Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 36

Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 36
Þ egar sænski verslunarrisinn IKEA var heimsóttur mátti sjá myndir af Siggu Heimis á svart- hvítum plakötum á víð og dreif um búðina. Hún á heiðurinn af jóla- krönsunum sem hafa tröllriðið öllu síðustu ár ásamt hinum ýmsu vörum frá IKEA sem prýða heimili lands- manna. Í síðustu viku sagði hún starfi sínu lausu hjá IKEA því hún mun sinna starfi hönnunarstjóra hjá Fritz Hans- en frá og með 1. mars næstkomandi. Fritz Hansen er eitt virtasta hönn- unarfyrirtæki Danmerkur sem fram- leiðir meðal annars hönnun Arnes Jacobsen og Pouls Kjærholm. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrirtæki sem allir Danir þekkja, fánaberi skandinavískrar hönnunar. Þetta er fyrirmyndar fyrirtæki þegar kemur að því að hlúa að gömlu klassíkerunum og selur húsgögn um allan heim. Fyr- irtækið hefur verið gríðarlega sterkt í hönnun húsgagna fyrir fyrirtæki, hótel og veitingastaði. Síðustu ár hafa þeir farið að selja meira og meira inn á heimili og vinsældir Eggsins eftir Arne Jacobsen hafa til dæmis aldrei verið meiri,“ segir Sigga en hönnun- arstjórastarfið er nýtt af nálinni hjá fyrirtækinu. Hingað til hefur Fritz Hansen sérhæft sig í hönnun á hús- gögnum fyrir skrifstofur, opinber- ar stofnanir, hótel og veitingastaði og kallast sú lína Public market. Nú ætla þeir að búa til aðra línu sem á að vera sérsniðin að þörfum heimilisins og mun sú lína kallast Private market en Sigga mun stýra henni. „Þeim fannst vera kominn tími til að gera línu sem væri sérhönnuð fyrir heimili. Þeir ákváðu að fara af stað og leita að manneskju sem gæti stýrt þessu verk- efni. Það þýðir að finna unga og spenn- andi hönnuði og yngja upp í hönnun 2008 með stimpli Fritz Hansen sem tákn um gæði. Svo á fyrirtækið pen- ingaskáp með gömlum teikningum eftir Arne Jacobsen en teikningarnar eru vel á annað hundrað. Í nýja starfinu mun ég hafa lykil að þessum peningaskáp og get látið fram- leiða húsgögn eftir þessum gömlu teikningum og setja þau í nútímaleg- an búning. Stjórnendur fyrirtækisins vilja byggja upp sterka heimilislínu og vonandi verður hún jafn öflug og Public-línan.“ Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi litið Fritz Hansen hýru auga í gegnum tíðina verður hún draumkennd á svip og viðurkennir að hana hafi lengi dreymt um að starfa hjá fyrirtækinu. „Fritz Hansen er aug- ljóslega toppurinn af skandinavísku fyrirtækjunum. Ég lærði á Ítalíu og þar er mjög mikið lagt upp úr gæðum og lífslengd. Húsgagn er ekki einungis nytjahlutur heldur listaverk. Cassina er til dæmis flaggskip Ítalanna. Svo er gaman að skoða húsgögn út frá sögu- legu sjónarhorni, af hverju hlutir verða til? Sérstaklega með eldri hönnun. Oft hafa komið fram tækninýjungar sem hafa gerbreytt vinnsluferlinu. Eins og til dæmis með Eames-hjónin. Charl- es Eames var verkfræðingur og vann í flugvélaverksmiðju í stríðinu og þar fékk hann margar sínar hugmyndir, t.d. hvernig hægt væri að beygja við og vinna ál. Þegar þau hófust handa nýtti hann sér þessa þekkingu við hús- gagnahönnunina.“ Hún segir að síð- ustu tvö ár hafi slegið allt út í sölu hjá Fritz Hansen og margir nýir mark- aðir séu að opnast. „Fyrirtækið er að fara inn á markað í Rússlandi og Sádi- Arabíu. Sádi-Arabar vilja reyndar fá Eggið í hvítu leðri og á gylltum fæti en Fritz Hansen tekur það ekki í mál. Það er gríðarlega stór markaður þar sem þarf að hugsa um og það er alveg hægt að gera það á smekklegan hátt,“ segir hún. Blaðamanni finnst hvítt Egg með gullfæti reyndar hljóma sjúklega vel en sem betur fer hafa ekki allir sama smekkinn. Þótt það hafi gengið sérlega vel hjá Fritz Hansen síðustu tvö árin hefur markaðurinn ekki verið eins móttæki- legur fyrir nýrri hönnun. Markaðurinn vill Arne og gömlu meistarana. Sigga segir að í þessu felist mikil áskorun, að búa til nýja hluti og gera þá þannig að alla langi til að eignast þá. Fritz Hans- en ætlar einnig að koma á fót hönnun- arakademíu. „Þegar ég vann hjá IKEA starfaði ég mikið með hönnunarskól- um, valdi inn skólana sem við unnum með og fleira í þeim dúr. Við ætlum að gera svipaða hluti hjá Fritz Hansen og við munum bjóða ungum hönnuðum til okkar. Það þarf að stokka upp kyn- slóðabilið í hönnuninni, hlúa að ung- viðinu og blanda því við eldri hönn- uði. Oft er verið að taka allt af sama aldursbili, úr sömu skólunum og sama landinu og þá vantar breiddina. Ég vil hafa smá kokkteil í þessu.“ Örlagadagurinn Örlagavaldurinn í lífi Siggu er vinkona hennar sem hringdi í hana í desem- ber og sagði henni að fyrirtækið hefði verið að auglýsa hönnunarstjórastarf og hún yrði að sækja um þrátt fyrir að umsóknarfresturinn væri liðinn. Dag- inn eftir sendi hún ferilskrána sína inn til Fritz Hansen, meira í gamni en al- vöru. Næsta dag fékk hún símtal frá fyrirtækinu sem vildi endilega fá hana í viðtal strax daginn eftir. „Ég var í miðju kafi í vinnunni en náði að fá mig lausa til að fara að hitta þá. Fyrst voru tíu teknir í viðtal og svo var ég köll- uð aftur og þá voru bara þrír eftir. Og svo var mér boðin vinnan,“ segir Sigga. Hún segir að það hafi hjálpað henni mikið að hafa alþjóðlegan bak- grunn en hún lærði á Ítalíu og svo hafi þeim þótt hún passa vel í starfið þar sem hún hafði heimilisbakgrunn- inn frá IKEA. „Ég er búin að veltast um í heimilispælingum síðastliðin ár. Ég veit að konur taka ákvarðanir um innkaup í 80% tilfella þegar verið að versla. Það er svolítið annað að vera að Sigga Heimis hefur getið sér gott orð í hönnunarheim- inum en síðustu sjö árin hefur hún starfað hjá IKEA. Í næsta mánuði mun líf hennar breytast mikið því þá mun hún hefja störf sem hönnunarstjóri hjá danska hönnunarkónginum Fritz Hansen. Á ljúfum febrúar- morgni spjallaði hún við Mörtu Maríu Jónasdóttur um karríerinn og kúnstina að ala upp þrjú börn. Ég er stundum svolítið ofvirk Uppáhaldsmatur- inn: Jólarjúpurnar hennar mömmu Mesti lúxusinn: Að sofa út! Heimili mitt er... griðastaðurinn Vinnan mín er... áhugamálið mitt Best við Svíþjóð? Laufskógurinn að vori Uppáhaldsversl- unin? Úff!! á svo margar, en ég get sérstaklega nefnt Lilla Svarta í Malmö og Corso Como 10 í Mílanó Hvað gerir þú til að dekra við þig? Fer út að borða með manninum mínum eða/og í nudd. Ef þú fengir 50 milljónir í Lottó- vinning, hvað myndir þú kaupa? Lítið hús á Íslandi. Líkamsræktin: Að elta börnin mín, eins, tveggja og fjögurra ára. Drykkurinn: Eðal- rauðvín. Ilmvatnið: Acqua di Parma, írisilm- urinn. Draumafrí: Goa á Indlandi, Víetnam eða fara með alla familíuna til Taí- lands. hanna skrifstofuhúsgögn. Ég er nátt- úrulega mjög ánægð með það.“ Á þeim tímapunkti sem hún fékk vinnuna hjá Fritz Hansen var hún þó með annað á prjónunum. „Ég flutti til Malmö síðasta sumar og var búin að innrétta vinnuaðstöðu fyrir mig og næsta mál á dagskrá var að fá „freelance“-samning við IKEA svo ég gæti sinnt öðrum verkefnum með. Ég er búin að vera í sjö ár hjá IKEA og mér fannst það orðið gott. Maður verð- ur að passa sig á því að staðna ekki,“ segir Sigga. Hennar fyrsta verk hjá Fritz Hansen verður að kynnast fyr- irtækinu nánar. „Það er enginn fast- ráðinn hönnuður hjá fyrirtækinu. Við veljum stærstu nöfnin en það hafa margir frægir unnið fyrir Fritz Hans- en um árin. Ég hlakka mikið til að geta valið inn hönnuði sem passa í hvert verkefni.“ En hvert skyldi vera henn- ar uppáhaldshúsgagn úr smiðju Fritz Hansen? „Ég hef alltaf verið ógurlega hrifin af Kjærholm og auðvitað er ég hrifin af Egginu og Jacobsen í heild sinni. Eiginkona Kjærholm er ennþá á lífi og vinnur ötullega að því að halda lífi í hönnun hans. Ég hlakka til að hitta hana. Flestir hlutir sem hann hefur teiknað eru í framleiðslu. Það er samt erfitt að velja á milli þegar svo margir góðir bitar eru í boði.“ Samstarfsfólkið missti andlitið Að starfa sem hönnuður eða að vera hönnunarstjóri eru tvö ólík störf. Hún segist vera að þroskast sem hönnuð- ur og því tilbúin að taka næsta skref. „Ég hef verið að fá verkefni inn á borð til mín með nákvæmum leiðbeining- um. Það á kannski að vera kertastjaki sem á að vera með skandinavísku útliti og hann má ekki kosta meira en eitt- hvað ákveðið. Nú fæ ég að fikta í þessu og leggja línurnar. Það finnst mér spennandi. Það þarf að búa til ákveðna stefnu og fylgja henni eftir ásamt því að stýra hönnunargenginu. Það fæ ég að gera í þessari stöðu. Þegar ég sagði samstarfsfólki mínu hjá IKEA frá nýju stöðunni minni datt andlitið af mörgum og svo fékk ég spurningar um hvort ég væri sátt við að hætta að hanna og teikna. Í gegnum tíðina hef ég verið að vinna í einu og öðru með og ég fæ að halda því áfram.“ Í desember tók Sigga þátt í Art Basel-messunni á Miami í samvinnu við Vitra Design Museum og Corning Museum of Glass. Í framhaldi af því var hún beðin um að vera með sama teymi á ART Basel í Sviss. Einnig hefur hún kennt á sumarnámskeiðum á vegum Vitra en það fyrirtæki fram- leiðir m.a. hönnun Rays og Charles Eames. „Ég er bókuð í það núna í sept- ember og ég fæ að halda því áfram. Þeir eru ekkert að stoppa það. Fritz Hansen er einnig kominn með fylgi- hlutalínu. Þeir vilja gjarna að eitt- hvað af þessum hlutum sem ég er að gera geti ratað inn í þá línu. Þó svo að starf mitt breytist þá er ég ekki hætt að teikna. Auðvitað er alltaf gaman að sjá hluti eftir sig í verslunum en það er svo auðvelt að staðna og maður verð- ur að fara út fyrir rammann sinn ef maður hefur tækifæri til þess.“ Fann lausnina í Ameríku Þegar Sigga var lítil hafði hún gríð- arlegan myndlistaráhuga og var eins og grár köttur í Myndlistarskólanum 8 • FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Sigga segist hafa lært að redda sér á Ítalíu því þar hafi ekki verið nein að- staða til að smíða eða leira eins og tíðkast í skandinavísku skólunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.