Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 34
É g hef meðal annars séð um endurútgáfurnar á gömlu plötunum hans og safnplötum fyrir út- gáfufyrirtækið Senu,“ upplýsir Bárður Örn Bárðarson, leigubílstjóri og tónlistargúru, en hann er maðurinn á bak við tónlistarvefinn www. bubbi.is. „ Ég efast um að nokkur íslenskur tónlistar- maður eigi jafn umfangsmikinn vef. Bjarkarvefur- inn er að vísu mjög flottur en í kringum hann er heilt batterí á meðan á vefnum hans Bubba er það eiginlega bara ég og búið,“ segir Bárður, sem vann vefsíðuna í nánu samstarfi við vefsíður.is. Bárður kynntist Bubba í kringum 1990 þegar Bubbabókin kom út en hann sá um plötuskrárnar í bókinni. Síðan þá hafa þeir átt far- sælt samstarf. Bárður er mikið tónlistarnörd og elsk- ar að vinna bak við tjöldin. Hann var einn þeirra sem unnu að tónlistarvefnum Tónlist.is á sínum tíma og vann ákveðið frumkvöðlastarf með því að smíða tón- listaruppflettirit fyrir PC-tölvur. Fyrir þremur árum urðu breytingar hjá Bárði og tónlistarvettvangur- inn varð eins konar aukabúgrein. „Tengdamóðir mín var lengi búin að tuða í mér um að taka meiraprófið til að geta leyst tengdaföður minn af á leigubílavakt- inni og sú varð raunin. Skyndilega hafði ég tækifæri á að sinna fjölskyldunni meira. Ég sendi konuna í há- skólann og get tekið að mér fjölda verkefni og grúsk- að í tónlistinni.“ Poppstjörnurnar virðast þó elta hann uppi því Bárður keyrir leigubíl Ragga Bjarna. „Ég hef eignast góða vini í leigubílabransanum og því var Ragga bent á mig þegar hann var að leita að kaupanda að bílnum sínum og ég var nú fljótur að stökkva til,“ segir Bárður og hver veit nema hann feti í fótspor for- vera síns, syngi á balli og keyri gestina heim að dans- leiknum loknum eins og Raggi gerði þegar hann var upp á sitt besta. bergthora@frettabladid.is Bárður Örn Bárðarson leigubílstjóri er maðurinn á bak við bubbi.is Keyrir um á bíl Ragga Bjarna „Ég er með plötusafn hérna heima upp á einhverja 10 þús- und titla. Þegar við fluttum í íbúðina hélt konan að hún fengi aukaherbergi fyrir sig en þá var það ég sem fékk það en hún fékk þvottahúsið. Síðan er þriðja barnið á leiðinni og líklega þarf ég að rýma herbergið, þarna eru plöturnar mínar og tölvan mín og allt sem tilheyrir þessu áhugamáli mínu.“ borgin mín RÓSA BJÖRK BRYNJÓLFSDÓTTIR fréttakona í París PARÍS BEST VIÐ BORGINA: Hvað hún er óendanlega falleg og fjölbreytt og hvað það er auðvelt að finna þorpsstemn- ingu mitt í iðandi stórborginni. BESTI SKYNDIBITINN: Crepes, franskar pönnukökur, sem eru fylltar með ýmsu góðgæti. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Persónulega finnst mér margt annað mun rómant- ískara. Í París eins og annars staðar í heiminum fer það bara eftir því hver er með manni hvort stundin er rómantísk eða ekki. En fyrir þá sem eru ekki sam- mála mér eru hérna óteljandi litlir sætir veitingastaðir. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Í hverri götu eru litlar „épicerie“ búðir sem eru opnar lengur fram eftir. Þar er hægt að finna allt sem mann vantar á seinustu stundu. Vatn og hágæða ólífur. Geita- ost og klósettpappír og svona. Svo eru fornverslanirnar í París yndislegar. LÍKAMSRÆKTIN: Eftir að borgarstjór- inn, Bertrand Delanoe, fékk þá snilld- arhugmynd að setja upp svokallaðar hjólastöðvar út um alla borg og leggja hjólastíga út um allar trissur er loks- ins hægt að hjóla í París. Nú hjóla ég og labba allar mínar ferðir. Svo syndi ég þegar ég get í almennilegri, hreinni franskri sundlaug í 19. hverfi sem er með nuddpottum sem ég tel vera stór- kostlegt afrek hjá mér að finna. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ? París er uppfull af leyndarmálum af ýmsu tagi. Minn leynistaður heitir Yugoslavia og er rekinn af hjónum frá fyrrum Júgóslavíu sem neita að það sé eitthvað til sem heitir Serbía, Bosnía, Króatía eða Svartfjallaland. Staður- inn er eins og serbneskt heimili. Serb- neska sjónvarpið á fullu og allir reykja ennþá þótt það sé bannað. Húsfreyjan á heimilinu gefur þér svo heimabakaða kartöfluköku og ýmislegt óvænt því það er enginn matseðill. Eðli málsins samkvæmt vil ég ekki uppljóstra um hvar þessi dásamlegi staður er til húsa. DEKRIÐ: Hammam I Mosque de Paris var seinasta dekrið sem ég leyfði mér. Mæli með góðu Hammam hvar sem er með nuddi, skrúbbi og gufu. Myntute á eftir er nauðsynlegt. DRYKKURINN: Vatn, Café crème og rauðvín. 6 Li st in n g ild ir 1 5. - 2 2. fe b rú ar 2 00 8 Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Ratatouille Family Guy Blue Harvest Næturvaktin Superbad Astrópía Simpsons The Movie Shoot’em Up I Now Pron. You Chuck & Larry Bring It On - In it to win it Secret, The - íslenskt La vie en rose Fóstbræður Season 1 Top Gear Grettir í Raun Fóstbræður Season 2 American Pie: Beta House Bourne Ultimatum Jungle Book - Ísl.tal Hákarlabeita No Reservations 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 VINSÆLUSTU DVDVINSÆLASTA TÓNLISTIN Jack Johnson Sleep Through The Static Lay Low Ökutímar Leona Lewis Spirit Páll Óskar Allt fyrir ástina Hjálmar Ferðasót Mugison Mugiboogie Ýmsir Pottþétt 45 Ýmsir Femin 2008 Radiohead In Rainbows Álftagerðisbræður Álftagerðisbræður Villi Vill Myndin af þér Mars Volta The Bedlam In Goliath Hot Chip Made In The Dark Led Zeppelin Mothership Ýmsir 100 íslensk barnalög Sigur Rós Hvarf / Heima Ellen Kristjánsdóttir Einhversstaðar einhverntíma Eivör Human Child/Mannabarn Eagles Long Road Out Of Eden Hjaltalín Sleepdrunk Seasons 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Skífulistinn topp 20 A A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista 2 7 11 17 18 Vinsælustu titlarnir N N A A A 4 • FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.