskurð:
Nauðgarar sitja
áfram í fangelsi
BJARTSÝNI Þessi líbanski maður má
heita bjartsýnn að hafa tekið með
sér regnhlíf út í bylinn sem geisaði í
fjallahéruðum skammt frá Beirút 29.
janúar. Enda veitti hún lítið skjól.
NORDICPHOTOS/AFP
ÁSTRALÍA, AP Ríkisstjórn Ástralíu
tilkynnti á mánudag að hún myndi
í næsta mánuði birta formlega
afsökunarbeiðni
til frumbyggja
landsins fyrir að
börn þeirra voru
á fyrri tíð mörg
hver flutt nauðug
burt frá foreldr-
um sínum.
Ástralíustjórn
hefur ekki áður
beðist afsökunar
á þessu fram-
ferði, en Kevin Rudd forsætisráð-
herra hafði lofað því í kosninga-
baráttunni í nóvember að þetta
skyldi verða eitt af hans fyrstu
verkum ef hann næði sigri.
Christine King, talsmaður
frumbyggja, fagnaði þessum
tíðindum. - gb
Ný ríkisstjórn Ástralíu:
Frumbyggjar fá
afsökunarbeiðni
KEVIN RUDD
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun og
Matvælastofnun hafa sent frá sér
viðvörun vegna sölu á hættulegum
fitubrennsluhylkjum á netinu.
Upplýsingar hafa borist í gegn-
um viðvörunarkerfið RASFF
(Rapid Alert System for Food and
Feed) um sölu á fæðubótarefninu
Therma Power sem inniheldur
efedrín. Það er á lista Lyfjastofn-
unar sem ávana- og fíkniefni. Hylk-
in eru einkum ætluð þeim sem
stunda líkamsrækt og eru ætluð til
þess að auka fitubrennslu, að því
er segir í viðvöruninni. Enn frem-
ur kemur fram að danska matvæla-
stofnunin hefur tilkynnt um 36 ára
mann sem dó af hjartaslagi eftir að
hafa tekið inn þessi hylki. Með
réttarkrufningu var staðfest að í
hinum látna fannst mikið af efe-
dríni og dánarorsök var blóðtappi í
hjarta. Þrjú önnur tilvik hafa verið
tilkynnt um alvarlegar aukaverk-
anir. Hylkin höfðu verið pöntuð í
gegnum netið. Samkvæmt upplýs-
ingum á netinu innihéldu hylkin
efedrín, synefrín og koffín.
Dönsk yfirvöld hafa nú sent út
viðvörun til annarra Evrópulanda í
gegnum RASFF, þar sem varað er
við hylkjunum.
Neytendur eru hvattir til þess að
vera á varðbergi gagnvart vörum,
sem seldar eru á netinu eða í póst-
verslun. - js
THERMA POWER Fitubrennsluhylkin sem
varað er við.
Lyfjastofnun og Matvælastofnun senda frá sér viðvörun:
Varað við hættulegum fitu-
brennsluhylkjum á netinu
Vilja stofna framhaldsskóla
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið
Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra að
ganga frá samkomulagi við mennta-
málaráðuneytið um stofnun fram-
haldsskóla í bænum.
MOSFELLSBÆR
Umferðarslys á Akranesi
Alls voru þrettán umferðaróhöpp
tilkynnt til lögreglunnar á Akranesi í
síðustu viku. Yfirlögregluþjónn segir
þetta vera mjög mörg óhöpp en þau
megi flest rekja til slæmra aksturs-
skilyrða.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Þrír undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Suðurnesjum tók þrjá
ökumenn fyrir akstur undir áhrifum
fíkniefna á þriðjudaginn. Voru þeir
allir stöðvaðir við reglubundið eftirlit.
Hefur slíkum handtökum fjölgað
nokkuð og þakka lögreglumenn það
nýjum fíkniefnagreiningartækjum.
VIÐSKIPTI Nýskráningum hlutafé-
laga og einkahlutafélaga fjölgaði
um 15 prósent á síðasta ári sam-
anborið við árið á undan. Alls
voru 3.674 hlutafélög og einka-
hlutafélög skráð á árinu 2007, og
árið því nýtt metár í nýskráning-
um.
Aukningin var mest á Vestur-
landi, en í fyrra voru 45 prósent
fleiri hlutafélög stofnuð í lands-
hlutanum en árið 2006. Þetta
kemur fram í Hagtíðindum Hag-
stofu Íslands.
Nær öll nýstofnuðu félögin
voru einkahlutafélög. Af 3.674
félögum voru aðeins 27 hluta-
félög.
Í árslok 2007 voru rúmlega 28
þúsund hlutafélög og einkahluta-
félög skráð. Innan við helmingur
þeirra, um 13 þúsund félög,
borguðu laun á árinu.
Mikinn meirihluta nýskráðra
félaga er að finna á höfuðborgar-
svæðinu, um 72 prósent. Á lands-
byggðinni er fjöldinn mestur á
Suðurnesjum og Suðurlandi en
fæst félög voru stofnuð á Norður-
landi vestra.
Nýskráðum félögum fjölgaði
milli ára í öllum landshlutum
nema á Norðurlandi vestra, þar
sem skráningum fækkaði um 38
prósent, og á Suðurlandi þar sem
þeim fækkaði um fjögur prósent.
Flestar nýskráningar á síðasta
ári voru vegna félaga í rekstri
eignarhaldsfélaga. Alls voru 790
eignarhaldsfélög skráð á árinu,
rúmur fimmtungur allra skráðra
félaga. Árið 2006 voru þau aðeins
sjö prósent nýskráðra félaga. - bj
Metár í nýskráningum hlutafélaga og einkahlutafélaga hér á landi á síðasta ári:
Mest aukning á Vesturlandi
> Fjöldi nýskráðra hlutafélaga og einka-
hlutafélaga 2003-2007
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
2003 2004 2005 2006 2007
4000
3000
2000
1000
0
23
89
31
91
25
17
29
38
36
74
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Golf
F
í
t
o
n
/
S
Í
A