Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 40
 15. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● ráðstefnur Þegar velja á græjur fyrir fundi eða ráðstefnur er um að gera að leita til sérfræðinga, að sögn Ingólfs Magnússonar framkvæmdastjóra leigusviðs Exton. „Þetta er alltaf spurning um réttu græjurnar,“ segir Ingólfur Magnússon, framkvæmdastjóri leigusviðs Exton, kokhraustur. „Auðvitað þarf að sjá til þess að þetta sé allt saman rétt tengt og margsinnis skoða hvort þetta virkar áður en uppákoman á sér stað, en réttu græjunar þurfa að vera til staðar.“ Exton hefur sérhæft sig í að koma réttu ljósi, hljóði og mynd uppsettu og til skila í minni hátt- ar hádegisfundum, á stórum ráð- stefnum, tónleikum og öllu þar á milli síðastliðin fimmtán ár en hjá fyrirtækinu vinna 30 starfs- menn. Sjálfur hefur Ingólf- ur starfað í bransanum í allt- of mörg ár eins og hann orðar það sjálfur, við uppsetningu á öllum mögulegum tegundum tækja og tóla, og talar af reynslu þegar hann segir að gera þurfi ráð fyrir ýmsu eigi ráðstefnur að ganga snurðulaust fyrir sig. Enda vill enginn lenda í því að fá hljóðskruðninga eða daufa mynd af kynningarmyndbandi á miðjum fundi. Ingólfur segir því best að kalla til sérfræðinganna til að meta hverja uppákomu fyrir sig, þar sem enginn atburður sé eins að umfangi og margir möguleik- ar í boði. „Það nýjasta frá okkur er hin svokölluðu LED vídeóteppi sem varpa allt öðru ljósi á ráðstefn- ur og tónleika,“ nefnir hann sem dæmi, en LED teppi virka eins og net af ljósum og búa einnig yfir þeim möguleika að geta varpað lifandi myndum. „Þessi ljós hafa vakið mikla athygli og eru mikið notuð í dag við margs konar tæki- færi. Gott er þó að veggplássið sé nóg svo að hið sjónræna fái að njóta sín.“ Þá segir hann mikilvægt að skoða myndvarpa vel áður en lagt er af stað, nauðsynlegt sé að vita hvert ljósmagnið er í her- berginu, hvort varpa skuli aftan frá, ofan eða neðan og svo fram- vegis. Flestir myndvarpar sinna því hlutverki ágætlega í dag en séu auðvitað jafn mismunandi og þær eru margar. „Annað sem gerir þenn- an bransa svo skemmtilegan er möguleikinn á að forrita uppá- komuna fyrirfram í tölvu,“ bendir Ingólfur á. „Við höfum ýmis for- rit sem geta teiknað upp viðburð- inn, með öðrum orðum borðaskip- an, stærð og staðsetningu sviðs, leikljóss og fleira.“ - kk Réttar græjur nauðsynlegar Ingólfur hjá Exton, eða Golli eins og hann er gjarnan kallaður, segir réttar græjur lykilþáttur í því að ráðstefnur og fundir gangi snurðulaust fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrirtæki leita í æ ríkari mæli út fyrir land- steinana á ráðstefnur og fundi og til að halda árs hátíðir. Fyrirtækið Eskimos hefur veg og vanda af því að skipuleggja slíkar ferðir. „Að mörgu þarf að huga ef gera á ferðina einstaka, þetta er ekki bara spurning um flug og gistingu,“ segir Friðrik Bjarnason, eigandi ævintýrasmiðj- unnar Eskimos sem skipuleggur hvataferðir, árs- hátíðir og ýmsar aðrar uppákomur. Nýjast á döf- inni hjá fyrirtækinu er að bjóða upp á fyrirtækja- ferðir handan Atlantshafsins. „Við sinnum þessu öllu, hvort sem um er ræða lúxus hvata ferðir, árshátíðir, vinnufundi eða skemmtiferðir og sjáum um heildarskipulag á slík- um verkefnum,“ segir Friðrik aðspurður hvers konar ferðir Eskimos einblíni helst á. „Þetta er spurning um að meta þörf neytandans. Stundum veit hópurinn ekki alveg hvað hann vill og þá er það okkar að benda á alla möguleika og búa til eins skemmtilegan pakka og efni og aðstæður leyfa.“ Þegar blaðamaður biður Friðrik um að nefna ferð sem fyrirtækið hefur staðið fyrir tekur hann sem dæmi flug til Marrakesh í Marokkó. „Við leigðum einkaflugvélar og notuðum nóttina til að koma öllum á staðinn. Þannig þarf fólk ekki að eyða dagsbirtunni í ferðalag og nær einfaldlega fegurðarblundi um borð, mun meiri tíma á staðn- um og nýtur ferðarinnar betur.“ Friðrik segir að öllum gestunum hafi síðan verið komið fyrir á fimm stjörnu hóteli og að ýmsar uppákomur hafi verið skipulagðar. „Í raun var þetta óvissuferð í leiðinni því við komum fólkinu sífellt á óvart með flugi í loftbelg, eyðimerkur- safarí, úlfaldaferð og fleiru.“ Hvataferðir þurfa ekki að vera jafn stórar í sniðum og ferðin til Marokkó. Sumum nægir að ferðast til nálægra borga Evrópu og upplifa skemmtilega stemningu í London eða Kaupmanna- höfn, en Eskimos hefur einnig veg og vanda af því að skipuleggja slíkar ferðir. „Við hönnum þetta alltaf að hópnum og það er alveg ljóst að það eru ekki allir að leita eftir arabísku þema með magadansmeyjum og eld- gleypum en eitt er víst að slíkar hvataferðir eru meira en góð hvatning fyrir hópinn, því þetta er upplifun sem enginn gleymir.” Þannig að nú er bara að fara á fund með yfir- manninum og benda á að fyrir næstu ráðstefnu dugi ekkert minna til en einkaþota og úlfaldaferð til að skapa réttu stemninguna. -kk Úlfaldaferð í eyðimörkinni Friðrik Bjarnason og Herbert McKenzie frá fyrirtækinu Eskimos, sem skipuleggur hvataferðir, árshátíðir og fyrirtækjaferðir til útlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eskimos stóð nýlega fyrir ferð til Marrakesh í Marokkó. Gestirnir gistu á fimm stjörnu hótel meðan á dvölinni stóð. Ferðin var í aðra röndina óvissuferð þar sem hvert ævintýrið rak annað. Er árshátíð framundan?     Hjá okkur færðu veitingar, veislustjóra, skemmtiatriði og hljómsveit. Ef þú hefur salinn, getum við sent veitingar með eða án þjónustu. Þú mætir á staðinn, skemmtir þér út í eitt og hefur engar áhyggjur. Við höfum 20 ára reynslu og langar að kynna þér okkar þjónustu. Treystu fagfólki fyrir þínu teiti Veisluþjónusta Broadway Teiti, veisluþjónusta Broadway Ármúla 9 108 Reykjavík Sími: 533-1100 Fax: 533-1110 - teiti@teiti.is - www.teiti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.