Tíminn - 18.09.1981, Page 8

Tíminn - 18.09.1981, Page 8
8 Föstudagur 18. september 1981 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluai Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason. Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn). Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir. Jónas Guömundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprent h.f. ___Wmmm_________ á vettvangi dagsins Stóridja ekki eina úrræðid í atvinnuþróun næstu ára eftir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra Miðfylkingin í Bretlandi ■ Sögulegur atburður gerðist á landsfundi Frjálslynda flokksins i Bretlandi i fyrradag (16. þ.m.), þegar fundurinn samþykktimeð 1600 at- kvæðum gegn 112 að ganga til kosningabanda- lags við hinn nýstofnaða Jafnaðarmannaflokk, sem er klofningur úr Verkamannaflokknum. Það verður næsta skref i framhaldi af þessu, að fulltrúar flokkanna semji stefnuskrá fyrir bandalagið. Eitt meginatriði hennar verður að draga úr miðstýringu valds og gera breytingu á kjördæmaskipuninni i þá átt að teknar verði upp hlutfallskosningar i stað einmenningskjördæma, þegar kosið er til þingsins. Eins og er, er hinu nýja bandalagi spáð mikl- um sigri i næstu þingkosningum. Ef marka má skoðanakannanir, yrði það stærsti flokkur Bret- lands, ef kosið væri nú. Þótt hið nýja kosningabandalag skipi sér i miðið milli íhaldsflokksins og Verkamanna- flokksins, er það ótvirætt frekar til vinstri við miðjuna, likt og Franklin D. Roosevelt lýsti stefnu sinni forðum. Sumir fréttaskýrendur draga þær ályktanir af siðustu kosningaúrslitum i Sviþjóð og Noregi, að þar sé að myndast tveggja flokka kerfi og mið- flokkarnir séu á augljósu undanhaldi. Það er rétt, að fylgi miðflokkanna i Noregi og Sviþjóð dróst heldur saman i siðustu kosningum, en þeir höfðu áður búið við vaxandi gengi, eink- um miðflokkurinn sænski. Tap þeirra er ekki meira en það, að öll ástæða er til að ætla að þeir rétti við aftur. Staðreyndin er sú, að miðflokkarnir eru nú lóðið á vogarskálinni i Noregi, Sviþjóð, Finn- landi og Danmörku og ekki verður stjórnað þar án þáttöku þeirra i stjórn eða stuðnings þeirra við hana. Þótt sitthvað megi finna að stjórnar- háttum á Norðurlöndum, er óhætt að fullyrða að þar rikir nú skásta stjórnarfar i heiminum. Mið- flokkarnir eiga sinn drjúga þátt i þvi. . Þetta er m.a: vatn á myllu hinnar nýju mið- fylkingar I Bretlandi. Millileiðin bezt ■ Jóhannes Páll páfi II hefur sent frá sér at- hyglisvert hirðisbréf um verkalýðsmál. Ber- sýnilegt er, að bréfinu er m.a. ætlað að hafa á- hrif á stjórnmálaþróunina i Póllandi. í bréfinu lýsir páfi stuðningi við verkalýðsfé- lög og þátttöku verkamanna i stjórnun fyrir- tækja. Hann fordæmir einstrengingslegan kapi- talisma og rikisrekstur, og telur efnahagsþróun- ina bezt tryggða með þvi að farin sé millileið. Þannig eigi að stefna að efnahagskerfi, sem sé hvorki kapitaliskt eða kommúniskt. Páfinn segir, að maðurinn skipti meira máli en fjármagnið og þvi eigi hann að hafa ótviræð- an forgangsrétt. Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif boðskapur páfa hefur i Póllandi. Þ.Þ. • Eins og greint hefur veriö frá i fréttum var haldinn i siöustu viku i Reykjavik sérstakur fundur á vegum visindanefndar bróunar- og efnahagssam- vinnustofnunarinnar i Paris (OECD), sem er alþjóðleg stofnun, sem íslendingar taka þátt i, Fundur þessi fjallaöi um visinda- og tæknistefnu á ís- landi og er liöur i viötækri sam- vinnu þjóða um aðferðir til aö móta slika stefnu i hinum ýmsu löndum. Fyrir fundinum lá skýrsla tveggja sérfræöinga OECD um stööu þessara mála á Islandi og hugleiðingar um leiðir til úrbóta, Höfundar skýrslunnar, prófess- or Freeman frá Englandi og Mr. Mullin, Kanadamaður bú- settur i Paris, fylgdu skýrslu sinni úr hlaöi meö ræöum. Þrir islenskir ráöherrar töluöu á fundinum, þ.e. menntamála- ráöherra, sem fer með málefni Rannsóknaráðs rikisins, iðnað- arráðherra og sjávarútvegs- ráðherra. Hér fer á eftir ræöa Ingvars Gislasonar menntamálaráö- herra viö þetta tækifæri, þar sem hann vikur fyrst að starfi skýrslugjafanna og gildi skýrslunnar heima og erlendis, en gerir siðan grein fyrir hver vandi er á höndum i sambandi við stefnumörkun á þessu sviöi, þar sem taka veröur tillit til mjög ólikra sjónarmiöa i vis- indum, tækniþróun og stjórn- málum. Ég þakka prófessor Freeman og Mr. Mullin fyrir skýrar og hóf- samar ræður þeirra. Einnig vil ég nota þetta tækifæri til þess aö bjóöa þá sérstaklega velkomna til íslands. Get ég fullyrt aö verk þeirra er mikils metiö, og vist er aö áhugamenn hér vænta alls góðs af skýrslu þeirra. Skýrslan er vel samin og hefur að geyma gagnlegt yfirlit yfir stööu visinda- legra rannsókna á tslandi og nokkrar hugleiðingar um það sem betur mætti fara i þeim efnum. Ég minni á aö til þess er ætlast aö fundarmenn segi skýrt og skorinort álit sitt á umræðuefn- inu, þannig að skoöanir manna komi sem gleggst i ljós. Skýrslugjafarnir eru áreiðan- lega miklir hæfileikamenn. Þeir dvöldust hér á landi aðeins eina viku i svartasta skammdeginu i fyrra, en á þessum tima hafa þeir safnað ótrúlega miklu efni og ööl- ast almenna yfirsýn yfir visinda- rannsóknir i landinu, sem ástæöa er til að dást að. Ég held að það séu fáar staö- reyndavillur i þessari skýrslu. Skýrslan hefur þvi ótvirætt gildi á alþjóðavettvangi, t.d. innan O.E.C.D., þar sem safnað er sam- an upplýsingum um visindastarf- semi i hinum ýmsu löndum. Skýrslan ætti að reynast gagnleg þegar gerður er hlutlægur sam- anburöur á visindastarfsemi og rannsóknum i ólikum löndum. bessi skýrsla hefur þvi alþjóðlegt upplýsingagildi sem ekki má van- meta. En að sjálfsögðu hefur skýrslan annað og mikilvægara gildi i aug- um Islendinga. Hún er grundvöllur alvarlegrar umræðu á Islandi um stöðu vis- indarannsókna hér á landi og um mótun visindastefnu fyrir ísland. Ekkí vegna þess að skýrslan segi fyrir um hverjar séu hinar einu færu leiðir i sambandi við mótun visindastefnu, heldur af hinu að hún bendir á vandamálin og fær Islendinga sjálfa til þess að hugsa um þau og leita lausnar á þeim. íslendingar verða sjálfir að rök- ræða þessi mál sin i milli, enda hlýtur öllum að vera ljóst að það er hlutverk tslendinga einna að móta eigin visindastefnu. Við ráðum ekki 2 eða fleiri skýrslugerðarmenn frá Paris eða London til þess að búa til visinda- stefnu, þótt svo hæfir menn séu i boði sem prófessor Freeman og Mr. Mullin eða aðrir fróðleiks- menn um rikjandi ástand i vis- indamálum viða um heim. Þekk- ing þeirra kemur okkur að góðum notum, og við erum þakklátir þeim fyrir þá þekkingarmiðlun, sem þeir láta okkur i té og gefa menningarmál Áh ugaverd höggmynda- sýning Jónas Guðmundsson skrifar um myndlist Kjarvalsstaðir Hallsteinn Sigurðsson, myndhöggvari. Myndir frá 1968-1981 5.-20. sept. 1981. ■ Hallsteinn Sigurðsson, mynd- höggvari (f. 1945) verður að telj- ast i hópi eljusömustu mynd- listarmanna af yngri kynslóðinni. Ef til vill er þetta ættarfylgja, þvi hann er bróbursonur Asmundar Sveinssonar og þvi af listrænni og vinnusamri ætt. Brátt hefur hann unnið að myndlistarstörfum i tvo áratugi, þrátt fyrir að aldurinn sé ekki hár. Hann sýnir nú 28 verk á Kjarvalsstöðum, á vesturgangi og i portinu sunnan við húsið, en það gefur sýningu hans óvenju- legan og skemmtilegan blæ. Hallsteinn Sigurðsson nam við Myndlista- og handiöaskólann á árunum 1963-1966, og þar eftir við St. Martin’s School of Art og öðr- um stöðum i London, eða á árun- um 1966-1972 og námsferðir fór hann siðan til ítaliu og Grikk- landsá árunum 1972,1974 og 1975. Það er nú naumast þorandi að fást við höggmyndir án þess að hafa komið i þau lönd, þvi þar er ab finna nær alla undirstöðu, eða frumatriði þeirrar höggmynda- listar, er stunduð er i Evrópu. Hann sýndi fyrst myndir i Reykjavik árið 1971 og hefur sið- an verið virkur myndlistarmaður og er fyrir löngu orðinn þekktur myndhöggvari. Af framansögðu má lesa, að þarna er á ferðinni vel menntaður myndlistarmaður, sem að visu er ekki nóg eitt sér, en Hallsteinn hefur verið grandvar og trúr sjálfum sér, og það gjörir vissan gæfumun i allri listsköpun. Hann hefur gefið sér tima og kann vel til verka. Sýningin á Kjarvals- stöðum. Það skal játað hér og nú, að myndlist Hallsteins Sigurðssonar hefur ekki valdið neinu uppnámi hjá undirrituðum. Verk hans eru oft eins og þung steinbörn. Ekki aðeins á vogina, heldur einnig á sálina. Þau hefur skort þá innri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.