Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 36
É g er á leiðinni á sölusýningu í Tókýó þar sem ég verð með sýningar bás en við förum sex íslenskir hönnuðir á vegum útflutnings- ráðs, ég, Telma Design, Sruli, Ásta Creat ive Clothes, Dead og Mundi. Eftir það fer ég síðan til Parísar og verð þar með sýningarbás ásamt Telmu Design,“ sagði Hrafnhildur Guðrúnar- dóttir fatahönnuður þegar blaðið rétt náði í skottið á henni á leið út í hinn stóra heim. Hönn- un Hrafn hildar hefur notið mikilla vinsælda hér á klakanum en hún selur hönnun sína í verslun- inni Trilogiu og hjá Steinunni á Laugaveginum. „Í seinni tíð hef ég sérhæft mig í töskuhönnun, sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að yrði raunin þegar ég byrjaði í fatahönnuninni og það hefur komið mér skemmtilega á óvart. Töskurnar hafa verið mjög vinsælar og nú í vetur hef ég varla getað annað eftirspurn,“ segir Hrafnhildur en hún hefur verið á fullu síðasta mánuðinn við að undirbúa sölusýningarnar. „Þetta er búin að vera rosa mikil vinna en ég er svo heppin að eiga góða að bæði vini og fjölskyldu sem hafa lagt hönd á plóg. Án þeirra hefði ég ekki getað gert þetta,“ bætir Hrafn hildur við. Hrafnhildur útskrifað- ist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og hefur meðal annars unnið við búningahönnun og stílis- eringar við auglýsingar. „Draumurinn er að geta einbeitt sér algjörlega að hönnuninni og lifað á henni í framtíðinni en fram að þessum vetri hef ég þurft að gegna öðru starfi meðfram hönnun- inni sem er til lengdar afar slít- andi. Vonandi fer þetta þó eitthvað að breytast núna til frambúðar,“ segir Hrafnhildur að lokum. Nú er bara að vona að töskurnar eigi eftir að leggja heimsbyggð- ina undir sig. bergthora@fretta- bladid.is Hranhildur Guðrúnardóttir fatahönnuður Íslenskur hönnuður í útrás Töskur Hrafnhildar hafa slegið í gegn en þær eru meðal annars seldar hjá hönnuðnum STEINUNNI á Laugavegi Svört og elegant. Þessi er full- komin á ballið eða bara þegar mikið liggur við. „Í kvöld ætla ég að plata Frey kærastann minn með mér að sjá leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson á Stóra sviði Þjóðleikhússins en það er í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Laugardagurinn verður væntanlega notalegur með börnunum. Annars eru sunnudagskvöldin í uppáhaldi hjá mér því þá eldar Freyr villilambalæri kryddað með ferskum íslenskum kryddjurtum, rósmarín, hvítlauki og blóðbergi. Ég fæ vatn í munninn við tilhugsun- ina. Og sósan, hún klikkar aldeilis ekki.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Ellý Ármanns ofurbloggari og sjónvarpskona. Hrafnhildur Guðrúnardóttir REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 opið föstudag 11-18.30 og laugardag 11-17 6 • FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.