Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 22
22 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR 20002-03 2003-04 2004-05 2005-06 2006-07 nám, fróðleikur og vísindi HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Einelti í samfélaginu eykst og þolmörk fyrir ofbeldi aukast,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, fram- kvæmdastjóri Olweusar- verkefnisins á Íslandi, en markmiðið með því er að vinna gegn einelti og ekki síst að búa til skólabrag þar sem einelti er ekki liðið. Hvergi í heiminum er þátt- taka í þessu verkefni jafn mikil og hér. Fyrir áramót tóku 75 skólar þátt í eineltiskönnun þar sem allir nem- endur 4. til 10. bekkjar voru spurð- ir út í viðbrögð og afstöðu nem- anda og starfsmanna til eineltis. Með því fengust mjög mikilvægar upplýsingar sem eru grunnur að vinnu í skólum sem eru virkir þátttakendur í Olweusar-áætlun- inni. „Við byrjuðum á þessari áætlun árið 2002 og höfum frá þeim tíma gert sjö kannanir um líðan nem- enda í skólum,“ segir Þorlákur. Hann segir niðurstöður sem fyrir liggja gefa til kynna með áreiðan- legum hætti að dregið geti úr ein- elti um 60 til 70 prósent sé vel að verkefninu staðið. Grunnskólinn á Siglufirði sé gott dæmi um hve mikill árangur getur náðst með markvissum vinnubrögðum byggðum á kenningum Dans Olweus. „Það er nú bara þannig að hér höfðu börn liðið vítiskvalir vegna eineltis,“ segir Jónína Magnús- dóttir, skólastjóri grunnskóla Siglufjarðar. Hún segir að skólayf- irvöld hefðu verið búin að leita fjölmargra leiða til að bæta skóla- braginn en án árangurs. „Árið 2002 innleiddum við svo þetta verkefni inn í skólastarfið. Með því voru allir í skólasamfélaginu, foreldrar, starfsmenn og nemendur, upp- fræddir um hvað einelti væri og að það ætti ekki undir neinum kring- umstæðum að líða,“ segir Jónína. Hún segir að öllum hefði verið gerð grein fyrir því að þeir bæru sameiginlega ábyrgð á því að vel ætti að takast til með að bæta líðan nemenda. Kannanirnar sem lagðar hafa verið fyrir nemendur sýni mikinn árangur af starfinu en líðan nemenda þar mælist nú mjög góð að sögn Þorláks. Þorlákur segir að gerendur í einelti séu yfirleitt færri en þol- endurnir. Með markvissum aðgerðum sé hægt að ná til þeirra með tiltölulega skjótum hætti og sjá til þess að þeim sé gerð grein fyrir því að einelti sé ekki liðið. Það sé ekki gert með málamynd- unum heldur skilvirkum refsing- um. Með því sé sýnt að einelti sé ofbeldi og sé meðhöndlað sem slíkt. Sem dæmi um refsingar má nefna að nemandi gæti þurft að fylgja kennara í frímínútum í nokkra daga. Þorlákur leggur áherslu á að til mikils sé að vinna þegar stuðlað sé að því að koma einelti úr skólum og nefnir sem dæmi að rannsóknir hafi sýnt að 60 prósent drengja sem eru ger- endur við fjórtán ára aldur séu komnir á sakaskrá þegar þeir eru 24 ára og að stór hópur drengja sem eru þolendur í 10. bekk séu í verulegri hættu með ýmis geðræn vandamál. karen@frettabladið.is Börn liðu vítiskvalir en tekið var á því JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR ÞORLÁKUR HELGASON SKILAR ÁRANGRI Olweusar-áætlunin hefur verið innleidd í fjölda skóla og þykja aðferðir hennar skila miklum árangri í baráttu gegn einelti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Málþing um Olweusar-áætlun- ina verður haldin á morgun, 29. febrúar, í Skriðu, nýbyggingu Kennaraháskólans við Stakkahlíð í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölda málstofa en hægt er að skrá sig og skoða dagskrána á síðunni olweus.is. MÁLÞING UM OLWEUSARÁÆTLUNINA Norski fræðimaðurinn Dan Olweus er prófessor í sálfræði. Hann er frumkvöðull í rannsóknum um áhrif eineltis á gerendur og þolendur auk þess sem hann hefur í um þrjátíu ár unnið að rannsóknum og aðgerða- áætlunum sem þykja líklegar til að draga úr einelti. Mjög vel hefur tekist til hjá þeim skólum sem fara eftir áætlun hans og hefur verkefnið hlotið fjölda viðurkenninga, svo sem norrænu lýðheilsuverðlaunin og verið útnefnt fyrirmyndarforvarna- verkefni í Bandaríkjunum. OLWEUSARÁÆTLUNIN GEGN EINELTI Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur auglýst eftir ungu háskólafólki til starfa í samstarfslöndum stofnunarinnar. Um er að ræða fimm mánaða starfsþjálfun í tengslum við verkefni ÞSSÍ í fimm samstarfslöndum. Þessi lönd eru Malaví, Úganda, Namibía, Mósambík og Níkaragva. Þeir starfsnemar sem verða fyrir valinu halda utan í byrjun júlí og koma heim í byrjun desember. Leitað er eftir mismunandi menntun starfsnema eftir verkefnum í hverju landi. Þannig er til dæmis sóst eftir umsækjendum með menntun á sviði félagsvísinda með þekkingu á aðferðafræði rannsókna til Malaví en eftir umsækjendum með menntun á sviði hagfræði, þróunarfræði eða þróunarhag- fræði til Úganda. Mikill áhugi er á störfum starfsnema hjá Þróunarsamvinnustofnun. Á síðasta ári hafa tvö hundruð ungmenni sótt um störfin. Umsækjendurnir þurfa að hafa lokið grunnnámi í háskóla og vera yngri en 32 ára. Umsóknarfrestur er til 26. mars. ■ Starfsþjálfun Ungt háskólafólk vantar í verkefni ÞSSÍ Kristín Jónsdóttir hefur verið smíðakennari í Lækjarskóla í Hafnarfirði frá árinu 2000. Á lokaári í grunnskóla fór hún í kynnisferð í Iðnskólann í Reykjavík. Þar heillaðist hún af húsgagnasmíði og ákvað að læra iðnina. Fljótlega eftir útskrift lá leiðin til Akureyr- ar þar sem hún kenndi smíði á Sólborg, Þjálfunarskóla ríkisins. „Mér fannst mjög gaman að kenna smíði og ákvað að ná mér í kennsluréttindi á því sviði. Ég lauk stúdents- prófi og fór í nám í Kennaraháskólanum. Nú hef ég leyfi til að starfa sem smíðakennari á grunn- og framhaldsskólastigi.“ Þegar þeir sem nú eru komnir til vits og ára líta til baka minnast eflaust flestir smíða- kennarans sem eldri karlmanns í vinnuslopp. Kristín segir að sú mynd eigi ekki lengur við. „Ég er í samskiptum við smíðakennara og flestir þeirra eru konur. Ég held að það sé bara nokkuð algengt að konur kenni smíði í skólum landsins. Í Kennaraháskólanum er boðið upp á smíði sem valfag. Á síðustu árum hafa fleiri konur útskrifast með smíði sem kjörsvið en karlar.“ Kristín segir að nemendurnir taki sér yfirhöfuð vel og þeim þyki ekkert skrítið við að smíðakennarinn sé kona. „Ég hef aðeins einu sinni orðið vör við að nemandi hafi haft orð á því að það passi ekki að kona sé smíðakennari. Krakkarnir eru ekkert að velta þessu fyrir sér enda löngu orðnir vanir því að konur séu í miklum meiri- hluta í kennarastéttinni.“ Kristínu finnst smíðakennslan bæði gefandi og skemmtileg. „Áhuginn skín oftast úr hverju andliti í smíðatímum. Krakkarnir njóta þess að fá tæki- færi til að vinna með höndunum og í flestum tilfellum keppast þeir við að ljúka verkefnunum. Í smíðastofunni fá þeir útrás fyrir sköpunargleðina og þar gilda önnur vinnubrögð en í bóknáminu. Krakkar sem eiga erfitt í bóklegum greinum blómstra oft í smíðastofunni. Í raun og veru ætti að vera lögð miklu meiri áhersla á verklegar námsgreinar í grunnskólanum en nú er gert.“ KENNARINN: KRISTÍN JÓNSDÓTTIR SMÍÐAKENNARI Fleiri konur ljúka smíðakennaranámi en karlar Kjarni málsins > Framhaldsskólanemar sem læra spænsku: 1.855 2.185 2.428 2.780 3.144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.