Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 28
[ ]Sítróna er ræktuð í hitabeltinu og í gróðurhúsum. Sítrónutréð getur orðið allt að sex metrar á hæð en yfirleitt verður það ekki svo hátt. Ávöxturinn inniheldur súran safa. Mikilvægt er að ná góðum tök- um á matreiðslu hrísgrjóna til að sushi heppnist sem best. Sushi er japanskur skyndibiti sem hefur farið sigurför um heiminn. Það er búið til úr köldum hrís- grjónum sem eru bragðbætt með salti, sykri og ediki. Yfirleitt eru hráir fiskstrimlar lagðir ofan á bitana og eins grænmeti. Sumir eru einnig vafðir inn í sjávarþang eða svokölluð nori-blöð og þá er fiskurinn eða grænmetið í miðj- unni. Mörg afbrigði eru til og þarf fiskurinn ekki endilega að vera hrár. Bitarnir eru oft bornir fram með sterku wasabi-mauki, næfur- þunnum súrsuðum engifersneið- um og sojasósu. Mikið er til af sushi-börum víða um heim en margir gera sitt eigið sushi. Þá skiptir mestu máli að ná tökum á því að matreiða hrísgrjónin sem þurfa að hafa ákveðna áferð og eins að nota eingöngu ferskt hrá- efni. „Við notum bara ferskan fisk og kaupum hann beint af fisksölum,“ segir Sigurður Gíslason, yfir- mat reiðslumaður Veisluturnsins. Hann segir að almenningur geti nálgast góðan fisk í öllum betri matvöruverslunum. „Fyrir þá sem ekki eru hrifnir af hráum fiski er ýmislegt annað í boði og er græn- metis-sushi með gúrku eða papr- iku til dæmis mjög gott. Þá er líka gott að nota reyktan lax.“ Sigurður segir algengt að nota lúðu, lax, humar, tígrisrækjur og túnfisk í sushi. Hann segir nauð- synlegt að nota eingöngu fyrsta flokks hráefni og ætti góður fisk- ur að þekkjast á lyktinni. „Fiskur- inn á að vera algerlega lyktarlaus og ef fólk er í einhverjum vafa á það ekki að nota hann í sushi.“ Sigurður segir best að treysta fisksölunum og lætur hann þá yfirleitt ráða ferðinni. „Við erum ekki endilega með sama matseðil- inn heldur kaupum það sem er að koma ferskast upp úr hafinu.“ Sigurður er þessa dagana að leggja lokahönd á vinnu við nýjan hádegisverðarstað á nítjándu hæð nýju glerbyggingarinnar sem risin er við Smáratorg. Staðurinn heitir Nítjánda og opnar í mars en þar verður meðal annars boðið upp á sushi. „Þar verður líka ferskur fiskur, kjötréttir, súpur og mikið úrval af léttum og spenn- andi réttum. Staðurinn er opinn öllum og er útsýnið óviðjafnan- legt,“ lýsir Sigurður en á staðnum verður allt eldað frá grunni og er ferskleikinn í fyrirrúmi. „Kokk- arnir munu elda fyrir framan gestina og verður meðal annars hægt að sjá þá gera sushi, segir Sigurður. - ve Meinhollur skyndibiti Matreiðslumeistarinn Hallgrímur Þorláksson sker niður maki-rúllur. Á Nítjándu, sem er hádegisverðarstaður Veisluturnsins, mun gestum gefast kostur á að fylgjast með honum og fleiri kokkum elda fjölbreytta rétti og þar á meðal sushi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HRÍSGRJÓNIN ERU UNDIRSTAÐAN Í ALLRI SUSHI-GERÐ GRJÓN: 2 ½ bolli sushi-hrísgrjón 600 ml vatn Látið kalt vatn renna á hrísgrjón- in þar til vatnið er orðið tært, setj- ið grjónin í sigti og látið leka af þeim. Þá eru þau sett í hrísgrjóna- pott og soðin þar til þau eru tilbú- in. Þau eru síðan látin hvíla í pott- inum í 5-10 mín. Það má setja ¼ bolla af sake út í en þá verða grjónin léttari og fá gott bragð. Þau eru síðan tekin úr pottinum og sett í skál og rakt viskustykki sett yfir. Næsta skref er að krydda hrísgrjónin með ediki. SUSHI-EDIK: ½ bolli sushi-edik 1 tsk. salt 2 msk. sykur Allt sett í pott og hitað örlítið þar til sykurinn bráðnar saman við. Blandað varlega saman við hrís- grjónin með spaða. Varast að setja of mikið af ediki út í hrís- grjónin svo þau verði ekki of blaut. Platti með fjórum mismunandi sushi- tegundum. Grunnuppskrift að sushi Fyrir verslanir, vei ngahús, mötuney og stóreldhús, til suðu eða steikingar - Gollaraþunnildi - Sal iskkurl - Sal iskhnakkar, tvær stærðir (lomos) - Gellur - Sal iskbitar, blandaðar stærðir - Ýsu ök og -hnakkar - Rækjur Einnig frábært úrval tilbúinna rétta frá Ekta réttum, kíkið á vörulistana á netinu! - Þorskhnakkar - Steinbítskinnar og -bitar Sérfræðingar í saltfiski frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood 466 1016 pöntunarsími: www.ektafiskur.is e NÝJUNG e N ÝJU N G e NÝJUNGe NÝ JU N G e Ektaréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.