Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500015. febrúar 2008 — 45. tölublað — 8. árgangur RÁÐSTEFNUR Krókódílar og ráð- gátur við Grímsá Sérblað um ráðstefnur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Með því að nota bygg að hluta í staðinn fyrir hveiti er hægt að auka hollustu brauðvara. Þetta kemur fram í rannsókn Matís og Landbúnað-arháskóla Íslands. Í byggi eru trefja-efni sem geta lækkað kólestról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur. www.freisting.is Að fá börn til að borða græn-meti getur reynst erfitt. Ein leið til að auka áhuga þeirra er að gera grænmetið aðgengilegt. Kaupa til dæmis litlar gulrætur sem ekki þarf einu sinni að skola, skera niður gúrku og bjóða þeim litla sæta tómata eða sneiða niður sæta papriku. www.islenskt.is Hindberjalaufste er talið hafa góð áhrif á starfsemi kvenlíffæranna. Jurtin er talin auka frjósemi, vera gagnleg á meðgöngu, góður undirbúningur fyrir fæðingu og auka framleiðslu brjósta-mjólkur. Annað te sem talið er hafa gagnleg áhrif á með-göngu er brenninetlute en það á að minnka bjúg. Elísabet Þorvaldsdóttir heldur húsmæðrahefð- um á lofti í matargerð sinni. Elísabet Þorvaldsdóttir, fyrrverandi matráður, fer oft nýstárlegar leiðir í eldamennsku. Þeir réttir eru ekki til sem hún þorir ekki að takast á við í eldhús- inu. „Ég hef lagt upp með að notast við ferskt hráefni í matargerð og forðast að vinna með unna matvö Ég er með þrjú börn á hei ilöll n i bragðgóðar og unnar úr nýju og fersku hráefni en einnig er hægt að leika sér að uppskriftinni. Þó að yfirskriftin að þessum rétti sé „krakka-fiskibollur“ er hægt að gera þær meira við hæfi fullorðinna með ýmsum aðferðum,“ útskýrir Elísabet. Hún segist alltaf bera fram hrísgrjón og ferskt salat með fiskibollunum. „Oft ber ég fram hvítlauks- brauð og mismunandi sósur Börni tómatsósu með b ll Fiskibollur húsmóður Það er mjög skemmtilegt að búa til kvöldmatinn frá grunni og enn betra að sjá hann renna vel ofan í alla á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÖSTUDAGUR 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Föstudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 40% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 70% BB FÖSTUDAGUR15. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Kampavíns- klippingar Hreiðar Árni Magnússon og Jóhann Tómas Sigurðssondekra við hár fræga fólksins í Kaupmannahöfn MARGRÉT HELGA JÓHANNSDÓTTIR leikur mæður geðsjúklinga ÞÓRUNN HÖGNA hættir á skjánum TINNA GUNNARS og kaffivélin ELÍSABET ÞORVALDSDÓTTIR Eldar ekta húsmæðra- fiskibollur Matur Í MIÐJU BLAÐSINS Margt spennandi fram undan Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem sett var á laggirnar í ágúst síðastliðnum færir út kvíarnar. TÍMAMÓT Fræga fólkið flykkist í klippingu Hreiðar og Jóhann eiga Loft Salon í Kaupmanna- höfn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU FÖSTUDAGUR ráðstefnurFÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 N O RD IC PH O TO S/G ETTY Krókódíll í Grímsá í BorgarfirðiBLS. 8 Ráðstefnuþjónusta Engjateig 5 105 Reykjavík Sími: 585 3900www.congress.is LÖGREGLUMÁL Átján ára piltur lést í fyrrinótt eftir að hafa tekið of stóran skammt af morfíntöflum. Hann fór í öndunarstopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins voru pilturinn og vinur hans saman við neyslu á morfín- töflum í herbergi í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í fyrra- kvöld. Pilturinn hóf að prófa sig áfram í neyslunni og auka við sig skammtinn. Skömmu fyrir mið- nætti var hann enn vakandi. Eftir það sofnaði hann og í gær- morgun áttaði vinur hans sig á því að hann var hættur að anda. Hann hringdi í neyðarlínuna 112 og fékk leiðbeiningar og aðstoð í gegnum síma við hjartahnoð og blástur. Lögreglan mætti skömmu síðar á staðinn og hélt endurlífgunartil- raunum áfram. Sjúkralið mætti einnig, en hafðist ekki að þegar á staðinn var komið, því pilturinn var greinilega látinn og ekki ástæða til að reyna frekari endur- lífgun. Þetta er annað dauðsfallið af völdum lyfjaneyslu sem Frétta- blaðið hefur greint frá á skömm- um tíma. Í lok síðasta árs lést 35 ára kona í fjölbýlishúsi á Lindar- götu í Reykjavík eftir að hún hafði sprautað sig með rítalíni í æð. Stuttu síðar fékk hún krampaflog, missti svo meðvitund og fór í önd- unarstopp. Fólk sem var með henni í íbúðinni kallaði eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs, en það reyndist of seint. Lögregla fann áhöld til fíkniefnaneyslu, einkum sprautur, í íbúðunni. Lögregla hefur margítrekað í Fréttablaðinu að öll neysla fíkni- efna er skaðleg og getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. - jss Átján ára piltur lést eftir morfínneyslu Átján ára piltur fór í öndunarstopp og lést síðan eftir að hafa tekið of stóran skammt af morfíntöflum í fyrrinótt. Hann hafði verið við neyslu ásamt vini sínum, sem reyndi lífgunartilraunir. Fyrir áramót lést kona eftir rítalínneyslu. VIÐSKIPTI Í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti í gær styrktist krónan, markaðsvextir hækkuðu og hlutabréf lækkuðu. Greiningar- deild Landsbankans segir ákvörð- un bankans hafa komið markaðn- um á óvart þótt hún hafi verið í takt við spár. Greiningardeild Kaupþings segir Seðlabankann brátt hljóta að endurskoða spá frá því í nóvember um stýrivexti sem sé „algerlega óraunhæf nema því aðeins að bankanum sé í mun að knýja fram harða lendingu í efnahagslífinu“. Bankarnir spá allir lækkun vaxta á eða fyrir næsta vaxtaákvörðunar- dag í apríl. - óká / sjá síður 2 og 22 Stýrivextir Seðlabanka óbreyttir: Krónan styrktist og hlutabréf féllu FÓLK „Blessaður vertu, Íslendingar virðast ekkert hafa verið að hlusta á vaxtatilkynningu Davíðs og félaga í Seðlabankanum og þessi dagur er miklu betri en sá í fyrra,“ segir Laufey Kristjánsdóttir hjá blómabúðinni Ísblómum, spurð hvort kreppan margumrædda hafi haft áhrif á blómakaupin á Valentínusardeginum. Íslendingar virðast smám saman vera farnir að taka þessa amerísku hefð upp á sína arma og létu krepputal lítið á sig fá. Hjá Blómaverkstæði Binna fengust þær upplýsingar að dýrasti vöndurinn sem fór út úr húsi hefði kostað þrjátíu þúsund krónur. - fgg / sjá síðu 50 Rífandi blómasala: Blómvöndur á þrjátíu þúsund VAXTAÁKVÖRÐUN Davíð Oddsson tilkynnti um stýrivaxtaákvörðun Seðla- bankans. VÆTA VESTAN TIL Í dag verða suðvestan 5-10 m/s. Rigning víða fyrir hádegi en skúrir vestan til eftir hádegi, annars þurrt. Hiti 2-6 stig. VEÐUR 4 3 3 3 3 3 FANGELSISMÁL Fjórtán til 25 pró- sent fanga rufu skilyrði reynslu- lausnar á árunum 1995 til og með 2005 samkvæmt tölfræðilegri úttekt sem Fangelsismálastofnun vann fyrir Fréttablaðið. „Ég kalla þetta ferli „boomer- ang-effect“. Maður þeytist út og heldur að leiðin í burtu verði sem lengst frá fangelsinu, svo veit maður ekki fyrr en maður er kom- inn til baka,“ segir Guðmundur Svavarsson, fyrrverandi fangi. Héraðsdómur dæmdi hann í tut- tugu ára fangelsi fyrir manndráp árið 1990. Hæstiréttur mildaði dóminn í sautján ár og þó að Guð- mundur viðurkenni sjálfur að hafa ekki verið fyrirmyndarfangi fékk hann reynslulausn árið 2001. Nokkrum mánuðum síðar var hann fluttur aftur á Litla-Hraun og hafði þá framið ýmiss konar afbrot í frelsinu, sem reyndist honum þungbærara en hann hafði haldið. Hann hefur nú náð tökum á lífi sínu og segir það að ná tökum á fíkninni lykilatriði. „Fangar glíma oftar en ekki við félagslega óvirkni eftir dvöl í fangelsi,“ segir Þórarinn V. Hjalta- son, sálfræðingur hjá Fangelsis- málastofnun. - kdk, -mh / sjá síðu 18 Fangelsismálastofnun eykur stuðning við fanga á reynslulausn með eftirfylgni: Fjórðungur fanga rauf skilorð VEÐRIÐ Í DAG NÝ BYRJUN Í VATNSMÝRI Eftir að verðlaun höfðu verið veitt fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar í samkeppni um framtíðar- skipulag Vatnsmýrar var opnuð sýning á öllum 136 tillögunum sem bárust. Líkan af verðlaunatillögu Graemes Massie og félaga naut óskiptrar athygli gesta á sýningunni sem verður opin í Hafnarhúsinu í eina viku. Sjá nánar á síðu 16. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvað gerir Geir? HSÍ hefur boðið Geir Sveinssyni að taka við handboltalandsliðinu. Hann svarar HSÍ í dag. ÍÞRÓTTIR 44 MERCEDES CLUB Ásakanir um svindl í Eurovision-keppninni Reglur sagðar beygðar til að hygla sveitinni. FÓLK 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.