Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 08.02.2008, Qupperneq 57
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2008 25 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta- blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Fiskveiðistjórn Þegar aflabrestur varð í þorskveiðum á árunum 1982-1983 sem og umtals- verður taprekstur í fisk- veiðum náðist samstaða á meðal hagsmunaðila og stjórnvalda um að taka upp breytta stjórn botn- fiskveiða fyrir árið 1984. Það skipulag var tekið upp að ákveða fyrirfram hversu mikil heildarveiðin mætti vera á einu ári og síðan var veiðiréttinum, kvótanum, skipt á milli útgerða fiskiskipa. Ein ástæð- an fyrir því að útgerðir fengu kvót- anum úthlutað árið 1984 var sú að aðgöngumiðinn að nýtingu fisk- veiðiauðlindarinnar í eldra stjórn- kerfi fiskveiða hafði verið eign á fiskiskipi og tók verðlagning þeirra mið af því, þ.e. þegar skip var keypt fólst í verði þess einnig réttur til að stunda fiskveiðar. Skipting kvóta 1984 og veiðar 1984-1990 Við skiptingu heildarkvótans í botn- fiski má telja að 80-90% hans hafi verið skipt skv. veiðireynslu skipa á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Fiskveiðiréttur svo- kallaðra smábáta, þ.e. báta undir 10 brl., var fyrir utan þessa skiptingu. Botnfiskveiðum árið 1984 var að langmestu leyti stýrt með kvóta- kerfi, en ekki nema að hluta til á árunum 1985-1990. Þannig var land- aður þorskafli aflamarksskipa vel innan við 40% heildarafla á árunum 1986-1987 en ríflega 60% aflans var veiddur með stoð í fiskveiðirétti sóknarmarksskipa, smábáta, línu- tvöföldunar og fleiri undantekninga frá „hreinu“ kvótakerfi. Útgerðir svokallaðra sóknarmarksskipa gátu á tilteknum dögum ársins veitt án íþyngjandi aflatakmark- ana og ef veiðar heppnuð- ust vel fengu þær meiri kvóta úthlutað árið eftir. Frjáls aðgangur að smá- bátaútgerð og lítt heftar veiðar þeirra gerði að verkum að sá floti stækk- aði hratt og jók verulega hlutdeild sína í heildar- aflanum. Atvinnufrelsið og ofveiði- vandinn 1984-1990 Framangreint gefur til kynna að kvóti hafi að tak- mörkuðu leyti verið forsenda þess að hefja útgerð á tímabilinu 1984- 1990. Það var fyrst og fremst eign á skipi sem skipti máli. Verð á kvóta var lágt miðað við það sem síðar varð. Hægt var að kaupa skip með lítinn kvóta og hefja veiðar í sóknar- marki og þannig vinna sér inn veiði- reynslu. Menn voru ekki fastir í upphaflegri úthlutun fyrir árið 1984. Einnig gafst mönnum kostur á að hefja smábátaútgerð. Margir nýttu sér það tækifæri. Atvinnu- frelsið á tímabilinu 1984-1990 átti þátt í að samtals var landað 440 þúsund tonnum af óslægðum þorski umfram það sem ráðherra hafði ákveðið sem heildaraflaviðmiðun og 635 þúsund tonnum umfram það sem Hafrannsóknarstofnun hafði mælt með. Þessar tölur er hægt að nálgast í skýrslu Hafrannsóknar- stofnunar um ástand nytjastofna 2006/2007 en þar segir m.a. að þorskstofninn hafi verið í sögulegu lágmarki á árunum 1992-1995 og ástæðu þess megi rekja fyrst og fremst til mjög mikillar sóknar á árunum á undan og lélegrar nýliðunar á síðari hluta níunda áratugarins og upphafi þess tíunda. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 Hafi ástandið í sjávarútvegi verið dapurt í árslok 1983 var ekki tilefni til bjartsýni vorið 1990 þegar Alþingi fjallaði um frumvarp sem varð að lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Skráðum fiskiskipum hafði fjölgað um tæp 1.000 frá árs- byrjun 1984 með tilheyrandi aukn- ingu á sóknargetu flotans ásamt því sem afkastageta vinnslustöðva hafði vaxið. Takmarkaðar líkur voru á að heildarafli myndi aukast til lengri tíma nema að sókn myndi minnka. Talið var að skynsamleg- asta leiðin til að halda heildarafla innan fyrirfram ákveðinna marka og stuðla að hagræðingu í sjávarút- vegi væri að fækka undanþágum frá kvótakerfinu og veita atvinnu- greininni sjálfri tækifæri til að leysa úr þeim offjárfestingarvanda sem blasti við. Þessi kerfisbreyting hafði í för með sér að verð á skipum lækkaði en að sama skapi urðu kvót- ar verðmætir þar sem þeir voru ótímabundnir og framseljanlegir. Forsendur gjafakvótahugmyndar- innar verða því að teljast hæpnar. Vörn íslenska ríkisins Framangreindum grundvallar- atrið um um þróun íslenska kvóta- kerfisins 1984-1990 og tilgang laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 hefði mátt gera betri skil í vörn íslenska ríkisins fyrir Mann- réttindanefnd SÞ. Því fer fjarri að stjórn botnfiskveiða síðan 1984 hafi byggst nánast alfarið á kvóta- kerfi. Af því leiðir að skipting heildarkvóta í botnfiski síðan þá hefur farið eftir mun fleiri sjón- armiðum en veiðireynslu á við- miðunartímabilinu. Vikið verður að þessu í næstu grein sem og þýðingu þeirrar yfirlýsingar að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. Álit Mannréttindanefndar SÞ II HELGI ÁSS GRÉTARSSON UMRÆÐAN Efnahagsmál Núna er sá bitri sann-leikur að koma í ljós, að við erum ekki ríkasta þjóð í heimi heldur ein sú skuldugasta. Við höfum að vísu lifað eins og ein ríkasta þjóð heims en fyrir erlent lánsfé. Sam- kvæmt forsíðu Mbl. 18. janúar 2008 vill Glitnir banki ekki láta bjóða sér í dag að taka lán erlendis með tvöföldum vöxtum. Þá er svona helmingur vaxtanna, laus- lega reiknað, millibankavextir (LIBOR) erlendis, en hinn hlutinn er áhættuþóknun, vegna þess að lánað er til hins skulduga Íslands. Svo er skortur á alþjóðlegu lánsfé, sem hækkar viðbótar- eða áhættu- gjaldið. Höfundur þessarar blaðagrein- ar hefur fyrir þó nokkuð löngu síðan sett þá skoðun fram að á þeim tíma væri rétt að láta okkar krónu síga, sem er sama og að lækka gengi hennar. Þá hefði evran hækkað t.d. í 100 kr. (er í dag 95 kr.) og annar gjaldeyrir hækkað samsvarandi. Þetta hefði hjálpað útflutningi okkar og dreg- ið úr innflutningi, sem bætt hefði gjaldeyrisstöðu okkar í dag. Svo hefði dýrari gjaldeyrir bent fólki á áhættu þess að taka erlend lán. Svona gengislækkun var ekki vin- sæl í pólitíkinni. Því var hún ekki samþykkt og allt sagt í fínasta lagi. Nú er ekki hægt að blekkja lengur. Lán til okkar eru talin með í flokki bandarískra hús- bréfa með háum vöxtum sem borgast ekki af skuldurum en næg veð vantar á bak við þau svo þau séu gjaldgeng og góðir pappírar. Við erum því í vondum félagsskap fjárhagslega. Nokkuð er síðan þessar fréttir bár- ust frá útlöndum og allir urðu undrandi. Annað hafði þeim verið talin trú um hér á landi af stjórnvöld- um. Var okkur sagt ósatt? Fyrir nokkrum dögum dró erlent matsfyrirtæki, sem metur lánshæfi ríkja heims, okkur inn í hóp þeirra ríkja sem vafasamt væri að lána þótt háir vextir væru í boði. Þetta varð til að gera fjár- hagsstöðu okkar enn verri. Bank- ar okkar telja þetta ómaklegt, þar sem þeir standi í raun vel. Sú spurning verður ekki umflú- in lengur hvort við getum komist í myntbandalag með auðugu ríki. Við gætum byrjað á Sviss. Vilja þeir vera í myntbandalagi með okkur? Þá værum við jeppakerra, sem þeir sem voldug peningaþjóð, hefðu í eftirdragi. Lægri vextir á erlendum skuldum sparar okkur fljótlega svona álíka upphæð og öll sala okkar á rafmagni til álvera eða meira. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Í myntbandalag? LÚÐVÍK GIZURARSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.