Fréttablaðið - 08.02.2008, Side 74
42 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar í N1-deild
kvenna, hefur nú afplánað tæplega tveggja mánaða bann
sem hann var dæmdur í af aganefnd HSÍ eftir ummæli
sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir leik Stjörnunnar og
Fram hinn 6. desember síðastliðinn. Aðalsteinn verður því
í eldlínunni á ný þegar Stjarnan heimsækir Val í gríðarlega
mikilvægum leik í toppbaráttu N-1 deildarinnar í Voda-
fone-höllinni að Hlíðarenda kl. 20.15 í kvöld.
„Ég er mjög spenntur að koma til baka og þetta
verður hörkuleikur á milli tveggja góðra liða og von-
andi verðum við betra liðið. Þessi leikur er gríðarlega
mikilvægur þar sem bæði liðin vita að liðið sem
vinnur leikinn nálgast Fram-liðið, sem er vitanlega
í bílstjórasætinu eins og er,“ sagði Aðalsteinn
sem kvað bannið hafa verið erfitt að eiga við.
„Ég hafði aldrei misst úr leik áður, þannig að
þetta er ekki búinn að vera auðveldur tími. Það er
ef til vill dálítið erfitt að lýsa þessu fyrir þeim sem
þekkja ekki þessa tilfinningu, en þetta er kannski eins
og að horfa á árekstur gerast á 10 km hraða og geta ekkert gert til
að stoppa hann,“ sagði Aðalsteinn sem er búinn að vera ánægður
með gengi Stjörnustúlknanna í fjarveru sinni.
„Ragnar Hermannsson hefur verið að leysa mig af undanfarið
og er búinn að gera mjög góða hluti og það er alveg spurn-
ing hvort að ég eigi yfirhöfuð nokkuð að fara aftur á
bekkinn,“ sagði Aðalsteinn í léttum dúr en hann getur
þó ekki neitað því að vera enn pirraður yfir banninu.
„Þetta er náttúrlega lengsta bann í máli af þessari
tegund þannig að ég kærði úrskurðinn til dómstóls
HSÍ sem úrskurðaði að taka ætti fyrir efnislega
meðferð málsins þar sem ákveðnir vankantar
hefðu verið á. Áfrýjunardómstóll vísaði málinu
hins vegar frá og ályktaði að meðferð málsins
hefði verið eðlileg. Ég er ekki búinn að ákveða hvað
ég geri í framhaldinu þar sem ég er búinn að afplána
mitt bann, en er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara
með málið fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólinn eða jafn-
vel almennan dómstól,“ sagði Aðalsteinn að lokum.
AÐALSTEINN EYJÓLFSSON ÞJÁLFARI: STÝRIR LOKS STJÖRNUNNI GEGN VAL Í KVÖLD EFTIR AÐ HAFA AFPLÁNAÐ BANN
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði liðin
> Gunnar kominn til baka
Körfuknattleikskappinn Gunnar Einarsson lék með
Keflavík á nýjan leik gegn ÍR í gærkvöldi.
Gunnar hefur ekkert æft með Keflavík
síðustu daga og alls kyns orðrómur var
uppi um ástæður þess að hann væri
ekki lengur að æfa. Flestar sögusagnirn-
ar virðast hafa verið byggðar á sandi því
Gunnar virðist eingöngu hafa tekið sér
stutta hvíld eins og Keflvíkingar héldu
fram allan tímann.
N1-deild karla í handbolta
Stjarnan-Valur 27-28 (14-16)
Mörk Stjörnunnar (skot): Volodymyr Kysil 6
(6), Vilhjálmur Ingi Halldórsson 5 (7/1), Ólafur
Víðir Ólafsson 5 (9/1), Patrekur Jóhannesson 3
(4), Heimir Örn Árnason 3/2 (7/3), Kristján S.
Kristjánsson 2 (4).
Varin skot: Hlynur Morthens 17/1 (43/5), 40%,
Styrmir Sigurðsson 1/1 (3/2), 33%.
Fiskuð víti: 6 (Heimir Örn 2, Ólafur Víðir 2,
Volodymyr, Kristján).
Hraðaupphlaup: 4 (Volodymyr 2, Vilhjálmur,
Patrekur).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 7/3
(10/4), Arnór Þór Gunnarsson 6/3 (11/4), Kristj-
án Þór Karlsson 3 (4), Ernir Hrafn Arnarson 3 (6),
Sigurður Eggertsson 3 (8), Ingvar Árnason 2 (2),
Elvar Friðriksson 2 (4), Fannar Þór Friðgeirsson 1
(3), Sigfús Páll Sigfússon 1 (3).
Varin skot: Pálmar Pétursson 20/2 (47/6), 43%.
Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 5, Sigurður, Ingvar,
Ernir).
Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 4, Arnór Þór 2,
Sigurður, Kristján).
Utan vallar: 8 mínútur.
Iceland Express deild karla
Njarðvík-KR 97-106
Fjölnir-Skallagrímur 66-79
Stig Fjölnis: Sean Knitter 27 (13 frák.), Anthony
Drejaj 10, Pete Strobl 9, Kristinn Jónasson 6,
Níels Páll Dungal 4, Helgi Hrafn Þorláksson 4,
Árni Þór Jónsson 2, Tryggvi Pálsson 2, Hjalti Þór
Vilhjálmsson 2
Stig Skallagríms: Milojica Zekovic 30, Darrell
Flake 23 (16 frák.), Alan Fall 14 (11 stoðs., 10
frák.), Florian Miftari 11, Hafþór Ingi Gunnarsson
2, Pétur Már Sigurðsson 1.
ÍR-Keflavík 77-88
Stig ÍR: Sveinbjörn Claessen 17, Hreggviður
Magnússon 15, Nate Brown 13 , Ómar Sævars-
son 11, Tahirou Sani 11, Steinar Arason 7, Eiríkur
Önundarson 3
Stig Keflavíkur: Bobby Walker 20, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 18, Tommy Johnson 13,
Arnar Freyr Jónsson 10, Anthony Susnjara 10,
Þröstur Jóhannsson 4, Jón Norðdal Hafsteinsson
4, Magnús Þór Gunnarsson 4, Vilhjálmur Stein-
arsson , Gunnar Einarsson 2.
STAÐAN:
1. Keflavík 16 14 2 1479:1316 28
2. KR 16 13 3 1461:1360 26
3. Grindavík 15 11 4 1372:1312 22
4. Skallagrímur 16 10 6 1342:1309 20
5. Njarðvík 16 9 7 1416:1292 18
6. Snæfell 15 7 8 1292:1263 14
7. ÍR 16 6 10 1349:1386 12
8. Tindastóll 15 6 9 1312:1366 12
9. Stjarnan 15 5 10 1232:1299 10
10. Þór A. 15 5 10 1288:1449 10
11. Fjölnir 16 4 12 1261:1379 8
12. Hamar 15 3 12 1126:1199 6
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Stjórn ensku úrvalsdeild-
arinnar í fótbolta hefur ákveðið
að skoða nánar möguleikann á að
lengja tímabilið úr 38 umferðum í
39 umferðir og myndu þessir tíu
aukaleikir verða leiknir utan
Englands. Samkvæmt heimildum
BBC Sport munu forráðamenn
allra tuttugu liðanna í úrvals-
deildinni hafa samþykkt að skoða
þennan möguleika nánar í gær.
Talið er að þessir tíu aukaleikir
verði ákvarðaðir með drætti þar
sem fimm efstu liðin geti ekki
mæst innbyrðis en leikvellir
verði svo ákveðnir eftir því hvaða
borgir bjóði mest og best.
Tillagan er vitanlega enn á
umræðustigi og ekki þykir líklegt
að eitthvað verði ákveðið að fullu
fyrir lok deildarinnar í maí, en
talið er að mögulegar breytingar
gætu tekið gildi tímabilið 2010-
2011. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Aukaleikir
leiknir erlendis?
KÖRFUBOLTI Það fór allt á annan
endann í NBA-deildinni þegar
spurðist út að Shaquille O´Neal
væri farinn til Phoenix Suns fyrir
þá Shawn Marion og Marcus
Banks. Shaq var himinlifandi með
flutninginn enda kominn í eitt
besta lið deildarinnar sem mun
keppa um titilinn.
„Ég vil gera aðra leikmenn í
kringum mig betri. Ég hef trú á
því að ég hafi það sem þarf til að
koma þessu liði alla leið,“ sagði
Shaq en hann brosti allan
hringinn er áhorfendur í Phoenix
tóku vel á móti honum.
Skiptin komu gjörsamlega
öllum í opna skjöldu og ekki síst
leikmönnum Phoenix.
„Þessir síðustu 24 tímar hafa
verið lyginni líkastir og maður
fer í gegnum mikinn tilfinninga-
rússibana,“ sagði Steve Nash,
stórstjarna Suns. - hbg
Shaq fór til Phoenix Suns:
Shaq lofar titli
ÞAÐ KEMUR HRINGUR Shaq er farinn að
lofa meistarahring í Phoenix en hann á
sjálfur þrjá slíka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KÖRFUBOLTI Fimm leikir áttu að fara fram í
Iceland Express-deild karla í gær en tveim
var frestað vegna veðurs. Keflavík heldur
toppsætinu eftir sigur á ÍR og Skallagrímur
kom fram hefndum gegn Fjölni í Grafarvogi.
Svo voru mikil átök er KR sótti sigur í Ljóna-
gryfjuna.
Njarðvíkingar voru mjög daprir gegn Snæ-
fell á dögunum en það var allt annað upp á
teningnum í gær þegar þeir byrjuðu leikinn á
móti KR af gríðarlegum krafti. Þeir spiluðu
fyrri hálfleikinn hreint frábærlega og leiddu
með fimmtán stigum í leikhléi, 61-46.
Íslandsmeistararnir tóku heldur betur við
sér í þriðja leikhluta sem þeir áttu með húð og
hári. Þeir söxuðu jafnt og þétt á forskot Njarð-
víkinga og komust loks yfir, 78-79, er nokkrar
sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta.
Allur meðbyr var með KR-ingum á meðan
Njarðvíkurliðið hreinlega molnaði í sundur.
KR náði fljótt frumkvæðinu í fjórða leikhluta,
var mikið grimmara í öllum aðgerðum og
vann að lokum sanngjarnan baráttusigur, 97-
106. Skallagrímsmenn komu fram hefndum
gegn Fjölnismönnum og unnu sannfærandi 13
stiga sigur, 66-79, í Grafarvogi í gær. Skalla-
grímur var með forskotið allan tímann en
Fjölnisliðið var þó allan tímann inn í leiknum
þrátt fyrir allt annað en sannfærandi frammi-
stöðu.
Milojica Zekovic kom með 30 stig inn af
bekknum og Alan Fall náði þrefaldri tvennu.
Flake var með 21 stig og 16 fráköst og lék vel
þegar hann kom aftur inn í leikinn í lokin.
Sean Knitter var í sérflokki hjá Fjölni en
miklu munaði um að Anthony Drejaj fann sig
ekki og klikkaði á 11 af 14 skotum sínum.
Keflvíkingar unnu 11 stiga sigur í Selja-
skóla, 77-88, eftir að hafa lent átta stigum
undir í öðrum leikhluta. Keflavík svaraði með
því að vinna næstu 20 mínútur 53-26 og kom-
ast í 54-73 og eftir það var ljóst hvernig leik-
urinn færi. Með sigrinum halda Keflvíkinga
tveggja stiga forskoti á toppnum. - hbg / - óój
Keflavík heldur toppsætinu í Iceland Express-deild karla og KR lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni:
Ótrúlegur baráttusigur hjá KR í Njarðvík
BARÁTTA KR-ingurinn Helgi Már Magnússon tekur
hér á Brenton Birmingham. MYND/VÍKURFRÉTTIR
HANDBOLTI Valur vann Stjörnuna
27-28 í toppbaráttuleik N1-deildar
karla í Mýrinni í gærkvöld. Leik-
urinn var í járnum framan af þar
sem liðin skiptust á að skora og
staðan var jöfn 5-5 eftir tíu
mínútur.
Þá small allt í einu vörn og
markvarsla hjá Valsmönnum og
þeir keyrðu yfir Stjörnumenn með
vel útfærðum hraðaupphlaupum
þar sem Baldvin Þorsteinsson fór
á kostum. Valur náði mest fjög-
urra marka forystu, í stöðunni 8-
12, en hélt svo tveggja til þriggja
marka mun út megnið af hálfleikn-
um og staðan var 14-16 fyrir Val í
hálfleik.
Stjörnumenn komu grimmir til
leiks í síðari hálfleik og náðu að
jafna leikinn 18-18 í fyrsta skipti
síðan í stöðunni 5-5. Valsmenn
voru þó fljótir að koma sér í bíl-
stjórasætið á ný með fjórum mörk-
um í röð. Stjörnumenn héldu elt-
ingarleiknum áfram og náðu að
minnka muninn niður í eitt mark á
lokakaflanum 26-27 en Fannar Þór
Friðgeirsson innsiglaði sigur Vals-
manna með marki þegar 30
sekúndur voru eftir af leiknum.
Stjörnumenn skoruðu síðasta
markið en það dugði skammt og
Valur vann góðan sigur 27-28.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf-
ari Vals, var afar sáttur með sína
menn. „Mér fannst við ferskari í
kvöld en við höfum verið og vörn-
in og Pálmar í markinu voru að
skila góðri vinnu og ég er stoltur
af mínu liði. Við vorum að keyra
góð hraðaupphlaup en ég vil fá
meira af því að við tökum hraða
miðju þar sem við erum með
hraða stráka. Þetta snýst um
sjálfstraust og nú erum við komn-
ir að fullu í toppbaráttuna með
tveimur góðum sigrum í síðustu
leikjum,“ sagði Óskar ánægður.
Kristján Halldórsson, þjálfari
Stjörnunnar, var ekki eins kátur.
„Við vorum bara ekki nógu ein-
beittir og menn hafa bara haldið
að þetta væri eitthvað sjálfgefið
eftir góðan sigur í síðasta leik. Það
eru nóg af stigum eftir í barátt-
unni en við verðum að bæta okkar
leik ef við ætlum okkur eitthvað,
það er alveg ljóst,“ sagði Kristján.
omar@frettabladid.is
Valsmenn hafa ekki sagt
sitt síðasta orð í deildinni
Íslandsmeistarar Vals halda áfram að hleypa Íslandsmótinu í háaloft en eins
marks sigur þeirra á Stjörnunni, 27-28, í gær kemur þeim í baráttuna á fullu.
VARNARMÚR Valsmaðurinn Sigfús Páll Sigfússon reynir hér að brjótast í gegnum
þéttan varnarmúr Stjörnumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM