Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2008 55 FÓTBOLTI Það hefur mikið gengið á í her- búðum Chelsea síðustu daga og breskir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um félagið. Þar ber hæst gagnrýni á liðsval knattspyrnustjórans Avram Grant í úrslitaleik deildarbikarsins. Chelsea tapaði 2-1 í framlengdum úrslitaleik deildarbikarsins gegn nágrönnum sínum í Tottenham um síðustu helgi en sögusagnir í kjöl- farið um vaxandi óánægju leik- manna Chelsea-liðsins með aðferð- ir Grant við tilkynningu á liðinu fyrir leikinn hafa vakið athygli. Grant mun hafa kosið að tilkynna byrjun- arliðið aðeins rétt fyrir leik og þá kom í ljós að stórstjörnurnar Michael Ballack og Joe Cole voru ekki í byrjunarliðinu. Breskir fjölmiðlar vilja meina að umræddir leikmenn séu afar ósáttir með vinnubrögð Grants sem og reyndar sé vaxandi óánægja meðal stuðningsmanna félagsins með hans störf. Grant virðist þó eiga hauk í horni í fyrirliðanum John Terry sem hefur varið knattspyrnu- stjóra sinn í liðsvali hans. „Hann heldur valinu út af fyrir sig fram í lengstu lög og þannig hefur það verið hjá honum til þessa. Leik- mennirnir verða bara að sætta sig við það og þetta heldur okkur öllum á tánum,“ sagði Terry í viðtali við BBC Sport. Terry lét hins vegar í ljós óánægju sína með síðustu æfingu fyrir bikarúrslitaleikinn og átti hörð orðaskipti við aðstoðarstjórann Henk ten Cate og hefur hollenski þjálfarinn staðfest að fúkyrðin hefðu flogið þeirra á milli en að það væri nú gleymt og grafið. Breskir fjölmiðlar vilja hins vegar meina að atvikið undirstriki ólguna sem er í herbúðum félagsins um þessar mundir. Til að bæta gráu ofan á svart þá fjallaði Sky Sport um möguleg vand- ræði Grant við að afla sér UEFA PRO þjálfun- argráðunnar sem er nauðsynleg til þess að hann stýri Chelsea áfram en hann er með und- anþágu sem stendur. Þrátt fyrir neikvæða umfjöllun í breskum fjölmiðlum er Chelsea enn þá að keppa á þrem- ur vígstöðvum, í ensku úrvalsdeildinni, enska FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu. - óþ Málefni Chelsea hafa verið í brennidepli hjá breskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Tottenham um helgina: Farið að hitna undir Grant hjá Chelsea? UNDIR PRESSU Breskir fjöl- miðlar vilja meina að starf Avrams Grant hjá Chelsea sé í hættu. NORDIC PHOTOS/GETTY THE NEW ADVENTURES OF OLD CHRISTINE - kl. 20:15 MY NAME IS EARL - kl. 20:40 FLIGHT OF THE CONCHORDS - kl. 21:30 My name is Earl- í kvöld kl. 20:40 EINN BESTI GAMANÞÁTTUR SÍÐARI ÁRA FÓTBOLTI Brasilíski framherjinn Carvalho De Oliveira Amauri hefur heldur betur slegið í gegn með Palermo í ítölsku Serie A- deildinni í vetur og skorað grimmt. Hann hefur hins vegar til þessa ekki verið kallaður í brasilíska landsliðið og hefur nú í hyggju að sækja um ítalskt vegabréf eftir að hafa dvalið á Ítalíu í meira en fimm ár. „Amauri fær að öllu óbreyttu ítalskt vegabréf 30. apríl næst- komandi og verður þá löglegur með ítalska landsliðinu,“ sagði Mariano Grimaldi, talsmaður Amauri, í samtali við Kiss Kiss útvarpsstöðina í gær. Ítalska dagblaðið Corriere dello Sport fer fögrum orðum um Amauri en honum hefur oft verið líkt við Didier Drogba, leikmann Chelsea, á velli þar sem hann þykir kraftmikill og skartar reyndar einnig svipaðri greiðslu og Fílabeinastrendingurinn. Samkvæmt ítölskum fjölmiðl- um í gær er talið afar líklegt að Roberto Donadoni, þjáfari Ítalíu, muni hafa samband við Amauri hið fyrsta um möguleikann á að leika fyrir Ítalíu, það er að segja ef Dunga, þjálfari Brasilíu, stekkur ekki til áður. - óþ Amauri, Palermo: Verður ítalskur þegn í apríl LÍKT VIÐ DROGBA Amauri hefur verið borinn saman við Didier Drogba vegna hæfileikanna og hárgreiðslunnar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gary Neville, 33 ára varnarmaður Manchester United, tók mikilvægt skref í baráttu sinni við að komast aftur á fullt skrið með Englandsmeisturunum þegar hann lék í 60 mínútur í varaliðsleik gegn Liverpool í fyrrakvöld. Hægri bakvörðurinn hefur ekkert leikið með aðalliði United í tæpt ár eftir að hafa meiðst á kálfa og ökkla en hann hefur nokkrum sinnum reynt að koma aftur eftir meiðslin en þá hafa lítilvæg meiðsli tekið sig upp og hann þurft að bíða enn lengur. Neville komst hins vegar ómeiddur í gegnum þann klukkutíma sem hann spilaði að þessu sinni og það væri sannar- lega byr í báða vængi fyrir United á lokasprettinum að fá Neville aftur í aðalliðið. Liverpool vann leikinn 2-0 með mörkum Xabi Alonso og Harry Kewell en aðdáendur félagsins geta einnig verið ánægðir með að Daniel Agger lék með að nýju eftir fimm mánaða fjarveru vegna meiðsla og ætti að snúa aftur í aðalliðið von bráðar. - óþ Leikmenn á batavegi: Styttist í Agger og Neville ENDURKOMA Gary Neville spilaði í 60 mínútur fyrir varalið United í fyrrakvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.