Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 25

Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sif Gunnarsdóttir er óhrædd við að prófa sig áfram í eldhúsinu þótt henni takist misjafnlega til. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, les gjarnan kokkabækur og uppskriftablöð sér til skemmtunar. „Mér finnst gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu. Stundum tekst vel til en stundum er þetta bara ógn og skelfing og fjölskyldan þarf að fá sér skyr í eftirmat til að seðja sárasta hungrið,“ segir hún og hlær. Einn réttur hefur þó vakið sérstaka lukku á heimili Sifjar en það er marokkóskur vetrarréttur sem hún rakst á í dönsku matarblaði fyrir nokkrum árum. „Þetta er lambakjötsréttur með miklu grænmeti og bæði ferskum og þurrkuðum kryddjurtum. Í honum er til dæmis kúmen og kóríander og ilmar allt húsið þegar hann er í ofninum. Það er líka sáraeinfalt að matreiða réttinn og þarf einungis að skera niður kjöt og grænmeti, setja í góðan leirpott og inn í ofn. Ef maður er með gesti er svo bara hægt að setjast niður og spjalla í klukkutíma eða svo,“ útskýrir Sif. Hún segist yfirleitt bera fram salat og brauð með rétt- inum og ef hún er í sérstöku stuði gerir hún nanbrauð. „Ég er reyndar ennþá að leita að hinni fullkomnu nan- brauðsuppskrift og lýsi hér með eftir henni.“ Í gær hófst Vetrarhátíð en Sif er meðal skipuleggj- enda hennar. „Það verður margt á dagskrá og fyrst við vorum að tala um brauð má til dæmis nefna að í lok málþings um fjölmenningu, sem verður haldið í Iðnó fyrir hádegi í dag, verður boðið upp á brauð frá öllum heimshornum. Það er nefnilega sama hvar mann ber niður, allar þjóðir gera einhvers konar brauð,“ segir Sif. Hún nefnir ýmislegt fleira af dagskránni en þar ber safnanóttina, sem er í kvöld, líklega hæst. Þá verða nítján söfn opin frá sjö til eitt með fjölbreytt- um uppákomum. Á morgun verður síðan boðið upp á fjölbreytta fjölskylduviðburði og endar hátíðin á tón- leikum með rússnesku stelpnahljómsveitinni Ivanova á Nasa um kvöldið. vera@frettabladid.is Kryddaður vetrarréttur Það er alltaf gaman þegar fjölskyldan safnast saman á köldum vetrarkvöldum og nýtur samvista yfir góðum mat. Sif er hér með fulla skál af rótarávöxtum sem hún notar gjarnan í marokkóska vetrarréttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Krydd geymist ekki endalaust og því er nauðsynlegt að fara reglulega í gegnum kryddsafnið og henda því sem er útrunnið. Þegar nýtt krydd er keypt í staðinn fyrir það gamla er svo tilvalið að bæta við einhverju sem ekki hefur verið prófað áður. Gjafakort á Hereford steikhús getur verið skemmtileg afmælis- gjöf. Afmælisbarn- ið getur þá farið og gert vel við sig í mat og drykk og hugs- anlega boðið einhverjum sérstökum með sér. Pasta er ekki bara pasta og um að gera fyrir þá sem ekki hafa prófað að reyna spínat- pasta, heilhveitipasta eða speltpasta. Margir vilja nefnilega meina að þetta venjulega hvíta pasta sé síst á bragðið af því sem er í boði. Opið: Laugardaga 10-16 SUNNUDAG 12-16 ÚTSALA Mörkinni 6, s. 588 5518

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.