Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 12
12 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI „Núverandi vaxtastefna Seðlabanka – eins og hún var kynnt í síðustu Peningamálum – er nær örugg leið að mjög harðri lendingu og hættulega nærri fjármálaóstöð- ugleika ef henni er haldið til streitu við núverandi aðstæður,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Kaupþing kynnti í gær hagspá greiningardeildar bankans fyrir árin 2008 til 2010 undir heitinu „Efnahagshorfur að vetri“. Ásgeir fór sérstaklega yfir væntingar til næstu stýrivaxtaákvörðunar Seðla- bankans, en hennar er að vænta á fimmtudaginn kemur. Hann segir hlutabréfamarkað og lausafjár- markað vera ármenn í hagkerfinu og marki fyrir hagsveiflum. Á eftir fylgi svo fasteignamarkaður og loks raunhagkerfið. Ásgeir segir þróun í hagkerfinu mjög hraða nú vegna áhrifa erlendis frá. Hann segir lækkun eignaverðs, aukið skuldatryggingarálag (CDS) og almennan óróleika á erlendum lausafjármörkuðum nú leggjast svo þungt á eina sveif með mjög háum stýrivöxtum hér að raun- veruleg hætta sé á brotlendingu hagkerfisins. „Í öllu falli ætti núverandi staða að gefa Seðla- banka Íslands færi á því að fara að fordæmi erlendra seðlabanka og lækka vexti án þess að glata trú- verðugleika sínum eða virðingu á markaði.“ Í kynningu Ásdísar Kristjáns- dóttur á hagspá bankans kemur raunar fram að gert sé ráð fyrir breyttum stýrivaxtaferli hjá Seðlabankanum og að lækkunar- ferlið hefjist þegar á næsta vaxta- ákvörðunardegi 14. þessa mánað- ar, eða að öðrum kosti í apríl. Gert er ráð fyrir að stýrivextirnir standi í 9,75 prósentum í lok árs, en þeir eru nú 13,75 prósent. „Hagspá okkar frá því í október hefur breyst mjög mikið frá síð- ustu spá okkar í október,“ segir Ásdís og kveður þar koma til mjög breyttar aðstæður þar sem undir- málslánakrísan hafi dýpkað á erlendum mörkuðum. „Við gerum nú ráð fyrir hraðari kólnun og dýpri niðursveiflu en við hðfðum áður gert ráð fyrir.“ Ásdís segir ljóst að peningalegt aðhald verði áfram til staðar meðan stýrivextir haldist háir og áhættu- álag á skuldabréf bankana verði í núverandi stigi. „Við gerum ráð fyrir að þjóðarútgjöld dragist saman og að bakslag myndist í hag- vexti. Samhliða því sem viðsnún- ingur verður í utanríkisviðskiptum gerum við ráð fyrir að viðskipta- sem og vöruskiptahallinn dragist hratt saman út spátímabilið.“ Kólnun segir Ásdís þegar hafna á fasteignamarkaði og gerir grein- ingardeildin í spá sinni ráð fyrir að fasteignaverð taki að lækka í lok þessa árs. Þá er gert ráð fyrir veik- ingu krónunnar á árinu samhliða lækkun stýrivaxta þótt vaxtamun- ur við útlönd styðji áfram við hana. Um mitt ár er gengisvísitölunni spáð í 136 stig en að hún styrkist lítillega undir lok ársins. Ásdís segir verðbólgu munu hjaðna hratt eftir því sem fast- eignaverð taki að lækka og nú megi gera ráð fyrir því að húsnæðislið- urinn vinni á móti verðbólgu á þessu og næsta ári. olikr@frettabladid.is Efnahagslífið kólnar hratt Lækkun á fasteignamarkaði er spáð á seinni hluta þessa árs. Efnahagslífið er á hraðri leið til kólnunar. Útflutningsverðmæti áls verður á næsta ári í fyrsta sinn meira en verðmæti sjávarafurða. Í nýrri hagspá greiningardeildar Kaupþings er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti áls aukist úr rúmum 80 milljörðum króna í um 135 milljarða á þessu ári og fari í um 140 milljarða á árinu 2009. Þá hefur áhrif niðurskurður í aflaheimildum. Gert er ráð fyrir samdrætti á þessu ári en endurnýjaður hagvöxtur taki við á næsta ári. Hann verði drifinn áfram af viðsnúningi í utanríkisviðskiptum, þar sem álútflutningur aukist og innflutningur dragist saman í takt við minnkandi útgjöld þjóðarinnar. ÁL Í FYRSTA SINN VERÐMÆTARA SJÁVARAFURÐUM STJÓRNSÝSLA Ný stofnun, Bygg- ingarstofnun, tekur til starfa 1. júní, samkvæmt frumvarpi um hverfis ráðherra um mann- virki. Stofnunin tekur yfir starfsemi Brunamálastofnunar auk fjölda annarra verkefna sem vistuð eru í öðrum stofnunum eða ráðu- neytum. Má þar nefna eftirlit með öryggi raforkuvirkjana, neysluveitna og raffanga í mann- virkjum sem og eftirlit með lyftum og viðskiptum með bygg- ingarvörur. Þá verða aðgengis- mál á könnu stofnunarinnar. Lög um mannvirki sem, sam- kvæmt frumvarpinu, eiga að taka gildi 1. janúar 2009 ná yfir ýmsar framkvæmdir sem áður hafa verið undanþegnar byggingar- leyfi. Á það við um virkjanir, dreifi- og flutningskerfi veitna, mannvirki á hafi utan sveitar- félagamarka og mannvirki á flug- vallarsvæði og fyrrum varnar- svæði Keflavíkurflugvallar. Starfsemi Byggingarstofnunar verður fjármögnuð með sérstöku byggingaröryggisgjaldi sem stofn að verður til á grunni bruna- varnagjalds sem kostar starfsemi Brunamálastofnunar. Leggst gjaldið ofan á brunatryggingar fasteigna. - bþs Byggingarstofnun tekur yfir starfsemi Brunamálastofnunar og ýmis önnur verkefni: Ný stofnun hefur störf 1. júní BRUNAMÁLASTOFNUN Verði frumvarp umhverfisráðherra að lögum verður Byggingarstofnun til á grunni Bruna- málastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Landlæknir mun sjá um útgáfu starfsleyfa heilbrigðis- stétta í stað ráðuneytis, sam- kvæmt frumvarpi sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra hefur mælt fyrir á Alþingi. Í ræðu sagði hann þessa breytingu eðlilega þar sem um væri að ræða dæmigerða starfsemi stofnunar og ekki ráðuneytis. Annars staðar á Norðurlöndunum væri þessi háttur hafður á. Frumvarpið er hluti af tveggja ára áætlun ráðuneytisins um aðgerðir til einföldunar á opinberum reglum og stjórnsýslu. - sþs Guðlaugur Þór Þórðarson: Landlæknir sjái um starfsleyfin A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /AU Ð U N N EFNAHAGSHORFUR AÐ VETRI Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningardeildar Kaup- þings, og Ásdís Kristjánsdóttir sérfræðingur kynntu nýjustu hagspá deildarinnar í gær. Horfurnar gefa tilefni til lækk- unar vaxta Seðlabankans fyrr en áður hefur verið spáð. HJÓLAÐ Í BOGOTA Hjólreiðamenn á ferð um breiðgötu í höfuðborg Kól- umbíu á „Bíllausum degi“ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.