Fréttablaðið - 08.02.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 08.02.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50008. febrúar 2008 — 38. tölublað — 8. árgangur SIF GUNNARSDÓTTIR Les matreiðslubækur sér til skemmtunar matur Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sif Gunnarsdóttir er óhrædd við að prófa sig áfram í eldhúsinu þótt henni takist misjafnlega til. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, les gjarnan kokkabækur og uppskriftablöð sér til skemmtunar. „Mér finnst gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu. Stundum tekst vel til en stundum er þ bara ógn og skelfing og fjölsk í maður er með gesti er svo bara hægt að setjast niður og spjalla í klukkutíma eða svo,“ útskýrir Sif. Hún segist yfirleitt bera fram salat og brauð með rétt- inum og ef hún er í sérstöku stuði gerir hún nanbrauð. „Ég er reyndar ennþá að leita að hinni fullkomnu nan- brauðsuppskrift og lýsi hér með eftir henni.“ Í gær hófst Vetrarhátíð en Sif er ð enda hennar Þ Kryddaður vetrarréttur Það er alltaf gaman þegar fjölskyldan safnast saman á köldum vetrarkvöldum og nýtur samvista yfir góðum mat. Sif er hér með fulla skál af rótarávöxtum sem hún notar gjarnan í marokkóska vetrarréttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Krydd geymist ekki endalaust og því er nauðsynlegt að fara reglulega í gegnum kryddsafnið og henda því sem er útrunnið. Þegar nýtt krydd er keypt í staðinn fyrir það gamla er svo tilvalið að bæta við einhverju sem ekki hefur verið prófað áður. Gjafakort á Hereford steikhús getur verið skemmtileg afmælis-gjöf. Afmælisbarn-ið getur þá farið og gert vel við sig í mat og drykk og hugs-anlega boðið einhverjum sérstökum með sér. Pasta er ekki bara pasta og um að gera fyrir þá sem ekki hafa prófað að reyna spínat-pasta, heilhveitipasta eða speltpasta. Margir vilja nefnilega meina að þetta venjulega hvíta pasta sé síst á bragðið af því sem er í boði. FÖSTUDAGUR 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Föstudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 40% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 70% BB heilsa og lífsstíll FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe GILOFA ®2000 Mit natürlicher BaumwolleMit natürlicher Baumwolle | Mit natürlicher Baumwolle cotton Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe GILOFA® 2000 f St üt z un d Re is es tr üm f Mit atmungsaktiver MikrofaserMit atmungsaktiver Mikrofaser | Mit atmungsaktiver Mikrofaser Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe GILOFA® 2000 Mit wärmender Wolle Mit wärmender Wolle | Mit wärmender Wolle 2000 Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe Stütz- und Reisestrümpfe GILOFA® 2000 Mit pflegender Aloe vera Mit pflegender Aloe vera | Mit pflegender Aloe vera Ertu að fara í fl ug? Útsölustaðir: Iljaskinn, verslanir Lyfju, verslanir Lyf og heilsu, Rimaapótek, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Eðalfætur - Selfossi, Lyfsalan Vopnafi rði, Fótatak,, Femin.is og Sjúkraliðafélagið - Grensásvegi. Gilofa® eru fallegir, hágæða fl ug- og stuðningssokkar frá Þýskalandi sem örva blóðfl æðið í líkamanum, draga úr vökvasöfnun í fótum og geta komið í veg fyrir myndun blóðtappa í fótum. Minnislaus maður fær kvikmyndastyrk Baugur styrkir nýja kvikmynd Lýðs Árna- sonar um minnislaus- an athafnamann og stúlku á villigötum. FÓLK 46 Fékk símtal frá Hollywood Framleiðendur í Hollywood ræða við Sæma rokk vegna kvikmyndar um Bobby Fischer. FÓLK 46 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 + Nánari upplýsingar www.icelandair.is * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. TILB OÐ Verð frá 1 2.89 0 kr .* DAN KARATY Snýr aftur til Íslands Kennir þjóðinni réttu sporin. FÓLK 40 BÓKMENNTIR Forsetaframbjóðand- inn Barack Obama fær ekki aflétt leynd af áratuga gömlum skjölum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um rithöfundinn Halldór Lax- ness. Skrifstofa Obama harmar þetta og segir að alríkislögreglan sé ósveigjanleg í málinu. Þetta kemur fram í bréfi sem skrifstofa Obama í öldungadeild bandaríska þingsins sendi frá sér um áramót- in og Fréttablaðið hefur afrit af. Bókmenntafræðingnum Chay Lemoine hafði áður verið meinað- ur aðgangur að þessum skjölum í október, með tilvísan til þess að upplýsingarnar í þeim ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna, eins og greint var frá í Fréttablaðinu á sínum tíma. Lemoine hefur í þrjú ár reynt að fá aðgang að ýmsum skjölum Bandaríkjamanna um Laxness og fengið í smáskömmtum. Nú standa ein fjögur skjöl eftir hjá FBI: upp- lýsingar sem sagðar eru ógna þjóðaröryggi og upplýsingar sem tengjast vegabréfaáritun, flokkuð sem einkamál. Lemoine var orðinn vonlítill um að fá nokkurn tíma aðgang að skjölunum og grunar að þeim sé enn haldið leyndum til að vernda íslenska bandamenn bandarísku leyniþjónustunnar. Hann ákvað þó að leggja ekki árar í bát heldur leitaði á náðir öldungadeildarþing- manns síns, Obama, og bað hann að vinna í málinu fyrir sína hönd. „Og mér finnst það svolítið merkilegt að í miðri kosningabar- áttu hafi skrifstofa Obama gefið sér tíma til þess að bregðast við þessu bréfi mínu. Ég bjóst nú ekk- ert sérstaklega við því að þeir hefðu fyrir því að hafa samband við FBI fyrir mig! En fulltrúi Obama þakkaði mér sem sagt fyrir bréfið um ágreining minn við FBI og segir að því miður sé ákvörðun stofnunarinnar um mál mitt end- anleg,“ segir Lemoine. „Halldór hefði örugglega haft gaman af þessu; að öldungadeild- arþingmenn og leyniþjónustur hér hafi svona áhyggjur af honum eftir öll þessi ár,“ segir Lemoine, sem nú reynir að fá aðgang að skjölunum eftir öðrum leiðum. - kóþ / sjá síðu 8 Obama má ekki sjá skjölin um Laxness Forsetaframbjóðandinn Barack Obama fær ekki hnekkt úrskurði FBI um bann við lestri á áratuga gömlum skjölum um Halldór Kiljan Laxness, sem fræði- maðurinn Chay Lemoine hefur lengi barist fyrir að séu gerð aðgengileg. STORMVIÐVÖRUN! Í dag verður vaxandi suðaustanátt, stormur eða ofsaveður víða um land í kvöld. Skúrir eða él sunnan og vestan til í fyrstu og þurrt eystra en mikil rigning víða um land í kvöld, síst fyrir norðan. Hlýnandi veður. VEÐUR 4       FÓLK Magnús Scheving hefur undanfarið hálft ár verið að skrifa bók með dr. Miriam Stoppard, sem er hvað þekktust fyrir að vera höfundur bókarinn- ar Kvennafræðarans. Bókin ber heitið How to Raise Healthy Kids en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún kemur út. Magnús segir að það hafi verið hæg heimatökin að komast í kynni við Stoppard en hún er vinkona forsetafrúarinnar, Dorrit Moussai- eff. „Stoppard var sjónvarps- stjarna hérna á árum áður, hún er læknir og mikill fræðingur og því góður samstarfsfélagi,“ útskýrir Magnús. - fgg/sjá síðu 46 Magnús Scheving: Íþróttaálfur með kvennafræðara VIÐSKIPTI Kólnun á fasteignamark- aði og lækkandi húsnæðisverð undir lok þessa árs vinnur á móti verðbólgu á þessu ári og því næsta. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri efnahagsspá greiningardeildar Kaupþings sem kynnt var í gær. Gert er ráð fyrir hraðri hjöðnun verðbólgu eftir því sem fasteignaverð tekur að lækka. Spáin gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hefji lækkun stýrivaxta mun fyrr en ráðgert hefur verið vegna örrar kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar- innar, segir núverandi vaxta- stefnu Seðlabankans nær örugga leið að mjög harðri lendingu í efnahagslífi þjóðarinnar. - óká / sjá síðu 12 Húsnæðisverð lækkar á árinu: Hörð lending lækki vextir ekki ÁSGEIR JÓNSSON Ásgeir, sem er forstöðu- maður greiningardeildar Kaupþings, fór í gær yfir væntingar um stýrivexti. Komin til kóngsins Sigga Heimis er nýr hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR8. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS KJARTAN GUÐJÓNSSON og uppáhaldshlutirnir REBEKKA ætlar að vinna Laugardagslögin ÓLÖF NORDAL keypti glæsivillu Ingólfs Guðbrandssonar Sigga Heimis er nýr hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen Komin til kóngsins FÖSTUDAGUR VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N HREYFING Snjóþrúguæði í uppsiglingu Sérblað um heilsu og lífsstíl FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VETRAHÁTÍÐ HAFIN Í höfuðborginni hófst í gær Vetrarhátíð sem nú er haldin í sjöunda sinn og stendur fram á laugardag. Þema hátíðar- innar er ljós og hreyfing og endurspeglast það á fjölbreytilegan hátt í dagskrá hátíðarinnar. Hér á ofan má sjá dansara við Fríkirkjuna í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Baráttusigur hjá KR KR gerði Njarðvík líf- ið leitt enn eina ferðina í gær er Vesturbæingar unnu ótrúlegan sigur í Ljónagryfjunni. ÍÞRÓTTIR 42 BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, fyrrverandi borgar- stjóri, segist hafa leitað til Kristbjargar Stephensen borgar- lög manns og fengið staðfestingu frá henni um að hann hefði umboð til að samþykkja fyrir hönd Orku- veitu Reykjavíkur samning um breytingar á eignarhaldi Reykja- vík Engergy Invest (REI) og sam- runa við Geysi Green Energy. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hefði haft umboð, en tveir hæstaréttarlög- menn draga það í efa í áliti sínu í lokaskýrslu stýrihóps um mál- efni REI, sagði Vilhjálmur svo vera: „Ég fer ekki til svona máls fyrr en ég er með það á hreinu að ég hafi svona umboð, mér dettur það ekki í hug og það er líka alveg ljóst að aðilar í kerfinu hefðu aðvarað borgarstjóra um það ef hann hefði ekki slíkt umboð.“ Ekki náðist í Kristbjörgu Stephensen við vinnslu frétta- rinnar í gærkvöldi. - shá / sjá síðu 6 Vilhjálmur Vilhjálmsson segist hafa haft umboð til að undirrita samrunasamning: Umboðið frá borgarlögmanni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.