Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki hafa asnast til þess að færa mér Valentínusargjöf í gær. Tilbúin rómantík í hjartalaga súkkulaði- boxi hefði verið tilvalin leið til þess að eyðileggja fyrir mér annars ágætan fimmtudag enda vekur fátt hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta væmna Valentínusardót sem sjá hefur mátt í búðum undanfarna daga. Bleik blúnduhjörtu, sykursæt gjafakort og slepjulegir tusku- bangsar með áletruninni „I love you“ hljóta að vera ávísun á ælu- pest eða niðurgang. ANDÚÐ mín á Valentínusardegin- um ber líklega vott um dulda fordóma og útlendingahatur. Mér finnst sjálfsagt að gleðja makann á hinum alíslenska bóndadegi og bíð auðvitað spennt eftir konudeginum en amerísku Valentínusarvæmnina vil ég ekki sjá á mínu dagatali. ÞÓTT Valentínusardagurinn hafi aldrei náð að festa vel rætur á Íslandi er augljóst að útlenskar og ófrumlegar klisjur um rómantík hafa gjörspillt landanum. Stundum sér maður stutt viðtöl (til dæmis við keppendur í fegurðarsam- keppnum og þátttakendur í raun- veruleikasjónvarpsþáttum) þar sem spurt er hvað rómantík sé. Flestir nefna steingelda hluti eins og kertaljós og kampavín eða ganga jafnvel svo langt að segja að öku- ferð í limmósínu og bónorð í beinni útsendingu séu ávísun á eilífa ástarsælu. Þvílík þvæla. SÖNN íslensk rómantík er sannari og tilgerðarlausari en þessi ameríska sykurbræla. Á tímabili snemma á 20. öld þróaðist hinn gamli séríslenski öskupokasiður á öskudaginn í þá átt að vera eins konar Valentínusarkort. Stúlkur reyndu að lauma öskupoka á piltinn sem þær voru skotnar í og öfugt. Líklega er ekki til betra dæmi um íslenska rómantík. Þetta er náttúr- lega miklu rómantískara en konfektkassi og blómvöndur því það krefst natni og tíma að sauma öskupoka. Að auki samræmist sið- urinn vel þeirri tilhneigingu Íslend- inga að fara leynt með tilfinningar sínar. Engin óþarfa væmni eða hreinskilni – maður laumast bara aftan að ástinni sinni, festir á hana öskupoka og hleypur í burt. Við þessa kuldalegu ástarjátningu bætist svo alíslensk kaldhæðni því það að hengja ösku á þann sem þú elskar hlýtur að vera áminning um það að ást sem brennur of heitt breytist í ösku fyrr en þig grunar. ÉG held við ættum að endurvekja þennan sið að ári. Vanti menn ösku í pokana má brenna Valentínusar- kortin frá því í ár. Rotin rómantík 9.25 13.42 18.00 9.18 13.27 17.36 Í dag er föstudagurinn 15. febrúar, 46. dagur ársins. Ferðaskrifstofa Fallegt hótel í Alpastíl skreytt með útskurði heima- manna. Persónuleg þjónusta og snyrtimennska einkenna hótelið, sem stendur neðst við eina af skíðabrekkum Selva. Hægt að renna sér að hótelinu. Verðdæmi: 98.774,-Verðdæmi: 59.900,- Nokkuð rúmgóð herbergi og vel útilátinn morgunverður á hótelinu. Öll herbergi eru með stórum svölum. Hægt er að kaupa kvöldverð á hótel All´Imperatore. Ítalía hefur verið einn vinsælasti áfanga- staður skíðaunnenda undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Madonna di Campiglio er fallegt fjallaþorp þar sem þú finnur þægilegustu brekkurnar og frábæra aðstöðu fyrir snjó- brettafólk. Selva Val Gardena er einn þekktasti skíðabær Ítalíu og jafnframt eitt besta skíðasvæði heims. Vikulegt flug fram yfir páska. Skelltu þér á skíði í vetur! Hótel Palú (Madonna di Campiglio) Hótel Somont (Selva Val Gardena) Skíðaveisla á Ítalíu Vikuferð með morgunverði Á mann í tvíbýli m.v. brottför 8. mars 2008 Vikuferð með hálfu fæði Á mann í tvíbýli m.v. brottför 8. mars 2008 Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.