Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 34
[ ] Helga Jóna Þórunnardóttir í versluninni Nálinni á Lauga- vegi 8 kennir fjölbreyttar aðferðir við hannyrðir. Sumar eru hefðbundnar og aðrar hipp og kúl. „Tvær hosur á einum og sama prjóni. Hvernig er þetta hægt?“ varð undirritaðri að orði þegar samstarfskona sýndi henni afrakstur eins kvölds námskeiðs í Nálinni. Þetta var tilefni til við- talsbeiðni sem Helga Jóna tók vel í. „Það er býsna skemmtileg aðferð að prjóna tvo hluti á sama hringprjóni og þægileg þegar prjónaðir eru sokkar, vettlingar, handstúkur og jafnvel ermar,“ segir hún. „Þá losnar maður við það sem kallað er „seinna-sokka- syndrómið“. Það er þegar seinni sokkurinn er ólíkur þeim fyrri eða er kannski alls ekki prjónað- ur. Stundum getur sá fyrri líka verið týndur þegar sá seinni klárast!“ Hún segir fimm nám- skeið í þessari prjónatækni hafa troðfyllst þó að aðeins eitt hafi verið fyrirhugað. Helga Jóna er lærð í Danmörku og hefur full réttindi til fullorð- inskennslu. Hún hefur rekið Nál- ina í næstum ár, fyrst í félagi við vinkonu og síðustu mánuði með móður sinni. Auk þess að sinna versluninni heldur hún námskeið á kvöldin sem njóta vinsælda. „Það er setið hér við hannyrðir flest kvöld í búðinni. Bæði kenni ég og svo höfum við fengið fleiri til liðs við okkur,“ lýsir hún. Helga Jóna nefnir námskeið í hyrnu- prjóni og hekli, meðal annars rússnesku hekli sem er sam- bland af hekli og prjóni. Útsaums- námskeiðin segir hún afar vel sótt. Þar eru hin aðskiljanlegustu spor saumuð í dúka, gardínur og fatnað. Fólk getur pantað leiðsögn í hverju sem er og engir tveir nemendur verið að gera það sama. Möguleik- arnir eru endalausir. Fram undan er námskeið í orkeringum. Þá eru búnar til blúndur með sérstakri skyttu. Einnig er vélprjónsnámskeið í uppsiglingu því víða leynast prjónavélar í geymslum sem eng- inn kann á. En fyrsta námskeiðið sem nú er á döf- inni er 4. mars. Það nefnist Að lengja líftíma fata. Þar fær fólk leiðbeiningar í að prjóna eða hekla framlengingar, bródera skraut og mynstur eða sauma eina flík úr tveimur. Þar verður skap- andi og skemmtileg vinnusmiðja þar sem gamlar flíkur öðlast nýtt líf. gun@frettabladid.is Tveir sokkar á sama prjóni Helga Jóna innan um gersemarnar í Nálinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sópur er helsta heimilisgagnið núna í snjókomunni. Hafðu góðan strákúst við dyrnar og sópaðu tröppurnar daglega. A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.