Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Með því að nota bygg að hluta í staðinn fyrir hveiti er hægt að auka hollustu brauðvara. Þetta kemur fram í rannsókn Matís og Landbúnað- arháskóla Íslands. Í byggi eru trefja- efni sem geta lækkað kólestról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur. www.freisting.is Að fá börn til að borða græn- meti getur reynst erfitt. Ein leið til að auka áhuga þeirra er að gera grænmetið aðgengilegt. Kaupa til dæmis litlar gulrætur sem ekki þarf einu sinni að skola, skera niður gúrku og bjóða þeim litla sæta tómata eða sneiða niður sæta papriku. www.islenskt.is Hindberjalaufste er talið hafa góð áhrif á starfsemi kvenlíffæranna. Jurtin er talin auka frjósemi, vera gagnleg á meðgöngu, góður undirbúningur fyrir fæðingu og auka framleiðslu brjósta- mjólkur. Annað te sem talið er hafa gagnleg áhrif á með- göngu er brenninetlute en það á að minnka bjúg. Elísabet Þorvaldsdóttir heldur húsmæðrahefð- um á lofti í matargerð sinni. Elísabet Þorvaldsdóttir, fyrrverandi matráður, fer oft nýstárlegar leiðir í eldamennsku. Þeir réttir eru ekki til sem hún þorir ekki að takast á við í eldhús- inu. „Ég hef lagt upp með að notast við ferskt hráefni í matargerð og forðast að vinna með unna matvöru. Ég er með þrjú börn á heimilinu og þau þurfa að fá öll næringarefni sem eru í matnum,“ lýsir Elísabet. Sá réttur sem hefur slegið rækilega í gegn heima hjá Elísabetu er fiskibollur sem unnar eru úr fersku hrá- efni og alveg frá grunni. Hún nefnir að þetta séu ekta húsmæðra-fiskibollur sem auðvelt sé að gera. Uppskriftina fékk Elísabet frá tengdamóður sinni. „Krakkarnir voru alveg vitlausir í þessar fiskiboll- ur hjá ömmu sinni og ég ákvað því að fá uppskriftina og prófa hana heima. Eiginmaður minn er einnig mikill aðdáandi enda vanur þessum tilteknu bollum frá yngri árum. Þessar fiskibollur eru afskaplega bragðgóðar og unnar úr nýju og fersku hráefni en einnig er hægt að leika sér að uppskriftinni. Þó að yfirskriftin að þessum rétti sé „krakka-fiskibollur“ er hægt að gera þær meira við hæfi fullorðinna með ýmsum aðferðum,“ útskýrir Elísabet. Hún segist alltaf bera fram hrísgrjón og ferskt salat með fiskibollunum. „Oft ber ég fram hvítlauks- brauð og mismunandi sósur. Börnin vilja oftast tómatsósu með bollunum en við hjónin kjósum frek- ar að hafa aðrar sósur sem mér dettur í hug að búa til,“ segir Elísabet. Hún nefnir einnig að ef fólk eigi afgangs soðinn fisk eigi að frysta hann og nota seinna í fiskibollur, það sé góð leið til að nýta afganga. „Uppskriftin er ekki flókin, það þarf eitt og hálft fiskflak og fjórar meðalstórar kartöflur ásamt hálf- um lauk. Öllu er hakkað saman og svo er tveimur eggjum og einum bolla af hveiti bætt við. Einni teskeið af salti, karrí og Season-all bætt við ásamt hálfri teskeið af pipar. Úr þessu eru hnoðaðar bollur sem er velt upp úr raspi og síðan eru þær steiktar á pönnu,“ segir Elísabet að lokum. mikael@frettabladid.is Fiskibollur húsmóður Það er mjög skemmtilegt að búa til kvöldmatinn frá grunni og enn betra að sjá hann renna vel ofan í alla á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.