Fréttablaðið - 08.02.2008, Síða 48
12 • FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
T il að draga fram fegurðina í andlitinu er nauðsynlegt að skyggja andlitið og gefa því
ákveðna dýpt um leið. Björg Al-
freðsdóttir, verslunarstjóri MAC
í Smáralind, segir að nýja „Sculp
and Shape“-línan frá fyrirtæk-
inu sé alger himnasending. Hún
samanstendur af tvískiptu púðri,
ljósu og dökku. Hún segir að það
sé mjög auðvelt að móta andlit-
ið, aðeins þurfi farða í réttum lit,
púður í ljósari lit en húðin sjálf
og svo annað dekkra púður til að
skyggja og móta andlitið. „Gott
er að hafa dekkri litinn tveim-
ur til þremur tónum dekkri svo
skyggingin verði ekki ónáttúru-
leg,“ segir Björg. Dökki liturinn
er notaður til að minnka og dýpka
hlutföllin í andlitinu. Ljósari lit-
urinn er hins vegar notaður til
að draga fram fegurðina og lyfta
andlitinu upp um nokkur þrep.
Til að gera kinnbeinin enn
þá lögulegri og fegurri
er dökki liturinn sett-
ur undir þau. Það er
mjög gott að nota
skáskorinn bursta, til
dæmis bursta no. 169,
og svo er ljósi liturinn
borinn ofan á kinnbeinin
alveg að gagnauganu. Ljósi
liturinn er einnig settur undir
augabrúnirnar til að lyfta þeim
upp. Það er þó alls ekki nóg að
móta bara kinnbein og augnsvæði
því nebbinn má ekki gleymast. Til
að móta nefið er ákaflega gott að
nota bursta no. 223. Björg segir að
það sé best að byrja við augabrún-
ina og draga mjúka línu frá aug-
anu og niður að nefinu. Skygging-
in á nefinu verður að vera silki-
mjúk svo hún klúðrist ekki því
ekki viljum við verða eins
og sebrahestar í framan.
„Til að fá fyllri varir
er ljós litur ef til vill
með smá sanseringu
borinn ofan á efri
brún vara og hann
látinn ná aðeins inn
á húðina. Varalitur
eða gloss er svo bor-
inn á,“ segir Björg. Fyrir
þær sem finnst þær vera með
of mikla undirhöku er töfralausn-
in sú að bera dökka litinn rétt
undir kjálkabeinið og undir hök-
una. Þegar þetta er gert er gott að
hafa skáskorna burstann við hönd-
ina. Einnig er hægt að skyggja að-
eins niður hálsinn, en þið verðið að
gæta þess vel að hafa skygging-
una mjög mjúka svo þetta verði
ekki ónáttúrulegt og klúðurslegt.
martamaria@365.is
Lærðu að móta andlitið án þess að líta út eins og sebrahestur
Samspil ljóss skugga&
Flott tvenna
Með því að nota bæði ljóst
og dökkt púður er hægt að
grenna andlitið eða láta stórt
nef virka minna.
Þ
eir sem fæddust á miðju diskótímabil-
inu þekkja ekkert annað en að glossað-
ar varir, permanett og ilmvatnsský séu
sjálfsagður hluti af tilverunni. Og eftir
því sem aldurinn færist yfir verður snyrti-
dótssafnið alltaf vígalegra og vígalegra. Það
þarf sértól í baugafelarann, annan bursta í
meikið og þriðju græjuna í augnskuggann og
auðvitað verður maður að eiga allt svo lúkk-
ið sé í lagi. Ég er ekkert öðruvísi en aðrar
konur, ég elska að eiga fínt snyrti dót og fæ
alveg fiðring í magann þegar ég heyri af ein-
hverju nýju. Það er líka eitthvað heillandi við
það að geta skellt einhverju í andlitið á sér til að fela það sem undir er.
Ég elska líka þegar mér eru kennd einhver leynitrix sem stuðla að
huggulegra útliti án þess að það fari út í öfgar. Eitt af uppáhaldsförð-
unartrixunum mínum lærði ég í Vindáshlíð þegar ég var tíu ára en það
gekk út á að setja svartan blýant inn í augnkrókinn. Þetta ráð þótti það
alsvalasta á sínum tíma en datt svo algerlega úr tísku. Þeir sem notuðu
þetta á tíunda áratugnum voru algerlega í ruglinu. En á dögunum rann
það upp fyrir mér að þetta gamla „Vindáshlíðartrend“ væri ekki svo
galið, sérstaklega í tímaskorti.
Þótt ég sé ginnkeypt fyrir nýjungum og langi alltaf í eitthvað þá er
ég mjög fastheldin þegar kemur að meiki og möskurum. Ég vil að meik-
ið sé næstum því ósýnilegt, slétti bara úr misfellunum, og maskarinn
verður að þykkja svo mikið og lengja að maður hafi helst ekki undan
að þurrka hann burt af augnbeininu. Það er heldur ekkert langt síðan
ég byrjaði að nota meik nánast daglega. Um daginn vorum við hjónin
stödd í fjölskyldubílnum þegar hann hafði orð á því hvað ég væri farin
að mála mig mikið. Mig langaði helst til að henda honum út úr bílnum á
ferð. Ég ákvað þó að hemja skap mitt áður en ég hreytti því út úr mér
að það hefði verið fyrir tíma barneigna, andvökunótta, endalausra bón-
usferða og þrifa á allt of mörgum fermetrum. Svo útskýrði ég fyrir
honum að þegar konur svæfu aldrei heila nótt þyrftu þær að hafa ein-
hver töfratól við höndina. Allavega ef maður vildi ekki láta skipta
sér út fyrir nýrra módel. Honum fannst þetta að sjálfsögðu alger
vitleysa því hann veit ekki muninn á maskara og augnskugga og
kallar þetta allt „meik“.
Þótt meikið sé miklu meira notað núna er ekki þar
með sagt að maður eyði meiri tími í herlegheitin.
Ó nei, helsti förðunarstaðurinn er nefnilega í bíln-
um á leiðinni í vinnuna og þetta gerir það að verk-
um að snyrtibuddan er nánast alltaf á milli sætanna,
sem fer ansi mikið í taugarnar á sumum. Auðvitað
reynir maður að mála sig bara á ljósunum en stund-
um er maður ósjálfrátt með annað augað á götunni og
hitt í speglinum, aðra hönd á stýri og með meikbursta
í hinni. Það versnar hins vegar í því þegar síminn
hringir á sama tíma. Ég er alltaf jafn sæl fyrir að það
séu ekki til lög sem banna manni að „meika“ sig á ferð.
Þá myndi allt fara í klessu.
Vel meikuð
á rúntinum
Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
útlit
smáatriðin skipta öllu máli
• Ekki bera á þig brúnkukrem samdægurs.
Þú veist aldrei hvað getur gerst og það er ekki
gaman að vera flekkótt í framan á árshátíðinni
bara af því þú ætlaðir að vera svo fín.
• Ekki fara í förðun til einhvers sem hefur ekki
málað þig áður.
• Ekki taka snyrtibudduna með þér á árshá-
tíðina. Eftir því sem drykkjunum fjölgar eiga
sumar það til að bæta alltaf á farðann í hvert
skipti sem þær fara á klósettið. Í lok kvöldsins
er allt komið í óefni.
• Ekki fara berfætt ef þér finnst þú ekki vera
með nógu brúna og flotta leggi. Voðinn er vís
þegar konur fara að meika yfir ör eða misföllur
á löppunum á sér.
• Maður meikar ekki á sér handleggina.
• Of mikil málning er ekki lykillinn að flottu út-
liti.
Gættu þess að fara ekki yfir strikið á árshátíðinni
MEIK ER EKKI
BARA MEIK
Þessi snilld frá
Clinique sléttar úr
misfellum og lætur
andlitið glóa af fegurð.
GLÆRT GLOSS
FRÁ CLINIQUE
BJARGAR MÁLUNUM
Í KULDANUM Það er
bæði nærandi fyrir var-
irnar og gefur þeim fallega
áferð.
KINNALITUR KEMUR TIL
BJARGAR Berðu bleikan
eða appelsínugulan
kinnalit á þig til fá frísklegt
útlit. Kinnalitirnir frá Bobbi
Brown eru alls ekki of
glannalegir en gera þó
sitt gagn.