Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 20

Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 20
20 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 571 5.068 +0,68% Velta: 7.387 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,94 -1,00% ... Bakkavör 45,75 +1,33% ... Eimskipafélagið 31,00 -0,80% ... Exista 12,10 -2,66% ... FL Group 9,56 -1,95% ... Glitnir 18,15 -0,82% ... Icelandair 26,45 -0,19% ... Kaupþing 721,00 -0,28% ... Landsbankinn 28,75 -0,86% ... Marel 99,20 -0,10% ... SPRON 5,70 -3,72% ... Straumur-Burðarás 12,90 -0,77% ... Teymi 5,36 -0,19% ... Össur 92,00 -0,54% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +1,33% MESTA LÆKKUN 365 -6,77% SPRON -3,72% EXISTA -2,66% „Mér sýnist að það sé farið að hægja verulega á. Það er áberandi minna að gera núna. Lítið í lok janúar og nú í byrjun febrúar,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn lánaði út þrjá og hálf- an milljarð króna til almennra íbúðalána í janúar, jafn mikið og fyrir ári. „Það er útlit fyrir færri umsóknir og færri afgreidd lán núna,“ segir Guðmundur. Útlán bankanna hafa dregist mikið saman. Þeir lána nú fyrir sem nemur einni íbúð á dag. Fast- eignamatið segir að dregið hafi úr veltu í janúar um tæpan þriðjung frá sama mánuði í fyrra. Guðmundur bendir á að lána- hlutfall Íbúðalánasjóðs sé tak- markað og einnig hámarkslánin. „Það getur verið erfitt fyrir fólk að brúa þetta bil.“ - ikh Brúa ekki lánabilið Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir hægja á. GUÐMUNDUR BJARNASON Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir áberandi minna að gera í lok janúar og það sem af er febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. „Þetta er mjög gott uppgjör,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann segir brattan stíganda hafa verið í fjölmiðlahlutanum frá fjórða ársfjórðungi 2005, ef frá er skilið árið 2006, en rekstrarhagnaður á tímabilinu var 35 prósent. Samstæðan tapaði tæpum 2,3 milljörðum króna á síðasta ári, þar af 2,2 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Í hitteðfyrra tapaði félagið tæpum sjö milljörðum. Rekstrarhagnaður nam 1.162 milljónum króna í fyrra miðað við 12 milljóna króna tap áður. Þá var eigið fé rúmir 4,5 milljarðar króna við árslok sem er 1,6 milljarða lækkun frá áramótum. Eiginfjár- hlutfall á sama tíma var 31 prósent. Vaxtaberandi skuldir námu 7,2 milljörðum króna í lok síðasta árs en stefnt er að lækkun þeirra með 1,5 milljarða hlutafjár- aukningu. Tap félagsins er mest vegna afskriftar á eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press upp á 2,1 milljarð króna. - jab YFIRMENN 365 Viðar Þorkelsson fjármála- stjóri og Ari Edwald, forstjóri 365, segja uppgjör félagsins gott. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Besta ár 365 aðalfundur össurar hf. verður haldinn á grand hótel við sigtún, reykjavík, föstudaginn 22. febrúar 2008 og hefst kl. 8:30 Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun vera hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík. Reikningar og önnur gögn verða einnig birt á heimasíðu félagsins sem er www.ossur.com Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá 8:15. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:30. Reykjavík 7. febrúar 2008 Stjórn Össurar hf. •• á dagskra fundarins verður: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins 2. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins 3. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Breytingar varða: a. Stjórn félagsins verði veitt heimild til að ákveða útgáfu hlutafjár í erlendri mynt í stað íslenskra króna b. Fjöldi stjórnarsæta breytt úr fi mm í fjögur til sjö c. Ákvæði þess efnis, að 2/3 atkvæða í félaginu þurfi til þess að falla frá forkaupsrétti hluthafa í tilfelli hlutafjárhækkunar verði eytt. Í stað komi ákvæði þess efnis að slík ákvörðun verði því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki hluthafa sem ráða yfi r minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundi d. Ákvæði þess efnis að einungis hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins, átta dögum fyrir hluthafafund eigi atkvæðisrétt, verði eytt e. Fresti vegna boðunar hluthafafundar breytt úr tveimur vikum í eina viku f. Stjórn heimilað að halda hluthafafund utan heimilis félags g. Stjórn heimilað að halda hluthafafundi rafrænt, að hluta eða að fullu h. Síðasta heimil dagsetning til þess að halda aðalfund færð frá lok júní til lok apríl i. Röð dagskrárliða á aðalfundi breytt j. Orðið ,,forstjóri“ notað í stað „framkvæmdastjóri“ k. Orðalag uppfært til samræmis við lög um rafræna eignaskrá verðbréfa l. Orðalag uppfært til að endurspegla ákvæði hlutafélagalaga um stjórnarkjör m. Orðalag um þörf á undirskrift stjórnar samræmt ákvæðum hlutafélagalaga 4. Tillaga um tilhögun kaupréttarsamninga fyrir stjórnendur félagsins 5. Önnur mál Munur á vaxtaákvörðunum Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær. Þeir standa nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórn- in standi frammi fyrir erfiðum aðstæð- um. Hún vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörk- uðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé dýrt. Ákvörðunin er sömuleiðis í samræmi við aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti. Evrópski seðlabankinn ákvað hins vegar í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu féllu í kjölfarið. HEIMSEFNAHAGSMÁL SPRON tapaði sex milljörð- um á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Eigið fé Kistu, hlut- deildarfélags sparisjóðs- ins, er neikvætt um þrjá milljarða og þarf að bæta í baukinn. „Exista er langtímafjárfesting sem hefur skilað góðri ávöxtun,“ segir Guðmundur Hauksson, for- stjóri SPRON. Hann lagði áherslu á það á fundi þar sem uppgjörið var kynnt í gærmorgun að hluta- bréf Existu, sem færð eru í bækur sparisjóðsins með hlutdeildar- aðferð, væri traust langtímafjár- festing og ætli bankinn ekki að selja sig niður. SPRON tapaði sex milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs samanborið við 763 millj- óna tap á sama tíma í hitteðfyrra. Hreinar vaxta- og þjónustutekjur jukust hins vegar verulega á sama tíma. Vaxtatekjurnar námu 800 milljónum króna, sem er 360 pró- senta aukning, en þjónustutekjur um 137 prósent, námu 629 milljón- um króna, sem er talsvert umfram væntingar greiningardeilda. Á sama tíma var tap upp á tíu milljarða af fjáreignum og fjár- skuldum auk hlutdeildar í afkomu hlutdeildarfélaga sem át upp hagnað af daglegum rekstri spari- sjóðsins. Mestu munar um tap á 7,5 pró- senta eignarhlut SPRON í Existu. Félagið á 3,2 prósent í Existu í eigin nafni en afganginn í gegnum fjárfestingarfélagið Kistu, sem jafnframt er næststærsti hlut- hafinn í Existu með tæpan níu prósenta hlut. SPRON á tæpan helming í Kistu og var verðmæti hlutarins metinn á 2,3 milljarða króna í árslok. Greiningardeild Kaupþings bend- ir á að neikvæð áhrif Kistu á rekst- ur SPRON hafi numið 4,2 milljörð- um króna á síðasta ári. Megi ætla, miðað við gengisþróun Existu á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem hefur fallið um 40 prósent frá ára- mótum, að eigið fé Kistu sé nú neikvætt um hátt í þrjá milljarða. Undir þetta tekur greiningardeild Landsbankans. Guðmundur sagði ljóst að hlut- hafar Kistu, sem meðal annars eru Existu-sparisjóðirnir svokölluðu, gætu þurft að auka hlutaféð. „Við munum styrkja það,“ sagði hann en tók jafnframt fram að bankinn hefði engar varnir gegn frekari lækkun. „Við tökum á okkur niður- sveifluna.“ jonab@frettabladid.is Eigið fé næststærsta hluthafa Existu neikvætt GUÐMUNDUR HAUKSSON Tekjur af daglegum rekstri SPRON jukust verulega á síð asta fjórðungi nýliðins árs. Gengishrun hlutdeildarfélaga át upp hagnaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.