Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 6
6 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Á að auglýsa allar ríkiseignir sem á að selja? Já 92,6% Nei 7,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú hlutverk Íslendinga í Afganistan mikilvægt? Segðu þína skoðun á visir.is SKIPULAGSMÁL Öryggiskröfur við gestabústað forseta Íslands á Laufásvegi 72 duga ekki til að synja nágranna hans um bygging- arleyfi fyrir breytingu á húsi sínu. Þetta segir úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála. Eigandi Laufásvegar 73, sem stendur andspænis gestabústaðn- um, er Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells. Þorsteinn vildi fá að rífa bíl- skúr og reisa í staðinn tvö- faldan bílskúr annars staðar á lóð sinni. Einnig stækka kjall- ara og anddyri, byggja jarð- hýsi, útbúa svalir og verönd og bæta við tveimur kvistum. Embætti forsetans lýsti sig and- vígt framkvæmdunum og vísaði til álits ríkislög- reglustjóra um öryggi gesta í húsi embætt- isins. Á þeirri for- sendu synjuðu bogar- yfirvöld í fyrrasumar Þorsteini um leyfið. Í kæru Þorsteins til úrskurðar- nefndarinnar sagði að ríkis- valdið ætti ekki að geta stöðvað alla framþróun í íbúðar- hverfi vegna þess eins að þar sé hús, sem ríkið noti endrum og sinn- um fyrir stórmenni sem þurfi hámarks- öryggisgæslu. Geng- ið væri á stjórnar- skrárvarinn eignarétt hans auk þess sem jafnræðisregla væri brotin með því að aðrir við Lauf- ásveg hefðu fengið ýmsar fram- kvæmdir samþykktar. Úrskurðarnefndin segir afstöðu borgaryfirvalda einungis reista á öryggishagsmunum eins nágranna Þorsteins. „Slíkir sértækir hags- munir eins fasteignareiganda, þótt mikilvægir kunni að vera, verða ekki taldir viðhlítandi stoð fyrir takmörkun á venju- legri nýtingu fasteignar á skilgreindu íbúðarsvæði,“ segir nefndin. Synjunin á leyfinu til Þorsteins væri þannig „ekki studd haldbærum rökum“ og því felld úr gildi. - gar Synjun Reykjavíkurborgar um byggingarleyfi fyrir bílskúr á Laufásvegi felld úr gildi af úrskurðarnefnd: Öryggi gesta forsetans ekki haldbær rök STJÓRNSÝSLA Líta ætti til aðferða sem dönsk stjórnvöld viðhafa við skipan á dómurum hér á landi, segir Eiríkur Tómasson, lagapróf- essor við Háskóla Íslands. Rætt var um skipan dómara á málstofu lagadeildar Háskóla Íslands í hádeginu í gær. Eiríkur gagnrýndi þar harðlega þær aðferðir sem notaðar eru við skipan dómara hér á landi, þar sem dómsmálaráðherra einn ákveður hver skuli skipaður. Hann benti á að í þeim Evr- ópulöndum sem Ísland vilji bera sig saman við fari ráðherrar nær undantekn- ingarlaust eftir tillögum nefnda sem fjalli um umsækjendur. Hér sé hins vegar þróunin að verða sú að það sé ekki leng- ur meginreglan að dómsmála- ráðherra fari að tillögu mats- nefndar. Íslenska fyr- irkomulagið getur ekki verið heppilegt, að mati Eiríks. Þar skipi pólitískur ráðherra dóm- ara, sem svo sé ætlað að hafa taumhald á ráðherr- anum og stjórnvöldum í heild. Hann rakti hvernig málum er háttað í Danmörku. Þar metur sex manna nefnd umsækjendur og gerir tillögu um hvern skuli skipa. Í nefndinni eiga sæti þrír dómarar, lögmaður og tveir full- trúar almennings. Ráðherra skip- ar svo í stöðuna en hann er bund- inn af tillögu nefndarinnar. Eiríkur reifaði því næst tillögu að nýju kerfi við skipan dómara hér á landi, sem tók mjög mið af danska kerfinu. Eins og þar myndi þá sex manna dómnefnd fjalla um umsækjendurna, og gera tillögu til forsætisráðherra. Ráðherra hafi hins vegar mögu- leika á að ganga gegn vali nefnd- arinnar, ólíkt dönskum kollega, og skipa annan hæfan umsækj- anda. Þá verði að bera ákvörðun hans undir Alþingi, þar sem þrír fjórðu hlutar þingmanna verði að samþykkja skipan ráðherra. Sam- þykki Alþingi ekki verði að skipa þann sem nefndin lagði til. Stærsti kosturinn við þessa hugmynd er að hún ætti að tryggja betur en ýmsar aðrar hugmyndir, svo ekki sé talað um núverandi skipan, sjálfstæði íslenskra dómstóla, sagði Eirík- ur. „Auk þess tel ég að í henni felist málamiðlun sem samstaða ætti fremur að geta náðst um meðal stjórnmálamanna, dómara, lög- manna og alls almennings heldur en ýmsar aðrar tillögur sem fram hafa komið,“ sagði hann. Róbert R. Spanó, sem var fund- arstjóri á málstofunni, sagði málamiðlunartillögu eins og Eiríkur hafi nú sett fram mjög ákjósanlegan kost. Tillagan sé afar vel útfærð og þingmenn ættu að huga vel að henni í framhald- inu. brjann@frettabladid.is Dómarar verði skip- aðir að dönskum sið Stjórnvöld ættu að líta til Danmerkur eftir leiðum til að skipa dómara að mati lagaprófessors. Hann leggur til íslenskt afbrigði af dönsku aðferðinni. Gæti ver- ið málamiðlun til að víðtæk sátt náist um aðferð við skipan dómara hér á landi. HÚSFYLLIR Fullt var út úr dyrum á málstofu lagadeildar Háskóla Íslands í gær þar sem rætt var hvernig standa skuli að skipun dómara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EIRÍKUR TÓMASSON RÓBERT R. SPANÓ Eiríkur Tómasson leggur til eftir- farandi aðferðafræði við skipan dómara: ■ Sett verði á fót dómnefnd sem fjalli um skipan allra nýrra dómara, bæði í héraðsdóm og Hæstarétt. ■ Í dómnefndinni eigi sæti tveir hæstaréttardómarar, einn héraðsdómari, einn lögmaður og tveir fulltrúar almennings. Fulltrúar almennings yrðu kjörnir á Alþingi en yrðu þó ekki þingmenn. Formaður nefndar- innar yrði hæstaréttardómari, og myndi atkvæði hans ráða úrslitum náist ekki meirihluti. ■ Dómnefndin fjalli um umsækj- endur og leggi til við ráðherra hvaða umsækjanda skuli ráða. ■ Forsætisráðherra skipi dómara, en verði því sem næst bund- inn af tillögu dómnefndar. Vilji hann ganga gegn henni og ráða annan hæfan umsækjanda fjalli Alþingi um málið. Þrír af hverjum fjórum þingmönnum þurfi að samþykkja ráðning- una, ella verði farið að tillögu dómnefndar. DÓMNEFND BINDI HENDUR RÁÐHERRA Ráðherrar hafa að mestu fylgt niðurstöðum matsnefndar sem fjallar um umsækjendur um embætti dómara, sem og áliti Hæstaréttar á umsækjendum, segir Hrafn Braga- son, sem lét af embætti hæstaréttardómara síðastliðið haust. Hrafn kvaddi sér hljóðs í umræðum á málstofunni í gær eftir erindi framsögumanna. Hann hefur komið að skipan dómara í gegnum tíðina, og bæði átt sæti í matsnefnd og metið hæfi umsækjenda sem hæstarétt- ardómari. Hann sagði skipulagið í raun hafa virkað vel í gegnum tíðina. „Menn geta deilt um hvort [þessi aðferðafræði] sé rétt, og hvort þessar nefndir hafi skilað sínu verki,“ sagði Hrafn. Hann benti þó á að ráðherrar hafi þó að mestu fylgt niðurstöðum nefndarinnar og Hæstaréttar, „allt þar til núverandi dómsmálaráðherra, [Björn Bjarnason] tók við,“ sagði Hrafn. „Vandamálið að mínu mati er þessi ráðherra,“ sagði Hrafn að lokum. Hrafn lét af embætti hæstaréttardómara síðasta haust vegna aldurs. Hann benti á það á málstofunni í gær að hann hafi verið síðasti dómarinn við réttinn sem ekki var skipaður af ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokks. Flokk- urinn hafi haft dómsmálaráðuneytið svo lengi að allir núverandi dómarar séu skipaðir af sjálfstæðismönnum. VANDAMÁLIÐ VIÐ SKIPAN DÓMARA ER ÞESSI RÁÐHERRA Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI BMW 335I Coupe Nýskr: 06/2007, 3000cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 10.000. Verð: 6.850.000 Auglýsingasími – Mest lesið ÞORSTEINN JÓNSSON ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.