Fréttablaðið - 20.02.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 20.02.2008, Síða 8
 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is 400.000,- kr.AFSLÁTTURFullt verð kr. 2.250.000,- Tilboð kr. 1.850.000,- Aukahlutir: Grjótgrind, markísa, sólarsella og sjónvarpsloftnet STÓRLÆ KKAÐ V ERÐ Á NOTUÐ UM FER ÐAVÖG NUM Árgerð: 2005 Travel King 510 TKM 20 08 ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 41 22 3 0 2. 20 08 Fjármálakvöld Landsbankans Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjár- málum heimilanna, fjárfestingartækifærum og skatta- málum. Fjármálakvöldin hefjast kl. 20 og eru öllum opin án endurgjalds. Í boði eru kaffi og veitingar. Dagskrá fjármálakvölda 24. jan. Höfðabakki Fjármál heimilisins 7. feb. Akranesi Fjárfestingartækifærin 21. feb. Laugavegur 77 Skattamál 6. mars Mjódd Skattamál 27. mars Vesturbær Fjárfestingartækifærin 3. apr. Ísafjörður Fjármál heimilisins 10. apr. Fjarðargata, Hafnarfj. Fjárfestingartækifærin Á morgun í Austurbæjarútibúi, Laugavegi 77 Sérfræðingur frá Landsbankanum fer yfir helstu atriði sem hafa áhrif á skattgreiðslur einstaklinga og hagnýt ráð gefin við framtalsgerð. Skráning á fjármálakvöldin fer fram á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Nánari upplýsingar á www.landsbanki.is. ALÞINGI Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, sagði þingfor- seta hafa beitt pólitískri duttlunga- stjórnun þegar hann ákvað tilhögun við kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðum vegna kjarasamninga á Alþingi í gær. Þingfundur hófst á að Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnti yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga. Í kjölfarið tóku formenn stjórnar- andstöðuflokkanna til máls og síð- ust á mælendaskrá var Ingibjörg Sólrún Gísladóttur utanríkisráð- herra. Að dagskrárliðnum loknum gerði Ögmundur athugasemdir við fyrir- komulagið og sagði þingforseta, Sturlu Böðvarsson, hafa tekið sér það bessaleyfi að láta fulltrúa ríkis- stjórnarinnar hafa fyrsta og síðasta orð umræðunnar. Sturla sagðist ekki taka sér bessaleyfi heldur færi hann eftir þingsköpum. Sagðist hann jafn- framt hafa talið að uppröðunin væri í þágu upplýstrar umræðu. Ögmundur hélt fast við sinn keip, sagði eflaust hægt að deila um hug- tök; bessaleyfi og jafnvel pólitíska duttlunga. Sagði hann fyrirkomu- lagið hafa þjónað best pólitískum hagsmunum ríkisstjórnarinnar sem reyni að slá sig til riddara á grundvelli kjarasamninganna. Siv Friðleifsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknaflokks, kom Sturlu til varnar, sagði Ögmund ráðast á hann með óréttmætum hætti og umræðuna utan eðlilegra marka. - bþs Þingmenn VG sökuðu þingforseta um að haga umræðu í þágu ríkisstjórnarinnar: Siv varði Sturlu í atlögu Ögmundar FRÁ ALÞINGI Líflegar umræður spunnust um fundarstjórn forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MIÐ-AUSTURLÖND „Konur upplifa átök á annan hátt og hafa öðruvísi sjónarhorn á þau heldur en hið karllæga sem yfirleitt ræður ríkjum,“ segir Anat Saragusti. Hún, ásamt Maha Abu-Dayyeh Shamas, fjallar um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið- Austurlöndum á fundi á Grand Hótel Reykjavík í dag klukkan 12.15 í boði utanríkisráðuneytisins. Fundurinn er öllum opinn. Saragusti, sjónvarpskona í Ísrael, og Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru báðar áhrifakonur í Friðarráðinu sem var stofnað árið 2005 af áhrifakonum í palestínsku og ísraelsku þjóðlífi; þingmönnum, ráðherrum og forystukonum frjálsra félagasamtaka. Auk þess eru erlendar áhrifakonur heiðursfélagar, þeirra á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna (UNIFEM) átti frumkvæði að stofnun ráðsins. Vinna Friðarráðsins byggir að miklu leyti á tilskipun 1325 sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 2000 þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að hafa konur með í ákvarðanatökuferlinu að sögn Saragusti. Shaman segir umræðuna í dag yfirleitt snúast um hernaðarlegt öryggi en það sem ráðið vilji gera er að beina kastljósinu að mannlegu öryggi. „Réttur til að vera frjáls, réttur til að hafa aðgang að menntun, heilbrigðiskerfi og atvinnu, réttur til að vera öruggur og búa í friði. Þetta eru þau grundvall- armálefni sem skipta konur mestu máli.“ Aðspurðar hvort þær séu bjartsýnar á að friður náist segist Saragusti ekki bjartsýn en hins vegar komi ekki annað til greina en að berjast. Shaman tekur í sama streng. „Við getum ekki gefist upp, það jafngildir því að gefast upp á lífinu. Þetta er okkar líf og því er það ekki valmöguleiki.“ sdg@frettabladid.is Við getum ekki gef- ist upp í baráttunni Tvær áhrifakonur í Friðarráðinu, sem skipað er konum í Ísrael, Palestínu og erlendum áhrifakonum, fjalla um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið- Austurlöndum í dag. Konur setja önnur atriði í forgang hvað varðar öryggi. MAHA ABU-DAYYEH SHAMAS OG ANAT SARAGUSTI Segja samvinnuna sem á sér stað í Friðarráðinu milli palestínskra og ísraelskra kvenna einsdæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.