Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 88
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Þórgunnar
Oddsdóttur
Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki
hafa asnast til þess að færa mér
Valentínusargjöf í gær. Tilbúin
rómantík í hjartalaga súkkulaði-
boxi hefði verið tilvalin leið til þess
að eyðileggja fyrir mér annars
ágætan fimmtudag enda vekur fátt
hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta
væmna Valentínusardót sem sjá
hefur mátt í búðum undanfarna
daga. Bleik blúnduhjörtu, sykursæt
gjafakort og slepjulegir tusku-
bangsar með áletruninni „I love
you“ hljóta að vera ávísun á ælu-
pest eða niðurgang.
ANDÚÐ mín á Valentínusardegin-
um ber líklega vott um dulda
fordóma og útlendingahatur. Mér
finnst sjálfsagt að gleðja makann á
hinum alíslenska bóndadegi og bíð
auðvitað spennt eftir konudeginum
en amerísku Valentínusarvæmnina
vil ég ekki sjá á mínu dagatali.
ÞÓTT Valentínusardagurinn hafi
aldrei náð að festa vel rætur á
Íslandi er augljóst að útlenskar og
ófrumlegar klisjur um rómantík
hafa gjörspillt landanum. Stundum
sér maður stutt viðtöl (til dæmis
við keppendur í fegurðarsam-
keppnum og þátttakendur í raun-
veruleikasjónvarpsþáttum) þar
sem spurt er hvað rómantík sé.
Flestir nefna steingelda hluti eins
og kertaljós og kampavín eða ganga
jafnvel svo langt að segja að öku-
ferð í limmósínu og bónorð í beinni
útsendingu séu ávísun á eilífa
ástarsælu. Þvílík þvæla.
SÖNN íslensk rómantík er sannari
og tilgerðarlausari en þessi
ameríska sykurbræla. Á tímabili
snemma á 20. öld þróaðist hinn
gamli séríslenski öskupokasiður á
öskudaginn í þá átt að vera eins
konar Valentínusarkort. Stúlkur
reyndu að lauma öskupoka á piltinn
sem þær voru skotnar í og öfugt.
Líklega er ekki til betra dæmi um
íslenska rómantík. Þetta er náttúr-
lega miklu rómantískara en
konfektkassi og blómvöndur því
það krefst natni og tíma að sauma
öskupoka. Að auki samræmist sið-
urinn vel þeirri tilhneigingu Íslend-
inga að fara leynt með tilfinningar
sínar. Engin óþarfa væmni eða
hreinskilni – maður laumast bara
aftan að ástinni sinni, festir á hana
öskupoka og hleypur í burt. Við
þessa kuldalegu ástarjátningu
bætist svo alíslensk kaldhæðni því
það að hengja ösku á þann sem þú
elskar hlýtur að vera áminning um
það að ást sem brennur of heitt
breytist í ösku fyrr en þig grunar.
ÉG held við ættum að endurvekja
þennan sið að ári. Vanti menn ösku
í pokana má brenna Valentínusar-
kortin frá því í ár.
Rotin rómantík
9.25 13.42 18.00
9.18 13.27 17.36
Í dag er föstudagurinn
15. febrúar, 46. dagur ársins.
Ferðaskrifstofa
Fallegt hótel í Alpastíl skreytt með útskurði heima-
manna. Persónuleg þjónusta og snyrtimennska
einkenna hótelið, sem stendur neðst við eina af
skíðabrekkum Selva. Hægt að renna sér að hótelinu.
Verðdæmi: 98.774,-Verðdæmi: 59.900,-
Nokkuð rúmgóð herbergi og vel útilátinn
morgunverður á hótelinu. Öll herbergi eru með
stórum svölum. Hægt er að kaupa kvöldverð
á hótel All´Imperatore.
Ítalía hefur verið einn vinsælasti áfanga-
staður skíðaunnenda undanfarin ár
og ekki að ástæðulausu. Madonna di
Campiglio er fallegt fjallaþorp þar
sem þú finnur þægilegustu brekkurnar
og frábæra aðstöðu fyrir snjó-
brettafólk. Selva Val Gardena
er einn þekktasti skíðabær
Ítalíu og jafnframt eitt
besta skíðasvæði heims.
Vikulegt flug fram yfir páska.
Skelltu þér á skíði í vetur!
Hótel Palú (Madonna di Campiglio) Hótel Somont (Selva Val Gardena)
Skíðaveisla
á Ítalíu
Vikuferð með morgunverði
Á mann í tvíbýli m.v. brottför 8. mars 2008
Vikuferð með hálfu fæði
Á mann í tvíbýli m.v. brottför 8. mars 2008
Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Verð miðast
við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald
2.500 kr. fyrir hvern farþega.