Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 2
2 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR UMHVERFISMÁL Mýrdalshreppur vill að Siglingastofnun endurskoði fyrirliggjandi áætlanir með það í huga að flýta framkvæmdum til varnar ströndinni við Vík í Mýr- dal. „Um 1970 hófst landbrot af völdum sjávar á ströndinni fram- an við Vík. Síðan hafa 300-400 metrar horfið af ströndinni og þar með umfangsmiklar landgræðslu- aðgerðir sem unnið hefur verið að á síðastliðnum sextíu árum,“ segir um þróun og stöðu málsins í fund- argerð sveitarstjórnarinnar. Eftir rannsóknir á landbrotinu á árunum eftir 1990 voru lagðar fram tillögur um aðgerðir til að verja strönd- ina og hefur verið unnið eftir þeim frá árinu 1994. Í siglingamálaá- ætlun er gert ráð fyrir því að verja tíu millj- ónum króna á næsta ári til að undirbúa varn- araðgerðir og 30 milljónum til að hefja fram- kvæmdir á árinu 2010. Heima- menn telja að þessu þurfi hugsan- lega að flýta. Sigurður Áss Grétarsson, for- stöðumaður hafnarsviðs Siglinga- stofnunar, segir að óvenju mikill lægðagangur í vetur hafi brotið svo mikið af ströndinni niður að líklega þurfi að hraða fram- kvæmdunum. Hann segir áætlun frá 2006 gera ráð fyrir að verja alls 500 milljónum króna í sjó- varnir við Vík, þar af séu 160 milljónir vegna þess sem sé bráð- nauðsynlegt vestan við Víkurá. „Við höfum verið að draga þessa framkvæmd í lengstu löng vegna þess að um leið og Kötluhlaup verður, og ef hlaupið fer hefð- bundinn farveg, þá fyllist víkin af sandi og garðarnir verða langt inni í landi og óþarfir,“ segir Sig- urður. Eftir Kötlugosið 1918 færð- ist ströndin fram um 500 til 600 metra. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir uppgræðslu á sandin- um neðan við Vík hafa hafist þegar byggðin þar fór að aukast upp úr 1950. „Sjórinn hefur unnið jafnt og þétt á okkar sandfoksvörnum og nú er svo stutt bil að syðstu hús- unum að það er orðið mjög lítið pláss til að koma sandvörnum við,“ segir Sveinn sem telur að betra hefði verið að bregðast fyrr við. „Við höfum varað við því að ef menn ætluðu á annað borð að fara þarna í sjóvarnaraðgerðir væri afskaplega slæmt að hafa svona mjótt bil milli fjöru og byggðar.“ gar@frettabladid.is Ströndin hopar hratt inn að Vík í Mýrdal Nær 400 metrar af ströndinni við Vík í Mýrdal eru horfnir vegna ágangs sjávar síðan 1970. Mikið hefur horfið í hafið í vetur. Gerð hundruð milljóna króna sjóvarnargarðs verður líklega flýtt. Kötlugos myndi leysa málið með aurburði. VÍKURFJARA Á ÞRIÐJUDAG Hafið færist stöðugt nær byggðinni í Vík í Mýrdal. Varnar- garður sem áður var með bökkum Víkurár er nú grjóthrúga niðri í fjöru. MYND/SIGURÐUR HJÁLMARSSON SVEINN RUNÓLFSSON Grísapanna í thaiÞú sparar 500 kr. 1.298kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Spennandi á fimmtudegi MENNTUN Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousaieff heimsóttu Hrafnagils- skóla í Eyjarfjarðarsveit í gærmorgun. Skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2007 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu sam- hengi í fræðslustarfi. Fóru þau um kennslustofur og kynntu sér kennsluhætti og aðbúnað en svo voru þau við sérstaka samverustund í sal skólans. Þar ávarpaði forsetinn nemendur sem létu svo ekki á sér standa meðan þegar hann sat fyrir spurningum. Ekki sat hann þó aðeins undir spurningaflóði því nemendur fluttu honum tónlist og höfðu ofan af fyrir honum með öðrum atriðum. - jse Forsetahjónin: Heimsóttu Hrafnagilsskóla ÚR HEIMSÓKNINNI Hjónin heilsa hér nemendum í samverustundinni í Hrafnagilsskóla í gær. MYND/HEIÐA.IS BANDARÍKIN Sjónvarpskappræður sem keppinautarnir um forseta- framboðsútnefningu Demókrata- flokksins vestra, Hillary Clinton og Barack Obama, áttu í Cleve- land í Ohio í fyrrakvöld, virðast ekki hafa veitt Clinton þann með- byr sem hún þurfti á að halda. Fátt kom á óvart í hinum á köflum snörpu orðasennum þar til kom að umræðu um utanríkis- mál. Þegar Clinton var beðin að nefna væntanlegan arftaka Vladimírs Pútíns Rússlandsfor- seta vafðist henni tunga um tönn. „Ee - Med - e - Meddevedde, Neverdever, eitthvað,“ sagði hún er hún reyndi að bera fram nafn Dmítrí Medvedevs Þetta mismæli þótti gjaldfella þá áherslu sem Clinton hefur lagt á yfirgripsmikla þekkingu og reynslu sína á vettvangi alþjóða- stjórnmála. - aa Kappræður Demókrata: Hillary vafðist tunga um tönn CLINTON Vafðist heldur betur tunga um tönn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Árekstur tveggja bíla varð á Reykjanesbraut skammt frá Vogum klukkan rúmlega sex í gærkvöldi. Einn maður var í hvorum bíl og fótbrotnaði annar þeirra en hinn fór heim eftir læknisskoðun. Beita þurfti klippum til að ná öðrum bílstjóranum úr bílnum. Bílarnir eru taldir gjörónýtir og voru þeir fjarlægðir með kranabíl- um. - jse Umferðarslys á Reykjanesi: Fótbrotnaði í hörðum árekstri SJÁVARÚTVEGUR Áhafnir á fjórum loðnuskipum sem tóku þátt í rann- sóknum með Hafrannsóknastofnun fylltu nætur sínar af loðnu. Torfan er mjög þétt og rifnuðu veiðafærin á Hugin VE þegar kastað var á mið- unum við Reynisdýpi. Sighvatur Bjarnason VE fékk um 1100 tonn í einu kasti og segist Helgi Valdimarsson skipsstjóri ekki muna eftir öðru eins. Hann var að vonum himinlifandi með að veiðibanninu skyldi aflétt. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar segir þetta sýna að stofnin hafi verið rétt nýtt- ur og menn hafi ekki farið offörum við veiðar. Hann segir þetta einnig sýna fram á mikilvægi þess að auka rannsóknir en forsvarsmenn Síld- arvinnslunnar hafa greint frá áformum sínum um að taka beinan þátt í þeim. Þegar bannið var sett á bentu rannsóknir til þess að um 200 til 270 þúsund tonn af loðnu væru á miðun- um. „Það er náttúrulega óþægilegt að búa við þetta óöryggi,“ segir Gunnþór. „Í upphafi áttum við von á 300 þúsund tonna heildarkvóta, svo var ákveðið að hann yrði ekki nema 121 þúsund tonn og svo kom veiði- stöðvun og nú er hún blásinn af. En ég tel ekki loku fyrir það skotið að kvótinn verði aukinn ennfremur.“ - jse Sjómönnum og útgerðarmönnum er létt: Loðnan sprengir veiðarfærin RÁÐHERRANN FESTIR LANDFESTAR Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tekur á móti Hugin í Vestmannaeyjahöfn. Reyndar var þetta ekki ferð til fjár hjá áhöfninni því gat kom á veiðarfærin og varð því aflinn mun minni efni stóðu til. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Beggi, sérðu fram á að fara aftur í skóla? „Ég sé enga ástæðu til annars. Ég er meira að segja búinn að kíkja á skólann.“ Nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskóla Íslands hafa haft góð áhrif, og tveir blindir skráð sig í skólann í kjölfarið. Uppistandarinn Bergvin Oddsson, kall- aður Beggi blindi, segist ánægður með breytingarnar. VIÐSKIPTI Samþykkt var tillaga Vilhjálms Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka fjárfesta, á aðalfundi SPRON í gær að lækka þóknun til stjórnarmanna um allt að helming. Þóknun stjórnarformanns lækkar úr 400 þúsund krónum á mánuði í 200 þúsund. Aðrir stjórnarmenn fara úr 210 þúsundum á mánuði í 120 þúsund krónur. Ekki var sérstak- lega kosið um tillöguna heldur sú fyrri dregin til baka. Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn SPRON. Rannveig Rist og Margrét Guðmundsdóttir koma nýjar inn. Eru þá tvær konur í fimm manna stjórn. - bg Aðalfundur SPRON í gær: Samþykkt að lækka þóknun VIÐSKIPTI Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Skipta, vill að Gagnaveitan, sem áður hét Lína net og er í eigu Orkuveitu Reykja- víkur, leggi fram ársuppgjör eins og Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði að þeim bæri árið 2006. Sagði hann á aðalfundi Skipta í gær það skjóta skökku við að enn þurfi að búa við samkeppni frá opinberum aðila við rekstur fjarskiptaneta. - bg Ógagnsær opinber rekstur: Vill sjá uppgjör SAMGÖNGUR Bílstjóri strætisvagns veittist að þrettán ára dreng við Strandgötu í Hafnarfirði um klukk- an hálf fimm í gær. Að sögn Aðalbjargar Ágústsdótt- ur, móður drengsins, stóð hann ásamt vinum sínum við götuna með snjóbolta í hendi þegar vagninn stöðvaði skyndilega. Vagnstjórinn hafi stigið út og snúið drenginn, Sindra Snæ Guðmundsson, niður í götuna. „Hann skellti honum niður og kallaði hann öllum illum nöfnum,“ segir hún. „Sonur minn kastaði ekki neinum snjóbolta í strætóinn, það voru mörg vitni að því.“ Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó, segir aðra sögu af málinu. Piltarnir hafi verið að kasta snjóboltum í bílinn og vagnstjóran- um brugðið við það. Hann hafi talið drengina vera þá sömu og brutu rúðu vagns sem hann ók í síðustu viku, stöðvað bílinn og farið út. Þar hafi hann „hreytt einhverju í þá og kannski tuskað þá eitthvað til.“ Reynir segir að rætt verði betur við manninn í dag en hann var á vakt til miðnættis í gær- kvöldi. „Ef við höfum gert eitthvað rangt biðjumst við afsökunar á því,“ segir hann. „En við erum að þjónusta almenning og ætlumst til þess að virðing sé sýnd á báða bóga.“ - sþs Ætlumst til að okkur sé bæði sýnd virðing og veitt, segir framkvæmdastjóri Strætó: Vagnstjóri sneri niður unglingspilt AUMUR Aðalbjörg Ágústsdóttir og sonur hennar Sindri Snær Guðmundsson. Hann kveðst aumur í bakinu eftir að vagnstjórinn sneri hann niður í götuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.