Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 18
18 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Þegar Hjálpræðisherinn hóf fyrst störf á Íslandi þann 12. maí 1895 var landið eitt fátækasta ríki Evrópu. Þörfin fyrir að hjálpa bágstöddum var brýn og lögðu hermenn kær- leikans, eins og starfsmenn þessar- ar kristilegu hreyfingar eru oft kallaðir, á sig ómælda vinnu með það að leiðarljósi að boða kennisetn- ingar Biblíunnar og um leið hlúa að þeim sem minna mega sín í samfé- laginu. Yfirforingi Hjálpræðishers- ins á Íslandi er Anna Marie Rein- holdtsen. Þó Ísland sé nú orðið eitt ríkasta land Evrópu segir hún þörf- ina fyrir störf Hjálpræðishersins enn brýna. „Ég veit það af langri reynslu og störfum í ríkum löndum að það er alltaf einhver sem fellur milli stafns og bryggju í samfélag- inu. Ég veit að það er ekki síður erf- itt að vera einn þeirra sem minna mega sín í ríku landi þannig að þörf- in hér er fyrir hendi,“ segir Anne Marie. Þá segir hún að ávallt verði þörf fyrir að boða gildi Biblíunnar; kærleika og virðingu. „Það eru gildi sem alltaf eiga erindi við fólk á öllum tímum og hvar sem er í heim- inum,“ segir Anne. Hundrað ára starf í þágu bágstaddra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í fyrradag, en þau komu að þessu sinni í hlut Hjálp- ræðishersins sem í rúmlega hundr- að ár hefur unnið hér á landi í þágu þeirra sem minnst mega sín. Anne Marie segir verðlaun sem þessi hafa mikla þýðingu fyrir liðsmenn Hjálpræðishersins. „Bæði fáum við myndarlega upphæð sem kemur sér vel fyrir okkar störf en það er ekki síður mikilvægt að fá jákvæða umfjöllun og viðurkenningu á því að eftir störfum okkar sé tekið. Við erum mjög snortin yfir því að vita að það eru einstaklingar í samfélag- inu sem hugsa hlýlega til okkar og vilja leggja störfum okkar lið,“ segir Anne á lýtalausri Íslensku. Hún kom fyrst hingað til lands frá heimalandi sínu Noregi árið 1977 og hefur síðan þá starfað í þágu hers- ins hér í báðum löndum. Árið 2003 tók Anne Marie svo við starfi yfir- foringja Hjálpræðishersins á Íslandi og hefur hún síðan unnið ötullega að því að efla starf hans hér landi. Nú starfa hér þrír söfnuð- ir á hans vegum, í Reykjavík, Reykjanesbæ og Akureyri, en starfsmenn umdæmisins alls, það er Noregs, Íslands og Færeyja, eru rúmlega 1.300 talsins og meðlimir um 20.000. Hvíld frá götunni Í stærstu húsakynnum hersins, sem jafnan eru kölluð Herkastalinn og standa við Kirkjustræti 2 í miðborg Reykjavíkur, er rekið gistiheimili. „Rekstur þess gefur okkur tæki- færi til að hjálpa fólki sem þarf á húsaskjóli að halda um tíma en aðal- lega er það stofnun sem er hugsuð til að skaffa starfseminni peninga. Það er okkur því afar mikilvægt að það gangi sem best,“ segir Anne. Á gistiheimilinu gefst fátæku og heimilislausu fólki einnig kostur á að koma og þiggja kaffi, brauð og stundum súpu flesta daga vikunnar auk þess sem þar getur það spjallað saman og hvílst. Á Eyjaslóð 2 við Granda opnaði Hjálpræðisherinn svo svokallað dagsetur seint á síð- asta ári. Þar getur utangarðsfólk komið sex daga vikunnar nærst, hvílst, þvegið fötin sín og sjálft sig föndrað, litið inn á bókasafn og jafn- vel farið í fótsnyrtingu, en það segir Anne gera fólki mjög gott. „Það segir oft að því líði eins og nýrri manneskju eftir hana,“ segir hún og hlær. Anne segir starfsemina á Eyja- slóð hafa verið afar kærkomna við- bót við starf hersins á höfuðborgar- svæðinu. „Fyrst og fremst er þetta staður þar sem fólk getur komið og hvílt sig í ró og næði frá verunni á götunni. Þar er ekki sami reyting- urinn og væri ef staðurinn væri alveg miðsvæðis og er því fólkið sem þangað kemur fyrst og fremst komið til að hvíla sig,“ segir hún. Til að reyna að standa straum af þeim kostnaði sem dagsetrið útheimtir hefur Hjálpræðisherinn einnig komið á fót nytjamarkaði í sama húsi. „Og svo reynum við eins og við getum að vera umhverfisvæn og fáum því fólk til að hjálpa okkur við flokkun ef það er tilbúið til. Mörgum þykir gott að launa fyrir sig með því starfi en fólk kemur auðvitað þangað í misjöfnu ástandi og ekki treysta sér því allir til þessa,“ segir hún. Mesta stríðshetjan Anne er sérlega stolt af því starfi sem unnið er á Akureyri en þar er tónlistar, barna- og unglingastarf afar öflugt. „Fyrir norðan er líka mesta stríðshetjan okkar hún Ingi- björg Jónsdóttir,“ segir Anne og útskýrir að enginn hafi starfað jafn lengi fyrir Hjálpræðisherinn og Ingibjörg sem enn vinnur af krafti þótt hún sé orðin 87 ára gömul. Hjálpræðisherinn er mjög rót- gróinn á Akureyri. Ein nýjasta við- bót hersins er starfið í Reykjanes- bæ en frá því í haust hafa þar ung hjón unnið að uppbyggingu starfs undir merkjum Hjálpræðishersins. „Það er ung fjölskylda sem að því stendur. Starfið þar er rétt að hefj- ast og ekki búið að móta það alveg en vonir okkar standa til þess að það verði mjög fjölskylduvænt þegar fram líða stundir,“ segir Anne. Hún segir eina starf hersins sem unnið sé í samvinnu við ríkið vera rekstur vistheimilisins Bjargs á Seltjarnarnesi, sem veitir geðfötl- uðu fólki heimili og hefur gert frá árinu 1968. Þar búa tólf manns og er heimilið rekið á föstum fjárfram- lögum frá Heilbrigðisráðuneytinu. Fagnaðarerindið verður ekki boðað fólki með tóman maga Hugsjón Anne er eins og flestra annarra sem fyrir Hjálpræðisher- inn starfa að tryggja lífsgæði fyrir alla og boða fagnaðarerindi Biblí- unnar, en eins og William Booth, upphafsmaður Hjálpræðishersins, sagði: „Það þýðir ekki að boða fólki með tóman maga fagnaðarerindið.“ Frá því hann hóf að starfa að trú- og mannúðarmálum um miðja 19. öld hafa líknarstarf og trúboð verið órjúfanlegir grundvallarþættir starfsemi hersins. Kristin samtök hafa þó undanfar- ið ekki þótt hátt skrifuð í samfélag- inu og er metfjöldi þeirra sem skáðu sig úr Þjóðkirkjunni á síðasta ári ef til vill gott dæmi um það. Anne Marie viðurkennir að hún hafi fund- ið fyrir þeirri umræðu og sé því afar þakklát því að Hjálpræðisher- inn, sem grundvallist svo sannar- lega á kristnu starfi, hafi ekki verið látinn gjalda þess þegar Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins voru veitt. Erfiðast að sjá hvernig fólk getur farið með líf sitt Á jólunum ber venjulega mest á starfi Anne og annarra liðsmanna hersins en um árabil hafa Anne Marie og fjölskylda hennar kosið að deila jólunum með starfsfólki og gestum á gistiheimili Hjálpræðis- hersins, þó þau dvelji þar langdvöl- um vegna starfa sinna. Það að kjósa að verja jólunum í vinnunni og með skjólstæðingum sýnir ef til vill vel hve starfið innan Hjálpræðishers- ins er ólíkt öðrum störfum og hve raunverulega ástríðu þarf til að sinna því svo vel sé. En verður aldrei erfitt að umgangast sífellt fólk í misjöfnu ástandi sem jafnan er illa til reika? spyr blaðamaður Anne. „Það hefur ekki oft komið fyrir að mér þyki erfitt að taka á móti fólki sem er undir áhrifum en vissulega getur maður ekki liðið hvaða framkomu sem er. Það er samt fyrst og fermst vin- átta og kærleikur sem ríkir innan Hjálpræðishersins. Það er gott að geta orðið að liði en erfiðast að sjá hvernig fólk getur farið með líf sitt og hvers konar tök áfengi og fíkni- efni geta haft á lífi fólks.“ Málstofa um lífeyrismál Launafólk og lífeyriskjör Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Fundarstjóri Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands Í hverju liggur styrkur íslenska lífeyrissjóðakerfisins í alþjóðlegum samanburði? Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða Aldraðir og hlutverk almannatrygginga í velferðarþjóðfélaginu Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins Hlutur lífeyrissjóðanna í útrásinni og uppbyggingu atvinnulífs Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka Silfur Egils: Aldraðir Íslendingar og peningar Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður BSRB - húsinu Grettisgötu 89 föstudaginn 29. febrúar kl 13 - 15.30 Móttaka í boði SLFÍ að málstofu lokinni Alltaf einhver hjálparþurfi - líka í ríkum löndum Í rúm hundrað ár hefur Hjálpræðisherinn unnið að bættum hag bágstaddra á Íslandi. Fyrir þetta mikla starf hlaut þessi sérstaki her Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í fyrradag. Ísland var eitt fátækasta land Evrópu þegar Hjálpræðisherinn var stofnaður. Rúmri öld síðar er herinn enn að og þótt Ísland sé nú í hópi ríkustu þjóða heims segir Anne Marie Reinhodtsen, yfirforingi hersins á Íslandi, að enn séu þeir margir sem þurfi á hjálp að halda. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við Anne Marie um starfsemina hér á landi. SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐS- INS 2008 Anne Marie Reinholdtsen, yfirforingi Hjálpræðishersins, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Með henni á myndinni eru Aslaug Langgaard, Harold J. Reinholdtsen og Elsabet Daní- elsdóttir. Verðlaunin voru veitt fyrir störf í þágu bágstaddra í rúmlega eina öld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HERMENN FYRIR UTAN HERKASTALANN Anne Marie Reinholdtsen og Aslaug Langgard fyrir utan Herkastalann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hjálpræðisherinn varð til sunnu- daginn 2. júlí 1865 í aumasta fátækrahverfi London. Upphafs- maður hersins var William Booth sem bæði vildi vinna að velferð fólks og útbreiðslu fagnaðarerind- isins. Herinn er nú starfandi í 111 löndum. Grundvallast starfið ávallt á kærleika og virðingu. UPPHAF HJÁLP- RÆÐISHERSINS - Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelisk hreyfing, hluti af hinni almennu kirkju. - Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni. - Þjónustan er knúin af kærleika til Guðs. - Verkefnið er að boða fagnað- arerindið um Jesú Krist og í nafni hans mæta mannlegri neyð án þess að mismuna fólki. ALÞJÓÐLEG YFIRLÝSING HJÁLPRÆÐISHERSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.