Fréttablaðið - 08.02.2008, Page 62
menning@frettabladid.is
Kl. 17
Sýningin Einhleypur, Grænn eftir
myndlistarkonuna Elínu Önnu
Þórisdóttur verður opnuð í nýju
húsnæði Anima gallerís á Freyjugötu
27 í dag kl. 17. Á sýningunni má sjá
málverk og skúlptúra unna með
blandaðri tækni. Efniviðurinn í
verkin er meðal annars tré, svampur,
málning, sprey og snúðar.
Triptych 1974-77 eftir írska sjálfmenntaða málarann
Francis Bacon (1909-1992) var selt á uppboði
Christie´s í London á miðvikudag fyrir þrjá og
hálfan milljarð íslenskra króna, eða 26,3 milljónir
enskra punda. Er það hæsta verð sem Christie´s í
London hefur fengið fyrir eitt verk og hæsta verð
greitt fyrir verk listamanns eftir stríð. Bacon vann
verkið að mestu 1974 en jók við það 1977 og er það
eitt verka sem hann vann í minningu ástmanns síns,
George Dyer, sem stytti sér aldur 1971. Verk fleiri
listamanna frá þessum tíma fóru á metverði:
málverk eftir Gerhard Richter, Lucio Fontana og
Bridget Riley seldust þar á háu verði. Meirihluti
boða kom að þessu sinni frá evrópskum kaupendum,
sem bendir til varúðar á bandarískum myndlistar-
markaði sem hefur verið ráðandi í heiminum um
langt skeið. - pbb
Þrjú verk fyrir 3,5 milljarða
MYNDLIST Hið fræga verk á sýningu Christies´s fyrir uppboðið
á miðvikudag.
Hinn kunni gamanleikur
George Feydeau, Fló á
skinni, er frumsýndur í
kvöld í Samkomuhúsinu
gamla á Akureyri. Uppselt
er á 24 sýningar af þeim
fjörutíu sem komnar eru í
sölu og blasir við að Flóin
verði afar vinsæl nyrðra
rétt eins og hún var í svið-
setningum hér syðra 1973
og 1989, en þá komu tugir
þúsunda að sjá sýningarnar.
Er farsinn eitt aðsóknar-
mesta verk íslenskrar
leiklistarsögu og styrkir
enn stöðu sína með þessari
velgengni á Akureyri.
María Sigurðardóttir leikstýrir
stórum hópi leikara í sviðsetningu
á nýrri leikgerð Gísla Rúnars
Jónssonar. Við hinn unga hóp leik-
ara sem hefur verið kjarninn í
leikarahópi LA bætast nú nokkrir
sunnanmenn: Randver Þorláks-
son, Valdimar Flygenring, Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir og Árni
Tryggvason. Sýningar munu
standa fram á vor.
Flóin var fyrst sýnd hér á landi í
leikhússtjóratíð Vigdísar Finn-
bogadóttur í Iðnó og gekk þá í þrjú
leikár við miklar vinsældir sem
má ekki síst þakka leik Gísla Hall-
dórssonar. Velgengni hennar varð
til þess að Leikfélag Reykjavíkur
réðist aftur í sviðsetningu hennar
í Borgarleikhúsinu. Munu hátt í 70
þúsund gestir hafa séð þessar sýn-
ingar og er langt til jafnað. Mun
Litla hryllingsbúðin standa nærri
þessu meti í þremur sviðsetning-
um.
Flóin er eitt margra verka sem
George Feydeau skrifaði á hátindi
franska borgaralega farsans.
Verkið dró dám af tvískinnungi í
borgaralegu siðferði á keisara-
tímanum seinni í Frakklandi en
Feydeau var afar snjall bygging-
armeistari í misskilningsfléttu
blekkinga, misskilnings og felu-
leiks sem útheimti tiltekinn fjölda
útganga í opið rými. Það er Snorri
Freyr sem fær það erfiða verkefni
að koma tveimur stórum og flókn-
um leikmyndum fyrir á litla svið-
inu í Samkomuhúsinu.
Eins og tekið er að tíðkast í
mörgum leiksýningum nú um
stundir sem eiga að ná til sín
vænum hópi leikhúsgesta er tón-
list lögð inn í sviðsetningu Maríu
Sigurðardóttur nyrðra og er það
gleðisveitin Sprengjuhöllin sem
sér um hana. Margir þeir ungu
leikarar sem koma fram í sýning-
unni hafa ekki áður leikið í sýn-
ingu af þessu tagi þar sem reynir
mikið á snerpu og sterka tilfinn-
ingu fyrir að láta setningar falla í
hljóðhvíld í kappi við hláturs gusur
leikhúsgesta því Flóin er mikill
hláturvaki ef vel tekst til. - pbb
Fló á skinni frumsýnd
LEIKLIST Misskilningur á misskilning ofan í Flónni á Akureyri. MYND: GRÍMUR BJARNASON/LA
Leikhópurinn Borgarbörn frumsýnir annað kvöld
kl. 20 á litla sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt
forvarnarleikrit sem kallast Alsæla. Borgarbörn
er barna- og unglingaleikhús sem hefur þá sér-
stöðu að leikararnir í sýningum þess eru sjálfir
börn og unglingar. Í Alsælu koma til að mynda
fram tólf leikarar sem allir eru á aldrinum 15-19
ára. Framtakið er klárlega lofsvert, ekki síst þar
sem það veitir ungu fólki bæði tækifæri til að
spreyta sig á fjölunum og til þess að upplifa
jafnaldra sína á sviðinu.
Söguþráður leikritsins er sprottinn af umræðum
og hugsunum leikhópsins um forvarnarmál og
unglingamenningu. Leikstjóri verksins, Björk
Jakobsdóttir leikkona, færði þessar vangaveltur
í afar sjónrænan búning; mikið er um söng og
dans og tekist er á við málefnin á táknrænan og
hreinan máta.
Auk unglinganna og leikstjórans Bjarkar
koma ýmsir leikhúslistamenn að sýningunni.
Söng stjórn er í höndum Ragnheiðar Hall, Halla
Ólafsdóttir semur dansa, Valdimar Kristjónsson
sér um tónlist og Magnús Arnar Sigurðarson er
ljósameistari.
Ljóst er að forvarnir og fræðsla þurfa að vekja
áhuga unglinga. Jafningjafræðsla á vegum
Reykjavíkurborgar hefur gefið góða raun og því
má leiða líkur að því að forvarnarleikrit þar sem
unglingar eru í aðalhlutverki eigi nokkuð greiða
leið að ungum hugum.
Leikritið verður sýnt á litla sviði Borgarleikhúss-
ins út febrúar og er miðaverð 1.000 kr. - vþ
Forvarnarleikrit frumsýnt annað kvöld
BORGARBÖRN Leikhópur skipaður ungu og upp-
rennandi leikhúsfólki.
> Ekki missa af …
Dagskrá í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í kvöld vegna
Safnanætur. Dagskráin tengist
sýningunni Flickr-flakk og helj-
arstökk sem nú stendur yfir í
safninu. Gestum verður meðal
annars boðið upp á aðstoð
við að setja upp sína eigin
Flickr-síðu og hljómsveitin
Vicky Pollard tekur nokkur lög.
Dagskráin hefst kl. 19.
GAMANÓPERAN
SÍGAUNABARÓNINN
EFTIR JOHANN STRAUSS - Íslensk þýðing: Egill Bjarnason og Þorsteinn Gylfason
Í GAMLA MJÓLKURSAMLAGINU BORGARNESI
Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir • Stjórnandi: Garðar Cortes
Píanóleikur: Zsuzsanna Budai
Miðapantanir 437 1598 • tskb@simnet.is
Upplýsingar á: www.borgarbyggd.is
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Frumsýn. 7. feb. kl. 20.00 - UPPSELT
2. sýn. 9. feb. kl. 20.00 - UPPSELT
3. sýn. 10. feb. kl. 20.00 - UPPSELT
4. sýn. 16. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI
5. sýn. 17. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI
6. sýn. 19. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI
FRUMSÝNING Í KVÖLD!
LA TRAVIATA
verdi