Fréttablaðið - 08.02.2008, Síða 70

Fréttablaðið - 08.02.2008, Síða 70
38 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR „Ég er náttúrlega langsamlega fyrstur til að slamma á Íslandi. Hef gert það langlengst allra hér,“ segir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður með meiru. Hann ætlar að slamma, eins og það heitir, á Borgarskjalasafninu í Tryggvagötu af öllum stöðum í kvöld á miðnætti. Þá er bara spurningin: Hvað er þetta að slamma? „Já, í mjög einföldu máli er það þegar bilið milli rapps og ljóðalest- urs er brúað. Það besta af hvoru- tveggja. Rappið þarf að flæða, vera í takti, þarf að vera kraftmikið... fullt af reglum sem rappið þarf að lúta en venjulegt ljóð þarf ekki að hlíta neinu,“ segir rapparinn. Aðspurður hvort hann ætli þá að fara með Bólu- Hjálmar eða Stein Steinarr og undir nötrar rapptónlistin segir Erpur svo ekki vera. Allt er þetta frumsamið sem hann flytur. „Ég er voðalega lítið í cover-bransanum.“ Erpur útskýrir jafnframt að „slammið“ eigi rætur að rekja til bítnikkanna og djassskáldanna. „Guðfaðir slammsins er Gil Scott-Heron. Hann var náttúrlega með á nótunum hvað bítnikkarnir voru að gera. Hans þekktasta dót er „Revolu- tion will not be Televised“. Margvitnað í það af slammliðinu, til dæmis af Söruh Jones sem endurgerði ljóðið hans en þá undir formerkjum femínismans. Hljómar það: „Revolution will not happen between these thighs.“ Og var þá að vísa til þessarar áráttu rappara að syngja helst bara um píkur og tippi.“ Það var og. Erpur ætlar einnig að bjóða upp á tónlist, segist ætla að spila nýtt dót og klassík. Hvurnig sem hann svo skilgreinir klassík. Af Erpi er það svo annað að frétta að hann vinnur nú að sólóplötu sinni en er að öðru leyti fastur í Laugardagslögun- um þar sem hann blómstrar sem álitsgjafi í Eurovision. Og þá er hann byrjaður að æfa box af krafti. „Já, en þetta er fitnessbox. Ég hef ekki áhuga á að berja neinn.“ - jbg folk@frettabladid.is > HIÐ LJÚFA LÍF Matthew McConaughey kann að meta góðu hlutina í lífinu. „Ég hef lagt hart að mér til að geta átt mér þann lífsstíl og búið á þannig stað að ég þurfi hvorki að klæðast skyrtu né skóm,“ sagði leikarinn ný- lega, en það telst nánast til tíðinda að hann sé ekki ber að ofan á myndum. Freestyle-keppni Tónabæjar, sem átti að fara fram í dag, hefur verið aflýst sökum lélegrar þátttöku. „Okkur brá svolítið við þetta. Keppnin hefur verið haldin í tut- tugu og sjö ár, og það er alveg nýtt af nálinni að það sé ekki næg skráning,“ segir Inga Maren Rúnarsdóttir, einn skipuleggjenda keppninnar. Einungis fjórir ein- staklingar og fjórir hópar skráðu sig til leiks í ár. „Við fórum að skoða mögulegar ástæður fyrir þessu, og sáum að fyrir nokkrum árum var 10-12 ára flokkurinn í keppninni lagður niður. Síðan hefur keppnin bara verið fyrir áttunda, níunda og tíunda bekk,“ útskýrir Inga, en hana grunar að sú ákvörðun hafi haft einhver áhrif, þar sem dans- arar á keppnisaldri í dag hafi ekki alist upp við freestyle-keppnina. Inga Maren segir aðstandendur keppninnar þó líta á björtu hliðarn- ar og að þau hyggi nú á breytingar á formi hennar. „Í ár hélt ég til dæmis danssmiðju fyrir krakkana sem varð mjög vinsæl, og við munum byggja meira á því. Þá verður töluvert stærri umgjörð í kringum þetta. Tónabæ hefur lang- að að breyta keppninni undanfarin ár, og ég var fengin inn til að sjá um það. Það virðist bara hafa verið of seint til að ná í yngri deildina,“ segir Inga Maren. „Nú leggjumst við bara undir feld og svo kemur í ljós með hvaða sniði keppnin verð- ur að ári,“ bætir hún við. Þeir sem þegar höfðu skráð sig til leiks fá þó eitthvað fyrir sinn snúð, þó að ekki verði af keppn- inni sjálfri. - sun Freestyle-keppni aflýst ENGIN KEPPNI Í ÁR Freestyle-keppni Tónabæjar hefur notið mikilla vinsælda á þeim 27 árum sem hún hefur verið haldin, en ekki var næg þátttaka í ár og var keppninni aflýst. ERPUR Er voðalega lítið í cover-bransanum og flyt- ur eigin ljóð við nötrandi rapptónlist. Erpur slammar í skjalasafninu Britney Spears yfirgaf geðdeild UCLA-læknastöðvar- innar á miðvikudag. Talið var að innlögn söngkonunnar yrði framlengd um tvær vikur, eftir að fyrstu 72 klukkustundirnar voru liðnar. Samkvæmt heimildum síðunnar tmz.com reyndist læknum þó ómögulegt að halda söngkonunni lengur, þar sem hún taldist ekki lengur vera hættuleg sjálfri sér eða öðrum. Jamie Spears, faðir Britney, var skipaður lögráða- maður hennar 1. febrúar síðastliðinn. Á sama tíma úrskurðaði dómari einnig að Sam Lutfi, sem kallar sig umboðsmann Spears, sætti nálgunarbanni. Foreldrar Spears og Lutfi hafa átt í miklum útistöðum síðustu daga, þar sem þau hafa afar skiptar skoðanir á því hvað Britney sé fyrir bestu. Hélt móðir Britney, Lynne, því meðal annars fram að Lutfi hefði gefið Britney annarleg lyf. Foreldrar Spears eru ósáttir við að hún sé aftur komin á rúntinn um Los Angeles. „Sem foreldrar fullvaxins barns sem glímir nú við geðræn vandamál vorum við afar vonsvikin að frétta að dóttur okkar, Britney, hefði verið sleppt af sjúkrahúsinu sem var best í stakk búið til að hlú að henni og tryggja öryggi hennar, og það gegn vilja sálfræðings hennar. Við höfum miklar áhyggjur af öryggi dóttur okkar og teljum að líf hennar sé í hættu,“ segir í tilkynningu frá þeim. Þau fara þar einnig fram á að úrskurði dómarans, hvað varðar lögræði Spears, verði fylgt. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Tmz.com hyggst faðir Spears mæta fyrir rétt í dag og fara fram á að lögregla aðstoði hann við að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem hann tekur sem lögráða- maður Britney. Það mun ekki vera óalgengt í málum með þessu sniði. Perezhilton.com heldur því einnig fram að Jamie Spears hyggist flytja inn til dóttur sinnar til að geta fylgst með henni. Faðir Spears óskar eftir lögregluaðstoð FRJÁLS FERÐA SINNA Britney Spears var sleppt af geðdeild á miðvikudag, en faðir hennar er enn skipaður lögráðamaður hennar. SMS LEIKUR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. F R U M S Ý N D 8 . F E B R Ú A R SENDU JA ROFÁ NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, tölvueikir, DVD myndir,varningur tengdur myndinni og margt fleira! Æfingar á leikritinu Tillsammans, eftir samnefndri kvikmynd Lukas Moodysson, eru hafnar í Borgarleikhúsinu. Fjölþjóð- legur leikhópur Gísla Arnar Garðarssonar steig þar á svið í fyrsta skipti í gær. Mexíkóska stórstjarnan Gael García Bernal er á meðal leikara í verkinu, en rætt verður við hann í helgarblaði Fréttablaðsins á sunnudag. Þjóðverj- inn Daniel Brühl, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Good Bye Lenin!, fer einn- ig með hlutverk í sýningunni, ásamt spænsku leik- konunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joana Preiss. Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gísla- son, Nína Dögg Filippusdóttir og Árni Pétur Guð- jónsson mynda íslenskan hluta leikhópsins. Fjölþjóðlegur gamanleikur Kvikmyndin Tillsammans, eftir Lukas Moodysson, fjallar um lífið í sænskri kommúnu á áttunda áratugnum. Þó að söguþráðurinn hafi tekið einhverjum breytingum í meðförum Gísla Arnar og leikhóps- ins er þó óhætt að lofa því að hippaandinn muni svífa yfir vötnum í Borgarleikhúsinu þegar að frumsýningu kemur, eins og hann gerði þegar æfingar á verkinu hófust í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HIPPAR Á SVIÐI BORGARLEIKHÚSSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.