Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 6
6 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 2. maí–31. des. TORO NTO Verð frá 19 .920 k r.* BORGARMÁL „Ég efast ekki um að einhver muni gera það,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þegar hann var spurður hvort einhver ætti ekki að axla ábyrgð vegna REI-málsins. „En ég vil ekki tjá mig frekar um það,“ bætti hann svo við. Hann sagði að REI-málið sýni að taki verði upp nýja stjórnar- hætti hjá borginni. „Og ég efast ekkert um það að undir minni stjórn verði viðhafin opin og heiðarleg vinnubrögð,“ segir hann. Hann fagnaði því að samstaða hefði náðst um málið hjá stýri- hópnum og ítrekaði að hann hefði ekki átt nokkurn þátt í því verklagi sem gagnrýnt var í skýrslunni. Hann vildi ekki svara því hvort Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson ætti að segja af sér vegna málsins. - jse Ólafur F. Magnússon: Einhver mun axla ábyrgð ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGARSTJÓRI Einhver mun axla ábyrgð, borgarstjórinn efast ekkert um það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þekkir þú einhvern sem glímir við tölvufíkn? Já 45% Nei 55% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI? Segðu skoðun þína á visir.is BORGARMÁL Lokaskýrsla stýrihóps um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt á borgar- ráðsfundi í gær. Svandís Svavars- dóttir, formaður stýrihópsins, sagði þegar hún kom af borgar- ráðsfundinum að það mætti draga mikinn pólitískan lærdóm af skýrslunni. „REI-málið er ákall frá almenningi til stjórnmála- manna að viðhafa heiðarleg og opin vinnubrögð. Það var það sem gekk fram af almenningi þegar hann sá hvað pólitíkin getur leitt menn langt í því að fara á svig við eðlilegar reglur og eðlileg vinnu- brögð, fara á svig við opna og klára umræðu sem almenningur á rétt á. Við erum sammála um þetta og að lærdómur af skýrslu stýri- hópsins megi ekki fara ofan í skúffu.“ Svandís sagði að sá lærdómur sem dreginn yrði af þessum máli myndi verða yfirfærður á allar nefndir og svið Reykjavíkurborg- ar sem og hjá stofnunum borgar- innar eins og Strætó, Faxaflóa- höfnum og Sorpu. Meðal þess sem Svandís sagði að nefndarmenn væru sammála um að væri gagnrýnisvert við stjórnsýslu í REI-málinu var: „Í fyrsta lagi höfum við ekki fengið neina útskýringu á því hvað olli þeim hraða sem var á ferlinu þó svo að við höfum fengið ýmsar vísbendingar um hvað hafi verið þar á ferðinni. Eins var umboð einstaklinga mjög óljóst svo ekki sé fastar að orði kveðið, samráð var fyrir borð borið og upplýs- ingagjöf var mjög takmörkuð.“ Einnig sagði hún aðkomu FL- Group óeðlilega með meira móti. Orðalagi í lokaskýrslunni hefur verið breytt frá vinnuskýrslunni sem Fréttablaðið sagði frá í gær en öll meginatriðin standa þó óbreytt. „Það sem eru mestu tímamótin í þessu plaggi er að við skyldum ná um þetta skýrri samstöðu,“ sagði Svandís. „Það sitja við borðið í þessum hópi fólk sem eru miklir snillingar en sannarlega fólk sem er ekki sammála. Það eru mikil tímamót að geta leitt þetta allt til lykta. Ekki aðeins tímamót í sögu Reykjavíkur heldur einnig í sögu íslenskra stjórnmála því það hefur ekki gerst hingað til að samstöðu sé náð með þessum hætti um þung ágreiningsmál eins og þetta.“ Svandís sagði enn fremur að skýrslan bæri þess merki að vera sett saman af fólki úr mörgum flokkum. „Við myndum tala öðru- vísi hvert um sig ef við myndum tjá okkur um málið,“ bætti hún við. jse@frettabladid.is Ákall almennings um betri vinnubrögð REI-málið sýnir hversu pólitíkin getur leitt menn langt í því að fara á svig við eðlilegar reglur og vinnubrögð segir formaður stýrihóps um málefni REI. Skýrslan var kynnt fyrir borgarráði í gær. Umboð einstaklinga var óljóst. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR FORMAÐUR STÝRIHÓPS UM MÁLEFNI REI OG ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Heilmikinn lærdóm má draga af REI-málinu og mun hann verða yfirfærður á öll svið og stofnanir borgarinnar, segir Svandís Svavarsdóttir sem fór fyrir stýrihópi um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri segir að REI-málið hafi veikt stöðu sína sem stjórn- málamanns. „Auðvitað hefur þetta veikt stöðu mína,“ sagði hann eftir fund borgarráðs í gær. „Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá mér, því er ekki að leyna.“ Svo bætti hann við klökkur, „en ég hef góða fjöl- skyldu og sterk bein.“ Hann sagðist vel skilja ákvörðun Björns Inga Hrafnsson- ar um að hætta í stjórnmálum. „Það er ekki skemmtilegt að stunda pólitík þegar menn eru bornir þungum ásökunum eins og hann lenti í. Ég hef ekki lent í slíku.“ Hann sagðist ætla að einbeita sér að því að starfa vel fyrir borgarbúa það sem eftir lifir kjörtímabils. - jse Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Málið hefur tekið sinn toll VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Fyrr- verandi borgarstjóri varð klökkur þegar hann var spurður hvort REI-málið hefði veikt stöðu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BORGARMÁL Sigurður Líndal laga- prófessor segir að heppilegra hefði verið að óháð nefnd hefði fjallað um málefni REI og Orku- veitunnar. „Ef tilgangurinn var að komast til botns í þessu máli hefði verið heppilegra að hún hefði verið skipuð óháðum aðilum sem síðan hefðu kallað til þá menn er málið varðar,“ segir Sigurður. „Reyndar er ég ekki klár á því hvaða hlutverki stýrihópurinn átti að gegna en ég veit heldur ekki hvað hópur sem skipaður væri óháðum aðilum hefði ekki getað gert betur en hópur sem skipaður með þessum hætti.“ Spurður hvort hann teldi að stýrihópnum hefði hugsanlega verið ætlað að semja um ásættan- lega niðurstöðu í þessu máli sem hefði minnstar afleiðingar svaraði hann, „ekki ætla ég mönnum að það hafi verið tilgangurinn í upp- hafi, það er hins vegar alltaf til- hneigingin að málin þróist á þann veginn þegar nefndir eru skipaðar með þessum hætti.“ Um það álitamál hvort Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson hafði umboð eða ekki til að semja um samruna REI og Geysir Green Energy segir hann, „ef það er minnsti vafi, ég tala nú ekki um í stóru máli sem þessu, þá leitar maður til umbjóð- andans og þá á ég við hina fulltrú- ana í borgarstjórn. Annað væri afar óvarlegt.“ - jse Lagaprófessor gagnrýnir framgang borgarstjórnar í REI-málinu: Hefði átt að skipa óháða nefnd SIGURÐUR LÍNDAL LAGA- PRÓFESSOR Sigurður segir það afar óvarlegt hjá fyrrverandi borgarstjóra í jafn stóru máli sem REI-mál- inu að leita ekki álits hjá umbjóðendum sínum, það er að segja hinum fulltrúum í borgarráði, ef vafi lék á hvort hann hafði umboð til að semja. FÉLAGSMÁL Breiðholtshátíð – menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti hófst í heitu pottunum í Breiðholtslauginni í fyrradag en þá voru dægur- málin rædd meðan Þorvaldur Jónsson harmon- ikkuleikari lék ljúfa tóna á sundlaugarbakkanum. „Þetta er í þriðja sinn sem þessi hátíð er haldin með þessu sniði,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs í Gerðubergi. „Hún stendur í fimm daga og hver dagur er með sína yfirskrift.“ Þannig var dagurinn í gær með yfirskriftina íþróttadagur eldri borgara enda var spriklað í sundlauginni og svo í Austurbergi en harmonikkuleikarinn var aldrei langt undan. Dagurinn í dag ber yfirskriftina „Kynslóðirnar saman í Breiðholti“ enda munu eldri borgarar heimsækja leikskólann Hraunborg og rifja þar upp bernsku sína. „Þó að þetta sé að nafninu til hátíð eldri borgara er þetta í raun hátíð allra því svona hátíð styrkir grenndarsamfélagið til bættrar nærþjónustu,“ segir Guðrún. Listamenn úr röðum eldri borgara munu setja mark sitt á hátíðina en Skúli Gunnlaugsson frá Miðfelli í Hrunamannahreppi er heiðursgestur hennar og var opnuð sýning á verkum hans í Árskógum í gær. Á laugardag verður svo hátíðardagskrá í Ráðhúsinu frá klukkan þrjú til sjö en þar mun meðal annarra Kynslóðasveitin leika fyrir gesti en meðlimir hennar eru úr fjórum ættliðum, sá yngsti er á fermingaraldri og ber húðirnar. - jse Breiðholtshátíð, menningarhátíð eldri borgara hafin: Eldri borgarar bregða á leik STIGINN LÉTTUR DANS Eldri borgarar láta heldur betur til sín taka þessa dagana meðan Breiðholtshátíðin stendur yfir. Fjöl- margir atburðir fylgja hátíðarhöldunum en harmonikkuleikari og þar með dansinn er aldrei langt undan. LÖGREGLUMÁL „Það virðist við hæfi að hvetja fólk til að keyra í samræmi við aðstæður. Það virðist eitthvað vanta upp á það.“ segir Arnar Rúnar Marteinsson aðalavarðstjóri, en frá því átta í gærmorgun til ellefu í gærkvöldi var 41 árekstur tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. „Slíkur fjöldi sýnir okkur að ekki eru allir sem taka tilit til hálkunnar og ófærðarinnar sem verið hefur síðustu daga,“ segir Arnar og bætir við að fólk eigi ekki að hætta sér út í umferðina nema bílarnir séu búnir undir vetrarakstur.„Við höfum jafnvel séð bíla á sumardekkjum.“ - kdk 41 árekstur í borginni í gær: Á sumardekkj- um í hálku KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.