Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 72
 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Verkið var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1976 við frá- bærar undirtektir. Sú uppsetning er mörgum enn í fersku minni og því bíða eflaust margir spenntir eftir að sjá verkið í nýjum búningi. Guðmundur Steinsson var óum- deilanlega eitt fremsta leikskáld þjóðarinnar. Í Sólarferð dregur hann upp stórskemmtilega mynd af fyrirbæri sem við höfum mörg reynt á eigin skinni, nefnilega sólarlandaferðum Íslendinga á áttunda áratugnum. Við fylgjumst með hópi íslenskra ferðamanna sem eru samankomnir á spænskri sólarströnd. Eðlilega þrá þessir veðurbörðu Frónbúar að drekka í sig sólina og ódýra áfengið á þess- ari heitu og framandi strönd þar sem íslensk boð og bönn fjúka út í veður og vind. Verkið er að uppi- stöðu gamanleikrit, en undir ærslunum kraumar sársauki og brostnar vonir. Sem fyrr segir er leikstjóri sýn- ingarinnar enginn annar en leikar- inn góðkunni Benedikt Erlingsson. Höfundur leikmyndar er myndlist- armaðurinn Ragnar Kjartansson, en þeir Benedikt og Ragnar hafa áður átt farsælt samstarf um ein- leikinn Mr. Skallagrímsson. Ekki má gleyma að minnast á leikarana sem stíga á svið í Sólar- ferð, en það eru þau Edda Arnljóts- dóttir, Esther Talía Casey, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Juan Camilo Román Estrada, Kjart- an Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson sem fara með hlutverkin í sýning- unni. - vþ Stuð á suðrænni ströndinni SUÐRÆN STEMNING Frá æfingu á verkinu Sólarferð. Kammerkór Norðurlands leggur land undir fót nú um helgina og heldur í stutta tónleikaferð um landið. Kór- inn kemur fram í Borgar- neskirkju á morgun kl. 16, í Langholtskirkju á sunnudag kl. 14 og í Hvammstanga- kirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Efnisskrá tónleikanna er þjóðleg í meira lagi; kórinn flytur íslensk sönglög og þjóðlagaútsetningar. Pétur Garðarsson, formaður kórs- ins, segir dagskrána þá sömu og kórinn flutti í fyrra víðs vegar um Norðurland og fékk góða dóma fyrir. „Það má líta á þessa tónleika okkar nú um helgina sem hálf- gerða útrás af hálfu kórsins enda höfum við ekki flutt þetta efni áður fyrir sunnan. Við flytjum tónlist eftir sum af okkar bestu tónskáld- um, til að mynda Tryggva M. Bald- vinsson, Báru Grímsdóttur, Hróð- mar Inga Sigurbjörnsson og Snorra Sigfús Birgisson, en hann mætti kalla „hirðtónskáld kórsins“ þar sem hann hefur samið fyrir okkur verk. Einnig flytjum við íslensk þjóðlög í útsetningum tónskálda á borð við Hafliða Hallgrímsson og Jórunni Viðar sem á þarna útsetn- ingu á Barnagælum sem stundum hefur verið kölluð perlan í íslensk- um þjóðlagaútsetningum.“ Í Kammerkórnum eru tæplega tuttugu söngvarar sem búsettir eru víðs vegar um Norðurland. Pétur segir æfingaferlið geta verið ansi strembið sökum þessar- ar dreifðu búsetu. „Við æfum mikið ein heima hjá okkur með nóturnar. Svo komum við saman og tökum þrjár eða fjórar æfingar fyrir tónleika. En þetta gengur alltaf vel hjá okkur þrátt fyrir stuttan æfingatíma enda er valinn maður í hverju rúmi. Kórmeðlim- irnir eru flestir tónlistarkennarar eða tónlistarmenntað fólk og stjórnandi okkar, Guðmundur Óli Gunnarsson, er einnig stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og ákaflega vandvirkur maður. Það er því hvergi slegið af kröfun- um þrátt fyrir búsetudreifing- una.“ Kórinn fagnar tíu ára starfs- afmæli sínu um þessar mundir. Pétur segir útgáfu fyrirhugaða í tilefni afmælisins. „Við stefnum að því að halda upp á afmælið með því að fara í hljóðver og taka upp þetta efni sem við flytjum nú um helgina. Eflaust munum við þurfa að leggja mikla vinnu í framtakið og mikið verður vandað til verks. En tónlistin sem við flytjum á það sannarlega skilið; fallegri íslenskri tónlist er aldrei gert of hátt undir höfði.“ Aðgangseyrir að tónleik- unum er 1.500 kr. og verður miða- sala við innganginn. Vert er að benda á að því miður verður ekki hægt að taka við greiðslukortum. vigdis@frettabladid.is Kammerkór leggur land undir fót KAMMERKÓR NORÐURLANDS Kemur fram á þrennum tónleikum um helgina. GAMANÓPERAN SÍGAUNABARÓNINN EFTIR JOHANN STRAUSS - Íslensk þýðing: Egill Bjarnason og Þorsteinn Gylfason Í GAMLA MJÓLKURSAMLAGINU BORGARNESI Miðapantanir 437 1598 • tskb@simnet.is • Uppl.: www.borgarbyggd.is La. 16. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Su. 17. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Þr. 19. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Fi. 21. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Fö. 22. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Su. 24. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Vígaguðinn e. Yasminu Reza Örfá sæti laus um helgina Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Uppselt í febrúar!! aukasýningar í mars komnar í sölu! Aðdáendur Hugleiks munu fagna því að fá enn eitt tækifæri til að sjá ímyndunarafl hans lifna við á sviði." Martin Regal, Mbl. 12/2 Baðstofan eftir Hugleik Dagsson sýn. 15/2 og 16/2 örfá sæti laus „Eitursnjallt leikrit". Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2. „Sýningin er besta skemmtun". Þröstur Helgason, Mbl., 9/2 Gott kvöld e. Áslaugu Jónsdóttur Sprellfjörug barnasýning með brúðum og söngvum Allra síðustu sýn. sun. 17/2 FÖSTUDAG 15. FEB KL. 20:30 BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR 60 ÁRA Minningartónleikar um söngvaskáldið ÖRFÁ SÆTI LAUS SUNNUDAG 17. FEBRÚAR KL. 20 ÞJÓÐARGJÖF TIL ÍSLENDINGA Einn fremsti kammerkór heims. NOKKUR SÆTI LAUS ÞRIÐJUDAG 19. FEBRÚAR KL. 20 DENIS BOURIAKOV OG VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Tvær rísandi stjörnur. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.