Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 24
24 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is TÆKNIHEIMURINN Skráðir notendur skráskiptasíð- unnar The Viking Bay eru orðnir um tuttugu og eitt þúsund talsins. Þetta staðfestir Unnar Geir Ægisson, talsmaður síðunnar. Það er nálægt þeim fjölda notenda sem var á torrent.is þegar þeirri síðu var lokað í nóvember, eftir að lögbann var sett á síðuna. Þar voru 26 þúsund manns skráðir. The Viking Bay var sett á laggirnar stuttu eftir lokun torrent.is, og flykktust fyrrum notendur lokuðu síðunnar yfir á nýjan vettvang til að skiptast á kvikmyndum, tónlist, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum. Af málefnum torrent.is er það að frétta að frávísunarkröfu Istorrent ehf. í málinu gegn Samtökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) hefur verið hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Svavar Lúthersson, forsvarsmað- ur Istorrent, krafðist þess að málinu yrði vísað frá auk tæplega fjörutíu milljóna í skaðabætur. Næst verður aðalmeðferð í málinu, og fer hún fram næsta þriðjudag. - sþs Arftaki torrent.is vex og vex: Yfir tuttugu þúsund manns á Viking Bay SVAVAR LÚTHERSSON Vefurinn: Portable Apps Knappar og færanlegar útgáfur ýmissa for- rita til að setja á minnislykil og taka með sér hvert sem er. www.portableapps.com www.forlagid.is Stjórnendur netleitarfyrirtækisins Yahoo gera nú allt sem þeir geta til að losna undan yfirtökutilboði Microsoft. Þeir hafa meðal annars leitað til fjölmiðlarisans News Corp, með það í huga að sameinast honum og komast þannig út um neyðarútgang- inn. Darraðardansinn í kring- um Yahoo hófst um síðustu mánaðamót þegar Microsoft bauðst til að kaupa fyrirtækið á sem samsvarar tæplega þrjú þúsund millj- arða króna. Litið var á tilboð- ið sem tilraun hugbúnaðarrisans til að koma fætinum inn fyrir dyrnar í netleitarbransanum, þar sem Google hefur borið höfuð og herðar yfir alla aðra. Frá upphafi var ljóst að Microsoft var fúlasta alvara, þar sem tilboðið var rúmlega sextíu prósentum yfir markaðsvirði Yahoo þegar það var lagt fram. Þrátt fyrir það hafnaði stjórn Yahoo tilboðinu eftir að hafa melt það í tíu daga, og sagði það of lágt. Microsoft svaraði nokkrum klukkutímum síðar með yfirlýs- ingu um að fyrir- tækið myndi ekki gefast upp. Það myndi halda áfram að reyna að kaupa Yahoo, þótt það þyrfti að semja beint við hluthafa. Það gæti leitt til svokallaðrar fjandsam- legrar yfirtöku, en þá kaupir eitt fyrir- tæki annað með því að sneiða fram hjá stjórninni og kaupa upp hluti einstakra hluthafa þar til það á ráðandi hlut í keypta fyrirtækinu. Í von um að sleppa við yfirvofandi yfir- töku Microsoft hefur Yahoo átt í viðræðum við News Corp, fjölmiðlarisann sem á meðal annars 20th Century Fox kvik- myndaverið, Fox-sjónvarpsstöðina, dag- blaðið New York Post og MySpace-vefinn, um mögulegan samruna fyrirtækjanna. Þannig yrði bitinn mun stærri og dýrari fyrir Microsoft, og líklegra að fyrirtækið hætti við yfirtökuna. SKÝRING: YFIRTÖKUTILBOÐ MICROSOFT Í YAHOO Stjórn Yahoo leitar í ofvæni að neyðarútgangi Rándýr mistök Bandarísk kona vill þrjá og hálfan milljarð króna í skaðabætur vegna þess að starfsmenn verslunarkeðjunnar Best Buy týndu fartölvunni hennar. Hún fór með tölvuna í viðgerð í maí í fyrra og sá hana aldrei aftur. Konan, Raelyn Campbell, segist nokk sama um tölvuna sjálfa, en þúsundir milljarða króna tapist árlega í Bandaríkjunum vegna þjófnaðar á persónuupplýsingum og hún vilji sjá til þess að Best Buy týni ekki fleiri tölvum. Hún kveðst átta sig á því að upphæðin sé fáránleg, en þetta sé eina leiðin til að ná athygli stjórnenda fyrirtækisins. Spore kemur út í september Einn óvenjulegasti leikur síðari ára, Spore, kemur út þann 5. september. Leikur- inn er óvenjulegur fyrir þær sakir að í honum hannar spilarinn lífveru og fylgir henni eftir frá örverustiginu þar til hún leggur undir sig önnur sólkerfi. Honum hefur verið lýst sem blöndu af Pac-Man, Diablo, Populous, SimCity og Master of Orion, sem eru allt mjög ólíkir leikir. Spore er væntanlegur á PC- og Macintosh-tölvur auk Nintendo DS leikjatölvunnar. Tölvuormar sem dreifa eintómri hamingju Hugbúnaðarsérfræðingar hjá Microsoft vonast til að geta notað sömu tækni og fyrirfinnst í tölvuormum til að dreifa öryggisplástrum og öðrum hugbúnaðarlagfæringum. Í stað þess að hver og ein tölva hali niður öryggisuppfærslum frá netþjóni vilja þeir láta þær dreifa sér sjálfar á milli tölva, líkt og tölvuormur. Öryggisuppfærslum frá Microsoft verður þó áfram dreift á hefðbundinn hátt í bili því hugmyndin er aðeins á frumstigi. Nýjar tegundir risaeðla finnast í Sahara Breskir og bandarískir vísindamenn hafa fundið steingervinga tveggja áður óþekktra risaeðlutegunda í Sahara-eyðimörk- inni. Önnur tegundin var að öllum líkindum hræ- æta, en hin veiddi sér lifandi bráð í matinn. Leifarnar eru um 110 milljón ára gamlar. Undanfarna daga hafa geimfarar NASA unnið að því að koma geimrann- sóknarstofunni Kólumbusi á koppinn í Alþjóðlegu geimstöðinni. Rannsókn- arstofan er stærsta framlag Evrópsku geimferðastofnunarinnar til uppbygg- ingar geimstöðvarinnar. Uppsetning Kólumbusar er aðalverkefni áhafn- ar geimferjunnar Atlantis, sem var skotið á loft í Bandaríkjunum fyrir rúmri viku. Á þeim tíu árum sem rannsóknarstofan verður virk ætla evrópskir vísindamenn, með hjálp geim- fara um borð í geimstöðinni, að gera þúsundir tilrauna, meðal annars í líffræði og vökvaafl- fræði. Sjálf rannsóknarstofan, sem er sjö metrar á lengd og sívalningslaga, var fest utan á geim- stöðina á mánudag. Næstu dagar fóru í að tengja rannsóknarstofuna við ýmis kerfi geim- stöðvarinnar, setja hana upp að innan og setja hana í gang. Ætlunin var að ljúka við uppsetninguna á laugardag, en vegna tæknilegra vandræða var ferðalag Atlantis framlengt um einn dag. Geimferjan leggur úr vör frá geimstöðinni á mánudag og lendir aftur í Bandaríkjunum dag- inn eftir. Vandamálin sem áhöfn Atlantis stóð frammi fyrir í ferðinni voru ekki eingöngu tæknileg því líffræðileg vandamál settu einnig strik í reikninginn. Þýski geimfarinn Hans Schlegel þurfti að hætta við sína fyrstu geimgöngu á mánudag vegna veikinda, og því voru geimfar- arnir aðeins tveir sem festu rannsóknarstof- una á geimstöðina. Schliegel var þó fljótur að ná sér og var kom- inn út í geim á miðvikudag. salvar@frettabladid.is Evrópsk rannsóknarstofa gangsett úti í geimnum Í LAUSU LOFTI Geimfarinn Rex Walheim festir griparm á Kólumbus-rannsóknarstofuna sem er verið að setja upp í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Geimgangan tók einar átta klukkustundir. MYND/NASA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.