Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 4
4 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR www.ostur.is Rífandi góðir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Osló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Amsterdam Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 3° 2° -1° -2° 1° 8° 9° 6° 7° 2° 16° 5° 8° 5° 21° 9° 28° 16° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR Stíf norðlæg átt allra austast, annars hægari. 3 3 3 3 3 3 3 5 5 3 0 5 7 8 7 6 7 5 8 5 6 9 6 4 3 5 3 7 7 7 5 5 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur AÐGERÐALÍTIÐ VEÐUR Það eru dæmigerðar suðvestlægar áttir á landinu með nokkuð mildu veðri. Núna með morgninum gengur úrkomusvæði til austurs yfi r land en eftir hádegi ætti meginþorri þess að vera kominn austur yfi r land og því úrkomulítið síðdegis. BANDARÍKIN, AP Repúblikaninn Mitt Romney styður flokksbróður sinn John McCain til að verða forsetaefni flokksins í kosningun- um í haust. Stuðningur Romneys tryggir enn frekar yfirburðastöðu McCains í forkosningabaráttu Repúblikanaflokksins. Romney dró sig út úr slagnum í síðustu viku þegar ljóst var að erfitt yrði að sigra McCain. Romney hefur beðið þá 280 kjörmenn, sem hann hafði tryggt sér, að greiða McCain atkvæði sitt á flokksþingi repúblikana í byrjun september, þegar forseta- efni flokksins verður kosið. - gb Forsetaslagurinn í BNA: Mitt Romney styður McCain MITT ROMNEY Biður sína menn að kjósa McCain. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR, AP Ivar Henriksen, sjötugur fyrrverandi forstjóri vatnsveitu Óslóborgar, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa dregið sér fé úr fyrir- tækinu áratugum saman. Sonur hans var dæmdur í fimm ára fangelsi og tveir aðrir voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir hlut sinn að málinu. Lars Stoltenberg saksóknari sagðist aldrei hafa séð jafn þungan dóm fyrir spillingarmál í Noregi. Meðan réttarhöldin stóðu yfir sagði hann brot feðganna vera stærsta spillingarmál sem nokkru sinni hefði komið fyrir norskan dómstól. - gb Spillingarmál í Noregi: Sjötugur for- stjóri í fangelsi LÖGREGLUMÁL Amfetamín í söluskömmtum, um 20 grömm af kannabisefnum og um hálf milljón í peningum fundust við húsleit í Breiðholti í vikunni. Grunur leikur á að peningarnir séu ágóði af fíkniefnasölu. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn. Sama dag komu tveir aðrir karlmenn á þrítugsaldri við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. Báðir voru með fíkniefni í fórum sínum. - jss Þrír handteknir við húsleit: Fíkniefni og hálf milljón VIÐSKIPTI Forráðamenn tuttugu og einnar fasteignasölu hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um náið samstarf með svokallaðri klasa- myndun. Óskar Rúnar Harðarson frá fasteignasölunni Mikluborg, sem er ein af þessum fasteignasöl- um, segir eitt af meginmarkmið- unum vera að gera miðlægan gagnagrunn með fasteignum sem allar fasteignasölurnar í klasan- um geti notað við söluna. Óskar Rúnar segir ennfremur að eftir um það bil einn og hálfan mánuð verði samstarfið komið á koppinn ef allt gengur eftir. Óskar Rúnar vil ekki nefna þær fast- eignasölur sem skrifað hafa undir en segir að þær séu með þeim stærstu og reyndustu á markaðn- um. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa nokkrir fasteigna- salar sem ekki tilheyra klasanum brugðist harkalega við og jafnvel reynt að bregða fæti fyrir þá sem að henni standa. Þau viðbrögð eru þó ekki frá stærstu fasteignasölu- keðjunni, Remax. Nýi klasinn mun hafa rúmlega fimmtíu löggilta fasteignasala á sínum snærum eða fleiri en aðrir á markaðnum. Sverrir Kristinsson, hjá Fast- eignasölunni Eignamiðlun, segir sitt fyrirtæki ekki hafa séð hag í því að taka þátt í þessu samstarfi en hafi heldur ekki reynt að hindra það. „Við ráðum engu um það hvernig aðrir stjórna sínum fyrir- tækjum svo ég sé ekki hvernig við ættum að geta komið í veg fyrir það sem þeir kjósa að gera.“ - jse Tuttugu og ein fasteignasala sameinar krafta sína: Reynt að bregða fyrir þá fæti FASTEIGNASALA Óskar Rúnar segir að þegar gagnagrunnurinn verði kominn á geti seljendur með einni færslu tryggt sér þjónustu frá 21 fasteignasölu. STJÓRNSÝSLA Tjón vegna vatnsleka sem varð í byggingum á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli dagana 18. og 19. nóvember 2006 má að mestu leyti rekja til óvenju- legs veðurs og óvenjulegs frá- gangs vatnslagna. Þetta er niður- staða Ríkisendurskoðunar sem að ósk utanríkisráðuneytisins vann skýrslu um tjónið. Ríkisendur- skoðun lítur svo á að erfitt hafi verið að sjá fyrir veðrið og frá- gang lagnanna og því sé ósann- gjarnt að ásaka þá sem ábyrgð báru á svæðinu um vanrækslu á eftirlits- og viðhaldsskyldum. Embættið finnur að ýmsu við yfirfærslu á mannvirkjum og rekstri á Keflavíkurflugvelli eftir brottför varnarliðsins. Í skýrsl- unni eru nefnd óljós og óformgerð hlutverkaskipan, fjárskortur eða síðbúnar fjárheimildir og nokkur lausatök við móttöku, vörslu og eftirlit með þróunarsvæðinu. Þá kemur fram að ágreiningur innan stjórnarráðsins um hvernig forræði svokallaðs þróunarsvæðis skyldi háttað hafi leitt til þess að ákvörðun um stofnun Þróunar- félags Keflavíkurflugvallar var nokkuð síðbúin. Jafnframt hafi skapast núningur milli embætta á flugvellinum um hlutverk hvers og eins á þróunarsvæðinu. „Auð- veldlega hefði mátt komast hjá þessu með skýrari fyrirmælum,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Engu að síður er tekið fram að þegar tekið er tillit til umfangs og skamms undirbúningstíma hafi yfirtaka Keflavíkurflugvallar í meginatriðum verið leyst vel af hendi. Samtals skemmdust 106 íbúðir í þrettán fjölbýlishúsum auk þess sem vatnslagnir sprungu í sjö öðrum mannvirkjum. Mat Þróun- arfélagsins og Verkfræðistofu Suðurnesja er að tjónið hafi numið á bilinu 79-109 milljónum króna. Er í skýrslunni tekið fram að ekki sé hlaupið að því að meta tjón sem þetta og því beri að taka matinu með fyrirvara. Fimmtán mánuðir eru síðan utanríkisráðuneytið fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að úttektin yrði gerð. Í skýrslunni segir að sá mikli dráttur sem orðið hafi á að ljúka athuguninni skýrist fyrst og fremst af síðbúinni umsögn ráðu- neytisins sjálfs, sem helgast af ráðherraskiptum í kjölfar kosn- inganna síðastliðið vor, og annríki hjá Ríkisendurskoðun í nóvember og desember. bjorn@frettabladid.is Enginn ber ábyrgð á 79-109 milljóna tjóni Ríkisendurskoðun telur hæpið að rekja megi vatnstjón á varnarsvæðinu á Kefla- víkurflugvelli til beinnar vanrækslu þeirra sem báru ábyrgð á svæðinu. Ágrein- ingur innan stjórnarráðsins tafði stofnun Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. ÞRÓUNARSVÆÐIÐ Á KEFLAVÍKUR- FLUGVELLI Vatnsrör sprungu í fjölda bygginga á svæðinu vegna óvenju- mikils frosts helgina 18. og 19. nóv- ember 2006. Fór frostið mest í rúmar tólf gráður. Auk íbúðarhúsnæðis skemmdust fyrrum skrifstofuhús- næði, leikskóli, verkstæði, æskulýðs- miðstöð og geymslur. SKEMMT Mest varð tjónið í fjölbýlis- húsum þar sem vatnslagnir eru í risi ofan við einangrun efstu íbúða. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Þrettán lönd nota börn í herþjónustu að sögn Radhika Coomaraswamy, aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) eru 3.000 börn við herþjónustu, meðal ann- ars í Afganistan, Búrúndí, Búrma og Súdan. Í mörgum þessara landa hafa börn verið myrt, ráðist hefur verið á skóla og spítala og stúlkum verið nauðgað. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að taka á þessu máli. - áf Börn í herþjónustu: Þrettán lönd nota börn í her DÓMSMÁL Átján ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló mann á þrítugsaldri í andlitið með hafnaboltakylfu fyrir framan veitingastaðinn Dubliners við Hafnarstræti í Reykjavík í maí 2006. Fórnarlambið hlaut mar á auga og handlegg. Árásarmaðurinn játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa slegið manninn, en kvað hann hafa slegið til sín fyrst. Sú útskýring var ekki tekin til greina. Hann var látinn greiða fórnarlambinu rúmar hundrað þúsund krónur í bætur, auk sakarkostnaðar. - sþs Fjögurra mánaða skilorð: Sló mann með hafnaboltakylfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvívegis afskipti af sömu konu á fertugsaldri á einum degi, þegar hún var tekin fyrir þjófnað úr verslunum. Hún endaði í fangageymslum. LÖGREGLUFRÉTTIR Stelsjúk kona tekin tvisvar GENGIÐ 14.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 128,8077 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,66 66,98 131,32 131,96 97,43 97,97 13,068 13,144 12,236 12,308 10,444 10,506 0,6156 0,6192 105,23 105,85 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.