Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 50
12 • FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 V ilhjálmur Hans Vilhjálms- son, héraðsdómslögmaður á Lögfræðistofu Reykja- víkur, státar af sérlega smekklegri skrifstofu. Hann er fagurkeri í eðli sínu og skrifstof- an er í stíl við það. Hann valdi húsgögnin ásamt konunni sinni, Önnu Lilju Johansen, en þau eru flest fengin frá Casa. Skenkur- inn og stóllinn eru frá Poltrona Frau,“ segir Vilhjálmur. Í einu horninu á skrifstofunni er hinn frægi Emes-stóll en hann er með svörtu leðri og svörtum við og er algerlega klæðskerasniðinn inn í rýmið. Þegar hann er spurður að því hvort það sé nauðsynlegt að hafa hægindastól fyrir skjól- stæðingana segir hann svo ekki vera. „Ég var fyrst og fremst að hugsa um að skapa notalegt vinnuumhverfi. Þessi stóll er hugsaður fyrir mig, þegar ég les gögn eða fæ mér„powernap“. Þegar hurðin er læst og dreg- ið er fyrir gluggana, þá er ég sofandi,“ segir hann og hlær og bendir á að fólk spái mikið í hús- gögnin sem það velur inn á heim- ilið en gleymi oft vinnustaðnum. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem mína vinnuaðstöðu og mitt annað heimili. Ég vildi hafa nota- legt, þægilegt og fallegt í kring- um mig en oft er ég upp undir 14 tíma á dag í vinnunni.“ Á skrif- stofunni hans Vilhjálms er ekki útvarpsgarmur heldur magn- aðar steríógræjur sem eiga sér sögu en hann keypti þær rétt fyrir síðustu aldamót. „Mig vant- aði hljómtæki og fékk kunningja minn, Tómas Tómasson tónlist- armann, til að hjálpa mér við valið enda vel ég hljómburð um- fram útlit. Ég hringdi í Tomma til að koma með mér að velja græjur miðað við ákveðið „bud- get“. Hann tók mjög vel í þetta en hann var á þessum tíma að taka upp barnaplötu ásamt Hilm- ari Erni og Röggu Gísla. Það var þessi hópur sem fór saman á þrjá fyrirfram valda staði og hlust- aði á hljóminn í nokkrum teg- undum af hljómtækjum og þess- ar urðu fyrir valinu. Og hljómur- inn leynir sér ekki, silkimjúkur, og þegar vel stendur á setur Vil- hjálmur bassaboxið í samband. Á dögunum þegar lögmannsstof- an hélt innflutningsboð slógu græjurnar alveg í gegn en Vil- hjálmur segir þó að einhverj- ir hafi kvartað yfir tónlistars- mekknum sem þótti helst til of einsleitur og þunglyndislegur á köflum. Hann segist nota hljóm- tækin mikið og hlusti gjarnan á tónlist meðan hann fer yfir gögn og annað slíkt. Hvernig er venjulegur dagur á skrifstofunni? „Ég flyt mikið af málum og er því oft í héraðsdómi. Svo eru mikil fundarhöld hér á skrifstof- unni eða annars staðar. Einnig er mikið um viðtöl við umbjóð- endur og aðra fundi. Síðan þarf að útbúa stefnur og skila grein- argerðum. Þá fer einnig mik- ill tími í bréfaskriftir og gagna- öflun.“ Hann segist ekki fara í hefðbundna matar- eða kaffi- tíma heldur grípi eitthvað fljót- legt og haldi svo áfram að vinna. Stöku sinnum fer hann og hittir félaga sína í hádegismat. Þegar hann er spurður að því hvað sé mest heillandi við starfið nefnir hann fjölbreytileikann. „Það er frábær andi hér á Lögfræðistofu Reykjavíkur og mjög gaman í vinnunni enda stórskemmtilegt fólk sem hér starfar. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að flytja mál. Það er svipuð tilfinning sem grípur um sig og þegar ég var að spila fótbolta í gamla daga, en þegar inn á völlinn er komið þarf að gefa allt í leikinn og það er ekkert annað sem kemst að en sigur. Munurinn er þó sá að úrslitin eru ekki ljós fyrr en að nokkrum vikum liðnum og það veltur á rökstuðningi dómsins hvort maður er sáttur við niður- stöðuna eða ekki.“ martamaria@365.is Skrifstofan er mitt annað heimili heima gleði og glysgjörn húsráð Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson á svala skrifstofu með mögnuðum steríógræjum. 1 Þótt allt sé á sínum stað segist hann ekki vera nema meðalmað- ur þegar komi að snyrtimennsku, hann hafi tekið sérstaklega til fyrir myndatökuna. 2 Hann situr gjarnan í Emes- stólnum þegar hann fer yfir gögn eða fær sér „powernap“ til að hressa sig við í önnum dagsins. 3 Málverkið er eftir Laufeyju Jo- hansen listakonu en hún er mág- kona Villhjálms. Á skenknum sóma græjurnar sér vel en þær eru mikið notaðar. 4 Í góðum félagsskap meistar- anna: Kjarval, Steins Steinars, Halldórs Laxness og Ástu Sigurð- ardóttur. Myndirnar eru allar eftir ljósmyndarann Jón Kaldal. MYNDIR/VALLI 1 2 3 4 „Þegar hurð- in er læst og dregið er fyrir gluggana, þá er ég sofandi“ KENZO Á MATARBORÐIÐ Japanski hönnuður- inn Kenzo kom fram á sjónarsviðið þegar hann opnaði fataverslun með hönnun sinni árið 1970. Núna, tæpum fjörutíu árum seinna, skín stjarna hans enn þá skært. Árið 1999 kom hann með heimilislínu á markað en í henni er að finna guðdómleg matar- stell, prjónateppi og púða. Því miður eru vörur frá hinum japanska Kenzo ekki í íslensk- um verslunum en hægt er að kaupa þær á netinu. http://www.unicahome.com/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.