Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 80
44 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Sunna María Einarsdóttir, 19 ára leikmaður Fylkis, var heldur
betur í sviðsljósinu í undanúrslitaleik liðs síns gegn Val í
undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í Vodafone-
höllinni að Hlíðarenda í fyrrakvöld. Nýliðar Fylkis gerðu sér þá
lítið fyrir og lögðu Val 21-22 og Sunna María skoraði sjö
mörk, þar á meðal sigurmarkið þegar um ein mínúta
var til leiksloka. Flestir höfðu búist við sigri Vals, sem er
í harðri toppbaráttu í N1-deildinni og hafði lagt Fylki
að velli tvisvar sinnum í vetur, en Sunna María kvað
Fylkisstelpurnar hafa farið í leikinn með góðri trú.
„Það er ekkert annað hægt ef þú ætlar að vinna
svona leik, þá verður þú að hafa trú á því sem þú
ert að gera og hafa trú á eigin getu. Við lögðum
þetta bara þannig upp að við hefðum allt að
vinna og Valur hefði öllu að tapa og við
spiluðum bara okkar leik,“ sagði Sunna
María, sem er ánægð með að Fylkir sé
kominn í úrslitaleik bikarsins í fyrsta
skipti í sögu meistaraflokks félagsins.
„Það er náttúrlega bara frábært afrek og við hlökkum til að
spila leikinn en ég vissi reyndar ekki einu sinni af því að Fylkir
hefði aldrei verið þar áður, þannig að ég var ekkert að spá í það
fyrir leikinn gegn Val,“ sagði Sunna María, sem kvað Fylkis-
stelpurnar hafa leikið lengi saman þrátt fyrir að ef til vill
væri ekki mikil handboltahefð í Árbænum.
„Fylkisliðið er mjög ungt og fæstir leikmenn liðsins eru
komnir á meistaraflokksaldur en það er samt ákveðinn
kjarni í liðinu sem hefur leikið saman í gegnum alla
yngri flokkanna og þekkist vel,“ sagði Sunna María, sem
telur Fylkisliðið bara eiga eftir að verða betra.
„Það höfðu nú fæstir einhverja trú á þessu Fylkisliði
fyrr í vetur og ég held að okkur hafi verið spáð neðsta
sæti í N1-deildinni af mörgum. Við erum kannski búnar
að vinna þá leiki sem við áttum að vinna í vetur og
nú eftir sigurinn á Val vitum við hvað við getum og
fáum vonandi sjálfstraustið til að fara að gera vel
í deildinni líka,“ sagði Sunna María að
lokum.
SUNNA MARÍA EINARSDÓTTIR, FYLKI: ÁTTI STÓRAN ÞÁTT Í FRÆKNUM SIGRI NÝLIÐA FYLKIS GEGN VAL Í FYRRAKVÖLD
Fáum vonandi sjálfstraust til að gera vel
2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ!
Kennsla á 2. stigi hefst 26. feb. nk. Kennt
verður einu sinni í viku, þriðjud. í Rvk og miðvikud. á
Akureyri, 5 kennslustundir í senn frá kl. 17.00-21.00.
Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is
Sjá einnig á www.isi.is
KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir
og félagar hennar í TCU-háskólan-
um í Bandaríkjunum eru komnar
á mikið skrið og unnu í fyrrakvöld
sinn fimmta leik í röð.
TCU hefur þar með unnið 8 af
10 leikjum sínum innan MCW-
deildarinnar og eru að komast í
góða stöðu fyrir komandi úrslita-
keppni. Helena var með 9 stig, 12
fráköst og 4 stoðsendingar í síð-
asta sigurleiknum, sem kom gegn
Wyoming.
Frammistaða Helenu hefur ekki
farið framhjá mönnum innan
háskólaboltans og hún var nú
síðast kosin besti leikmaður deild-
arinnar í síðustu viku þegar hún
var með 14,5 stig og 8,5 fráköst að
meðaltali á aðeins 24 mínútum í
tveimur sigurleikjum liðsins, auk
þess að hitta úr 55 prósentum
skota sinna og senda 7 stoðsend-
ingar gegn aðeins einum töpuðum
bolta.
Helena er aðeins annar nýliðinn
á tímabilinu sem fær þessa útnefn-
ingu en hún er hins vegar eini leik-
maðurinn á sínu fyrsta ári sem er
meðal efstu manna í stigum, frá-
köstum og stoðsendingum. Þegar
val hennar var kynnt fylgdi sög-
unni að Helena væri 24. í stigum,
áttunda í fráköstum og fimmta í
stoðsendingum í MWC-deildinni.
- óój
Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður vikunnar í MWC-deildinni:
Slær öllum nýliðunum við
KANN ÞETTA Helena Sverris-
dóttir finnur sig vel undir stjórn
Jeff Mittie hjá TCU.
FRÉTTABLAÐIÐ/KEITH ROBINSON
HANDBOLTI Það kemur væntanlega
í ljós í dag hvort HSÍ muni fara í
formlegar viðræður við Geir
Sveinsson um að taka að sér starf
þjálfara karlalandsliðsins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins settu forráðamenn HSÍ
sig í samband við Geir á miðviku-
dag og funduðu síðan með honum í
gær. HSÍ bauð honum á fundinum
að taka við landsliðinu. Geir ku
hafa sagt HSÍ-mönnum að hann
myndi svara fljótt hvort hann gæti
farið í viðræður af fullum krafti.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mun Geir væntanlega svara HSÍ
strax í dag með framhaldið.
Geir vildi lítið tjá sig um málið
þegar þegar Fréttablaðið hafði
samband við hann í gær og sagðist
liggja undir feldi. Aron staðfesti
aftur á móti að hafa ekkert heyrt
frá HSÍ. Leit HSÍ að arftaka
Alfreðs Gíslasonar er búin að vera
löng og erfið. Rúmar þrjár vikur
eru síðan Alfreð gaf það formlega
út að hann væri hættur en hann
tjáði HSÍ þá fyrirætlun sína að
minnsta kosti tveim vikum fyrr.
Sambandið hefur því haft heilar
fimm vikur til þess að vinna í þess-
um málum en það hefur enn ekki
skilað neinum árangri.
Fyrsti kostur var sænski þjálf-
arinn Magnus Andersson sem
þjálfar danska liðið FCK. Hann
gat ekki tekið að sér starfið sökum
skuldbindinga við FCK sem hann
er samningsbundinn til 2011. Árið
í ár er sérstaklega erfitt fyrir
landsliðsþjálfara sem einnig þjálfa
félagslið því Ólympíuleikarnir
koma beint ofan í undirbúning
félaganna. Eftir að Andersson
hafði sagt nei sneri HSÍ sér að
Degi. Þær viðræður gengu mjög
vel og samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins voru HSÍ-menn
klárir á því að Dagur myndi taka
við starfinu. Það kom þeim algjör-
lega í opna skjöldu að Dagur skyldi
segja nei og var í raun eins og
blaut tuska í andlit þeirra.
Miðvikudagurinn var þeim því
erfiður. Þá stóðu eftir þeir Geir og
Aron sem helst höfðu verið nefnd-
ir í starfið og HSÍ ákvað að spjalla
við Geir næst.
Verði svar hans neikvætt verð-
ur staða HSÍ enn erfiðari og spurn-
ing hvort sambandið þurfi að
athuga með þá erlendu þjálfara
sem hringdu hingað til lands á
dögunum og lýstu yfir áhuga
sínum á að taka við liðinu.
henry@frettabladid.is
Geir svarar HSÍ í dag
Leitin endalausa að landsliðsþjálfara í handknattleik heldur áfram en rúmar
þrjár vikur eru síðan Alfreð Gíslason tilkynnti að hann væri hættur þjálfun
liðsins. HSÍ fundaði með Geir Sveinssyni í gær og bíður svars frá honum.
GEIR SVEINSSON Fékk loksins viðtal hjá HSÍ í gær og mun væntanlega gefa svar í dag um hvort möguleiki sé á því að hann taki
við liðinu. Hann sést hér stýra leik með Val á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
> Duisburg vill fá Þóru
Knattspyrnumarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir er heldur
betur eftirsótt þessa dagana en þýska félagið Duisburg,
sem er eitt sterkasta félag heims, sækir það fast að fá
hana til sín. Að því er fram kemur á Vísi vill félagið fá
hana strax en er til í að bíða eftir að
tímabili ljúki, þurfi þess. Þóra spilar
þessa dagana með belgíska liðinu
Anderlecht og á reyndar í samn-
ingaviðræðum við félagið. Málið er
því snúið fyrir hana. Margrét Lára
Viðarsdóttir lék með Duisburg til
skamms tíma en kom svo aftur
heim.
FÓTBOLTI Meiðslavandræði Ron-
aldo hjá AC Milan virðast engan
enda ætla að taka en framherj-
inn snjalli var borinn meiddur af
velli í leik gegn Livorno í Serie
A-deildinni í fyrrakvöld aðeins
þremur mínútum eftir að hafa
verið skipt inn á í síðari hálfleik.
Ronaldo, sem er 31 árs, sleit
liðband í vinstra hné og mun í
það minnsta ekki leika meira
með AC Milan á þessari leiktíð
og jafnvel er óttast að knatt-
spyrnuferill þessa mikla snill-
ings gæti verið á enda. Ronaldo
átti við sömu meiðsli að etja í lok
árs árið 1999 þegar hann var
leikmaður Inter en þá var það
hægra hnéð sem var að angra
hann. Í endurkomuleik hans í
apríl árið 2000 meiddist hann svo
aftur eftir aðeins sjö mínútna
leik og var frá í tuttugu mánuði
eftir það.
Carlo Ancelotti, knattspyrnu-
stjóri AC Milan, var afar svekkt-
ur fyrir hönd Ronaldo.
„Ég vil ekki segja að ferill hans
sé á enda, en aðeins tíminn mun
leiða í ljós hvernig þetta fer og
það eina sem við getum gert er
að styðja hann í gegnum þetta,“
sagði Ancelotti í viðtali í leikslok
í fyrrakvöld. Silvio Berlusconi,
forseti AC Milan, var bjartsýnni
á að Ronaldo myndi ná sér á ný.
„Ég er sannfærður um að Ron-
aldo eigi eftir að snúa aftur og ná
fyrri styrk,“ sagði Berlusconi í
viðtali við Rai-sjónvarpsstöðina.
Ronaldo hélt í gær til Parísar
þar sem hann mun gangast undir
aðgerð á hnénu. - óþ
Ronaldo varð aftur fyrir alvarlegum meiðslum:
Ferill Ronaldo á enda?
SÁRKVALINN Hinn ólánsami Ron-
aldo grét af kvölum eftir að hafa
meiðst illa á ný. NORDIC PHOTOS/AFP